Til varnar biskupi og „hyski“ hans Elínborg Sturludóttir skrifar 9. janúar 2009 04:00 Elínborg Sturludóttir svarar leiðara í Fréttablaðinu Mér brá í brún á dögunum þegar ég las ritstjórnargrein í Fréttablaðinu eftir Pál Baldvin Baldvinsson. Hann kallar greinina: „Haltu kjafti og vertu þæg." Þar eys hann úr skálum reiði sinnar svo ekki sé meira sagt. Hann hneykslast á biskupnum og hans „hyski" sem hann heldur fram að séu í liði með ráðamönnum í því að þagga niður í þjóðinni. Hyskið, sem Páll Baldvin Baldvinsson er að tala um, er víst við prestarnir. Við áramót er gagnlegt að líta yfir farinn veg, horfa um öxl og vega og meta það ár sem er að baki og spyrja sig: Höfum við gengið til góðs? Þetta gerum við í þeim tilgangi að læra af því sem við höfum reynt. Ársins 2008 verður minnst sem sögulegs árs þegar hrikti í stoðunum og þjóðlífið fór á hliðina. Við, sem störfum með fólki í hvers konar erfiðum aðstæðum lífsins, sáum það fyrir strax í byrjun október að mikil reiði myndi grípa um sig í samfélaginu þegar þjóðin væri búin að gera sér ljóst hvað gerst hefði og mesta sjokkið væri gengið yfir. Þetta vissum við vegna þess að þetta eru sammannleg viðbrögð við áföllum. Þetta reiðitímabil stendur nú yfir. Það sem skiptir svo miklu máli er að gera sér ljóst að reiði er eðlileg og heilbrigð tilfinning og hún þarf að fá sinn farveg. En við verðum jafnframt að gera okkur ljóst að reiði getur verið hömlulaus og hún getur verið ómakleg. Nú hef ég ekki hugmynd um það hvort Páll Baldvin Baldvinsson fylgist vel með predikunum presta eða sjónarmiðum kirkjunnar en hitt veit ég að síðustu misseri hef ég og kollegar mínir í prestastétt varað við þeirri dýrkun á frægu og ríku fólki sem hefur viðgengist í samfélaginu. Þjóðkirkjan hefur varað við efnishyggju og yfirborðsmennsku og hún hefur varað við hinum gríðarlega mun sem hefur verið að vaxa á milli þjóðfélagshópa í efnahagslegu tilliti. Mér finnst það pínlegt fyrir Fréttablaðið að birta þennan leiðara nú þar sem ráðist er á þá stétt manna í samfélaginu sem hefur það að köllun að vera boðberar þess siðferðis sem vestrænt samfélag hefur hvílt á. Það hefur ekki þótt sérlega smart síðustu misserin að halda á lofti gunnfána kristilegra siðferðisgilda. En nú kemur á daginn að það er einmitt skorturinn á siðferðisgildum sem margir telja að hafi fellt þetta samfélag! Mér þykir það pínlegt fyrir menningarritstjórann að fara svona offari gegn kristinni trú og prestastéttinni í landinu því ekki hefur Fréttablaðið verið sá gagnrýni miðill á íslenska efnahagsundrið og ætla mætti af ádeilu ritstjórans og enn síður sá blaðið fyrir þá brauðfætur sem þetta sama íslenska undur hvíldi á. Þvert á móti hefur Fréttablaðið - sem og aðrir íslenskir fjölmiðlar - verið mjög veikt fyrir hinum ríku og frægu sem núna lítur út fyrir að hafi borið mesta ábyrgð á því hvernig fór. Fyrir rúmu ári efndi Fréttablaðið til vals á „besta auðmanni Íslands". Þar opinberaði blaðið það yfirborðslega gildismat sem hefur ráðið ríkjum í íslensku samfélagi síðustu misseri en við höfum nú öll séð að er hjóm eitt. Það er hollt að líta í eigin barm og vega og meta hvað betur má fara. Það getur verið óþægilegt og við höfum flest hver ríkari tilhneigingu til þess að sjá betur flísina í auga náungans en bjálkann í okkar eigin. Við erum reið um þessar mundir. Það er eðlilegt. Mörgum okkar finnst að einhver þurfi að axla ábyrgð. Mörg okkar létu berast með þeim straumi sem var í samfélaginu og blinduðust af þeirri góðærisglýju sem sveif yfir öllum vötnum. Nú er runnin upp sú stund að við þurfum öll að spyrja: Hvaða ábyrgð ber ég? Ég er þeirrar skoðunar að við sem höfum fæðst á Íslandi og alist hér upp séum heppin. Við erum heppin að í þessu landi eru stjórnarskrárvarin réttindi eins og trúfrelsi og málfrelsi. Réttindi sem eru langt frá því að vera sjálfsögð. Frelsi leggur okkur þær skyldur á herðar að umgangast það af ábyrgð og virðingu - ekki síst fyrir öðru fólki. Þetta er sérstaklega brýnt þegar fólk er í ábyrgðarstöðum, t.d. hjá fjölmiðlum, og hefur fyrir vikið mikil völd. Fjölmiðlar hér á landi bera mikla ábyrgð. Það hefur verið mikil áhersla á það undanfarin ár hjá fjölmiðlafólki að vera „gagnrýnið". En hefur þessi gagnrýna hugsun beinst að öllum þáttum samfélagsins? Ég er ekki viss um að svo sé. Sannleikurinn er sá að það þarf ekki einvörðungu að fara fram endurskoðun og endurmat hjá stjórnmálamönnunum, fjármálaheiminum, kirkjunni og almenningi. Hún þarf einnig að fara fram hjá fjölmiðlafólki! „Það þarf sterk bein til að þola góða daga" segir máltækið. Kirkjan hefur á öllum öldum beðið Guð að gefa fólki vit í meðbyr og þolinmæði í þrengingum. Kirkjan skipar fólki ekki að þegja og vera þægt eins og Páll Baldvin lætur í veðri vaka í ritstjórnargrein sinni. Páll Baldvin og annað fjölmiðlafólk í áhrifastöðum þarf að gera sér ljósa ábyrgð sína. Ef það er köllun fjölmiðla að vera gagnrýnir verður gagnrýnin bæði að vera makleg og uppbyggileg. Nýtt ár er upp runnið. Það er óskrifað blað. Guð gefi að árið 2009 verði árið sem við sýnum öll það hugrekki að axla ábyrgð okkar, sýna hófstillingu, réttsýni og sanngirni og hafa hugrekki til að takast á við þá erfiðleika og mótlæti sem við munum mæta. Það er mikið verkefni sem býður okkar en þessi þjóð getur tekist á við það verkefni. Annað eins hefur hún gengið í gegnum! Höfundur er sóknarprestur í Stafholti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Elínborg Sturludóttir svarar leiðara í Fréttablaðinu Mér brá í brún á dögunum þegar ég las ritstjórnargrein í Fréttablaðinu eftir Pál Baldvin Baldvinsson. Hann kallar greinina: „Haltu kjafti og vertu þæg." Þar eys hann úr skálum reiði sinnar svo ekki sé meira sagt. Hann hneykslast á biskupnum og hans „hyski" sem hann heldur fram að séu í liði með ráðamönnum í því að þagga niður í þjóðinni. Hyskið, sem Páll Baldvin Baldvinsson er að tala um, er víst við prestarnir. Við áramót er gagnlegt að líta yfir farinn veg, horfa um öxl og vega og meta það ár sem er að baki og spyrja sig: Höfum við gengið til góðs? Þetta gerum við í þeim tilgangi að læra af því sem við höfum reynt. Ársins 2008 verður minnst sem sögulegs árs þegar hrikti í stoðunum og þjóðlífið fór á hliðina. Við, sem störfum með fólki í hvers konar erfiðum aðstæðum lífsins, sáum það fyrir strax í byrjun október að mikil reiði myndi grípa um sig í samfélaginu þegar þjóðin væri búin að gera sér ljóst hvað gerst hefði og mesta sjokkið væri gengið yfir. Þetta vissum við vegna þess að þetta eru sammannleg viðbrögð við áföllum. Þetta reiðitímabil stendur nú yfir. Það sem skiptir svo miklu máli er að gera sér ljóst að reiði er eðlileg og heilbrigð tilfinning og hún þarf að fá sinn farveg. En við verðum jafnframt að gera okkur ljóst að reiði getur verið hömlulaus og hún getur verið ómakleg. Nú hef ég ekki hugmynd um það hvort Páll Baldvin Baldvinsson fylgist vel með predikunum presta eða sjónarmiðum kirkjunnar en hitt veit ég að síðustu misseri hef ég og kollegar mínir í prestastétt varað við þeirri dýrkun á frægu og ríku fólki sem hefur viðgengist í samfélaginu. Þjóðkirkjan hefur varað við efnishyggju og yfirborðsmennsku og hún hefur varað við hinum gríðarlega mun sem hefur verið að vaxa á milli þjóðfélagshópa í efnahagslegu tilliti. Mér finnst það pínlegt fyrir Fréttablaðið að birta þennan leiðara nú þar sem ráðist er á þá stétt manna í samfélaginu sem hefur það að köllun að vera boðberar þess siðferðis sem vestrænt samfélag hefur hvílt á. Það hefur ekki þótt sérlega smart síðustu misserin að halda á lofti gunnfána kristilegra siðferðisgilda. En nú kemur á daginn að það er einmitt skorturinn á siðferðisgildum sem margir telja að hafi fellt þetta samfélag! Mér þykir það pínlegt fyrir menningarritstjórann að fara svona offari gegn kristinni trú og prestastéttinni í landinu því ekki hefur Fréttablaðið verið sá gagnrýni miðill á íslenska efnahagsundrið og ætla mætti af ádeilu ritstjórans og enn síður sá blaðið fyrir þá brauðfætur sem þetta sama íslenska undur hvíldi á. Þvert á móti hefur Fréttablaðið - sem og aðrir íslenskir fjölmiðlar - verið mjög veikt fyrir hinum ríku og frægu sem núna lítur út fyrir að hafi borið mesta ábyrgð á því hvernig fór. Fyrir rúmu ári efndi Fréttablaðið til vals á „besta auðmanni Íslands". Þar opinberaði blaðið það yfirborðslega gildismat sem hefur ráðið ríkjum í íslensku samfélagi síðustu misseri en við höfum nú öll séð að er hjóm eitt. Það er hollt að líta í eigin barm og vega og meta hvað betur má fara. Það getur verið óþægilegt og við höfum flest hver ríkari tilhneigingu til þess að sjá betur flísina í auga náungans en bjálkann í okkar eigin. Við erum reið um þessar mundir. Það er eðlilegt. Mörgum okkar finnst að einhver þurfi að axla ábyrgð. Mörg okkar létu berast með þeim straumi sem var í samfélaginu og blinduðust af þeirri góðærisglýju sem sveif yfir öllum vötnum. Nú er runnin upp sú stund að við þurfum öll að spyrja: Hvaða ábyrgð ber ég? Ég er þeirrar skoðunar að við sem höfum fæðst á Íslandi og alist hér upp séum heppin. Við erum heppin að í þessu landi eru stjórnarskrárvarin réttindi eins og trúfrelsi og málfrelsi. Réttindi sem eru langt frá því að vera sjálfsögð. Frelsi leggur okkur þær skyldur á herðar að umgangast það af ábyrgð og virðingu - ekki síst fyrir öðru fólki. Þetta er sérstaklega brýnt þegar fólk er í ábyrgðarstöðum, t.d. hjá fjölmiðlum, og hefur fyrir vikið mikil völd. Fjölmiðlar hér á landi bera mikla ábyrgð. Það hefur verið mikil áhersla á það undanfarin ár hjá fjölmiðlafólki að vera „gagnrýnið". En hefur þessi gagnrýna hugsun beinst að öllum þáttum samfélagsins? Ég er ekki viss um að svo sé. Sannleikurinn er sá að það þarf ekki einvörðungu að fara fram endurskoðun og endurmat hjá stjórnmálamönnunum, fjármálaheiminum, kirkjunni og almenningi. Hún þarf einnig að fara fram hjá fjölmiðlafólki! „Það þarf sterk bein til að þola góða daga" segir máltækið. Kirkjan hefur á öllum öldum beðið Guð að gefa fólki vit í meðbyr og þolinmæði í þrengingum. Kirkjan skipar fólki ekki að þegja og vera þægt eins og Páll Baldvin lætur í veðri vaka í ritstjórnargrein sinni. Páll Baldvin og annað fjölmiðlafólk í áhrifastöðum þarf að gera sér ljósa ábyrgð sína. Ef það er köllun fjölmiðla að vera gagnrýnir verður gagnrýnin bæði að vera makleg og uppbyggileg. Nýtt ár er upp runnið. Það er óskrifað blað. Guð gefi að árið 2009 verði árið sem við sýnum öll það hugrekki að axla ábyrgð okkar, sýna hófstillingu, réttsýni og sanngirni og hafa hugrekki til að takast á við þá erfiðleika og mótlæti sem við munum mæta. Það er mikið verkefni sem býður okkar en þessi þjóð getur tekist á við það verkefni. Annað eins hefur hún gengið í gegnum! Höfundur er sóknarprestur í Stafholti.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun