Þak á innheimtukostnað og lækkun dráttarvaxta Björgvin G. Sigurðsson skrifar 24. janúar 2009 07:00 Björgvin G. Sigurðsson skrifar um innheimtu Nú um miðja þessarar stormasömu viku undirritaði ég reglugerð um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar sem tekur gildi um næstu mánaðamót. Reglugerðin byggir á innheimtulögum er öðluðust gildi nú um áramót. Kjarni hennar er að sett er þak á þá fjárhæð sem krefja má skuldara um við innheimtu gjaldfallinna peningakrafna fyrir aðra eða vegna eigin starfsemi. Í lögunum og reglugerðinni er m.a. kveðið á um góða innheimtuhætti þannig að ekki má t.d. beita skuldara óhæfilegum þrýstingi eða valda honum óþarfa tjóni eða óþægindum. Um áramót lækkuðu jafnframt dráttarvextir í kjölfar lagafrumvarps sem ég flutti fyrir jól og samþykkt var frá Alþingi. Þannig lækkar álag dráttarvaxta úr 11% í 7% miðað við helstu skammtímalán Seðlabankans. Bæði þessi atriði hafa verulega þýðingu fyrir þúsundir fjölskyldna og fyrirtækja, sem eiga í greiðsluerfiðleikum, og er mér ljúft og skylt að skýra betur frá þessari breytingu og nefna nokkur áþreifanleg dæmi. Reglugerðin um þak á innheimtukostnað felur í sér verulega lækkun miðað við gildandi gjaldskrár innheimtuaðila en þar til nú hefur ekki verið kveðið á um hámarkskostnað sem leyfilegt er að innheimta hjá skuldara vegna innheimtu. Hagsmunir skuldara hafa því ekki verið hafðir að leiðarljósi. Ákvæðið um góða innheimtuhætti felur í sér að það teljist m.a. brjóta í bága við góða innheimtuhætti að beita óhæfilegum þrýstingi eða valda óþarfa tjóni eða óþægindum. Þakið sem nú er sett á innheimtukostnað hefur í för með sér að aðeins má taka 900 kr. fyrir skyldubundna innheimtuviðvörun til einstaklinga frá innheimtuaðila, m.a. lögmanni, eftir gjalddaga kröfu (ellegar eindaga sem síðar er tilgreindur). Fyrir valfrjáls milliinnheimtubréf má taka mismunandi gjöld eftir höfuðstól kröfu, lægst fyrir lágar kröfur, þ.e. 1.250 kr. en hærri fjárhæð eða allt að 5.500 kr. fyrir hærri kröfur. Sömu takmörk eru á greiðslu skuldara fyrir fyrstu og aðra ítrekun milliinnheimtubréfs. Þá felst mikilvæg réttarbót í því að skuldari á rétt á að fá innheimtuviðvörun gegn vægu gjaldi eftir gjalddaga eða tilgreindan eindaga í stað þess að löginnheimta geti hafist strax eftir gjalddaga, t.d. með greiðsluáskorun á grundvelli aðfararlaga með háum kostnaði. Skuldari á rétt á að honum verði eftir gjalddaga eða tilgreindan eindaga að fá senda innheimtuviðvörun sem hann þarf að borga allt að 900 kr. fyrir í stað ótakmarkaðs gjalds samkvæmt ákvörðun kröfuhafa eða innheimtuaðila, t.d. lögmanns. Heimilt er þó með samningi milli kröfuhafa og skuldara í atvinnurekstri að víkja frá ákvæðum um innheimtuviðvörun. Samkvæmt þessu ættu kröfur ekki að fara beint í t.d. áskorun á grundvelli aðfararlaga þar sem kostnaður getur verið um 30.000 kr. fyrir innheimtu á 50.000 kr. kröfu. Í gjaldfrjálsri milliinnheimtu , sem tæki við af innheimtuviðvörun (fruminnheimtu), mætti frá 1. febrúar almennt innheimta að hámarki sem hér segir svo að nokkur dæmi séu tekin: Fyrir 5.000 kr. kröfu með einu milliinnheimtubréfi og tveimur ítrekunum mætti innheimta allt að 3 x 2.000 kr. eða samtals 6.000 kr. í stað t.d. 3 x 2.300 eða alls 6.900 kr. Fyrir 50.000 kr. kröfu mætti innheimta 3 x 3.500 eða samtals 10.500 kr. í stað t.d. 3 x 5.100 eða alls 15.300 kr. Fyrir 100.000 kr. kröfu mætti innheimta 3 x 5.500 kr. eða samtals 16.500 kr. í stað t.d. 3 x 6.850 eða alls 20.550 kr. Fyrir 1.000.000 kr. kröfu og yfir mætti innheimta 3 x 5.500 kr. eða samtals 16.500 kr. í stað t.d. 3 x 12.800 eða alls 38.400 kr. Eins og sjá má af þessum dæmum er hér um raunverulegt hagsmunamál að ræða fyrir skuldara í landinu. Ákvæðið getur leitt til breytinga á innheimtuháttum, skuldurum til hagsbóta, t.d. ef vanskil verða á samningsbundnum greiðslum. Hvað dráttarvextina varðar má einnig fullyrða að lækkun álags í 7% í stað 11% hafi verulega þýðingu fyrir heimili og fyrirtæki í landinu. Hér eru þó aðeins tvö nýjustu atriðin sem gripið hefur verið til undanfarnar vikur. Höfundur er viðskiptaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Björgvin G. Sigurðsson skrifar um innheimtu Nú um miðja þessarar stormasömu viku undirritaði ég reglugerð um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar sem tekur gildi um næstu mánaðamót. Reglugerðin byggir á innheimtulögum er öðluðust gildi nú um áramót. Kjarni hennar er að sett er þak á þá fjárhæð sem krefja má skuldara um við innheimtu gjaldfallinna peningakrafna fyrir aðra eða vegna eigin starfsemi. Í lögunum og reglugerðinni er m.a. kveðið á um góða innheimtuhætti þannig að ekki má t.d. beita skuldara óhæfilegum þrýstingi eða valda honum óþarfa tjóni eða óþægindum. Um áramót lækkuðu jafnframt dráttarvextir í kjölfar lagafrumvarps sem ég flutti fyrir jól og samþykkt var frá Alþingi. Þannig lækkar álag dráttarvaxta úr 11% í 7% miðað við helstu skammtímalán Seðlabankans. Bæði þessi atriði hafa verulega þýðingu fyrir þúsundir fjölskyldna og fyrirtækja, sem eiga í greiðsluerfiðleikum, og er mér ljúft og skylt að skýra betur frá þessari breytingu og nefna nokkur áþreifanleg dæmi. Reglugerðin um þak á innheimtukostnað felur í sér verulega lækkun miðað við gildandi gjaldskrár innheimtuaðila en þar til nú hefur ekki verið kveðið á um hámarkskostnað sem leyfilegt er að innheimta hjá skuldara vegna innheimtu. Hagsmunir skuldara hafa því ekki verið hafðir að leiðarljósi. Ákvæðið um góða innheimtuhætti felur í sér að það teljist m.a. brjóta í bága við góða innheimtuhætti að beita óhæfilegum þrýstingi eða valda óþarfa tjóni eða óþægindum. Þakið sem nú er sett á innheimtukostnað hefur í för með sér að aðeins má taka 900 kr. fyrir skyldubundna innheimtuviðvörun til einstaklinga frá innheimtuaðila, m.a. lögmanni, eftir gjalddaga kröfu (ellegar eindaga sem síðar er tilgreindur). Fyrir valfrjáls milliinnheimtubréf má taka mismunandi gjöld eftir höfuðstól kröfu, lægst fyrir lágar kröfur, þ.e. 1.250 kr. en hærri fjárhæð eða allt að 5.500 kr. fyrir hærri kröfur. Sömu takmörk eru á greiðslu skuldara fyrir fyrstu og aðra ítrekun milliinnheimtubréfs. Þá felst mikilvæg réttarbót í því að skuldari á rétt á að fá innheimtuviðvörun gegn vægu gjaldi eftir gjalddaga eða tilgreindan eindaga í stað þess að löginnheimta geti hafist strax eftir gjalddaga, t.d. með greiðsluáskorun á grundvelli aðfararlaga með háum kostnaði. Skuldari á rétt á að honum verði eftir gjalddaga eða tilgreindan eindaga að fá senda innheimtuviðvörun sem hann þarf að borga allt að 900 kr. fyrir í stað ótakmarkaðs gjalds samkvæmt ákvörðun kröfuhafa eða innheimtuaðila, t.d. lögmanns. Heimilt er þó með samningi milli kröfuhafa og skuldara í atvinnurekstri að víkja frá ákvæðum um innheimtuviðvörun. Samkvæmt þessu ættu kröfur ekki að fara beint í t.d. áskorun á grundvelli aðfararlaga þar sem kostnaður getur verið um 30.000 kr. fyrir innheimtu á 50.000 kr. kröfu. Í gjaldfrjálsri milliinnheimtu , sem tæki við af innheimtuviðvörun (fruminnheimtu), mætti frá 1. febrúar almennt innheimta að hámarki sem hér segir svo að nokkur dæmi séu tekin: Fyrir 5.000 kr. kröfu með einu milliinnheimtubréfi og tveimur ítrekunum mætti innheimta allt að 3 x 2.000 kr. eða samtals 6.000 kr. í stað t.d. 3 x 2.300 eða alls 6.900 kr. Fyrir 50.000 kr. kröfu mætti innheimta 3 x 3.500 eða samtals 10.500 kr. í stað t.d. 3 x 5.100 eða alls 15.300 kr. Fyrir 100.000 kr. kröfu mætti innheimta 3 x 5.500 kr. eða samtals 16.500 kr. í stað t.d. 3 x 6.850 eða alls 20.550 kr. Fyrir 1.000.000 kr. kröfu og yfir mætti innheimta 3 x 5.500 kr. eða samtals 16.500 kr. í stað t.d. 3 x 12.800 eða alls 38.400 kr. Eins og sjá má af þessum dæmum er hér um raunverulegt hagsmunamál að ræða fyrir skuldara í landinu. Ákvæðið getur leitt til breytinga á innheimtuháttum, skuldurum til hagsbóta, t.d. ef vanskil verða á samningsbundnum greiðslum. Hvað dráttarvextina varðar má einnig fullyrða að lækkun álags í 7% í stað 11% hafi verulega þýðingu fyrir heimili og fyrirtæki í landinu. Hér eru þó aðeins tvö nýjustu atriðin sem gripið hefur verið til undanfarnar vikur. Höfundur er viðskiptaráðherra.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun