Atlaga að almannahag Gunnar Tómasson skrifar 20. janúar 2009 07:00 Upplýsingar á vefsíðu Seðlabanka Íslands um greiðslujöfnuð þjóðarbúsins gagnvart útlöndum frá 2004 til septemberloka 2008 endurspegla stórfellda aukningu vaxtatekna og vaxtagjalda á þessu tímabili. Vaxtatekjur 2004 námu 8,8 milljörðum og jafngiltu 0,9% af vergri landsframleiðslu (VLF) en kunna að hafa hækkað í 210 milljarða og 14,8% árið 2008. Eins má ætla að vaxtagjöld hafi hækkað úr 35,5 milljörðum 2004 (3,8% af VLF) í um 486 milljarða og jafngilt 34,1% af VLF 2008. Með öðrum orðum, hrein vaxtagjöld þjóðarbúsins hafa hækkað úr 2,9% af VLF 2004 í 19,3% á nýliðnu ári, og hafa liðlega þrefaldast frá 2005. Frá 2006 til 2008 jafngilti hækkunin um 11% af VLF. Ljóst er að hlutdeild Seðlabanka Íslands í auknum vaxtatekjum og gjöldum er lítil; gjaldeyrissjóður seðlabankans var aðeins 1,1 milljarður bandaríkjadala í lok 2004 og 2005 og hækkaði árlega um 0,3 milljarða dala 2006-2008. Aukningin endurspeglar því væntanlega viðbrögð markaðsaðila við hávaxtastefnu Seðlabankans og innlenda lánakerfisins sem færði þeim auðfenginn gróða í mynd vaxtamunar á erlendum og innlendum lánsfjármörkuðum. Margt er enn á huldu um viðskiptakerfi þessara aðila (lífeyrissjóða, sjávarútvegs- og fjárfestingafyrirtækja) en af síðustu fréttum má ráða að umbreyting gjaldeyrismarkaðarins í nokkurs konar svikamyllu hafi verið veigamikill hluti kerfisins. Á tímabilinu 2006-2008 voru vaxtagjöld þjóðarbúsins 945 milljarðar, tekjur 422 milljarðar og nettó vaxtakostnaður 523 milljarðar - og jafngilti nær fjórum Kárahnjúkavirkunum (133 milljarðar). Hér er að miklu leyti um að ræða fórnarkostnað samfélagsins vegna vanhæfni yfirstjórnar íslenzkra peningamála í mynd óhaminnar útlánaþenslu lánakerfisins, glórulausra stýrivaxta Seðlabankans og meðfylgjandi okurvaxta innlenda lánakerfisins. Í Mbl.grein höfundar 30. maí 2006 („Hvar liggur ábyrgðin?") var fjallað um umsögn sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem heimsótti Ísland fyrr í mánuðinum og taldi útlánaþensluna vera „hrikalega" (e. staggering). Stjórnvöld létu reka á reiðanum enn um sinn. Lokaorð höfundar voru eftirfarandi: „Þetta er verra en grunnfærni - þetta er atlaga að almannahag." Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Upplýsingar á vefsíðu Seðlabanka Íslands um greiðslujöfnuð þjóðarbúsins gagnvart útlöndum frá 2004 til septemberloka 2008 endurspegla stórfellda aukningu vaxtatekna og vaxtagjalda á þessu tímabili. Vaxtatekjur 2004 námu 8,8 milljörðum og jafngiltu 0,9% af vergri landsframleiðslu (VLF) en kunna að hafa hækkað í 210 milljarða og 14,8% árið 2008. Eins má ætla að vaxtagjöld hafi hækkað úr 35,5 milljörðum 2004 (3,8% af VLF) í um 486 milljarða og jafngilt 34,1% af VLF 2008. Með öðrum orðum, hrein vaxtagjöld þjóðarbúsins hafa hækkað úr 2,9% af VLF 2004 í 19,3% á nýliðnu ári, og hafa liðlega þrefaldast frá 2005. Frá 2006 til 2008 jafngilti hækkunin um 11% af VLF. Ljóst er að hlutdeild Seðlabanka Íslands í auknum vaxtatekjum og gjöldum er lítil; gjaldeyrissjóður seðlabankans var aðeins 1,1 milljarður bandaríkjadala í lok 2004 og 2005 og hækkaði árlega um 0,3 milljarða dala 2006-2008. Aukningin endurspeglar því væntanlega viðbrögð markaðsaðila við hávaxtastefnu Seðlabankans og innlenda lánakerfisins sem færði þeim auðfenginn gróða í mynd vaxtamunar á erlendum og innlendum lánsfjármörkuðum. Margt er enn á huldu um viðskiptakerfi þessara aðila (lífeyrissjóða, sjávarútvegs- og fjárfestingafyrirtækja) en af síðustu fréttum má ráða að umbreyting gjaldeyrismarkaðarins í nokkurs konar svikamyllu hafi verið veigamikill hluti kerfisins. Á tímabilinu 2006-2008 voru vaxtagjöld þjóðarbúsins 945 milljarðar, tekjur 422 milljarðar og nettó vaxtakostnaður 523 milljarðar - og jafngilti nær fjórum Kárahnjúkavirkunum (133 milljarðar). Hér er að miklu leyti um að ræða fórnarkostnað samfélagsins vegna vanhæfni yfirstjórnar íslenzkra peningamála í mynd óhaminnar útlánaþenslu lánakerfisins, glórulausra stýrivaxta Seðlabankans og meðfylgjandi okurvaxta innlenda lánakerfisins. Í Mbl.grein höfundar 30. maí 2006 („Hvar liggur ábyrgðin?") var fjallað um umsögn sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem heimsótti Ísland fyrr í mánuðinum og taldi útlánaþensluna vera „hrikalega" (e. staggering). Stjórnvöld létu reka á reiðanum enn um sinn. Lokaorð höfundar voru eftirfarandi: „Þetta er verra en grunnfærni - þetta er atlaga að almannahag." Höfundur er hagfræðingur.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun