Þak á innheimtukostnað og lækkun dráttarvaxta Björgvin G. Sigurðsson skrifar 24. janúar 2009 07:00 Björgvin G. Sigurðsson skrifar um innheimtu Nú um miðja þessarar stormasömu viku undirritaði ég reglugerð um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar sem tekur gildi um næstu mánaðamót. Reglugerðin byggir á innheimtulögum er öðluðust gildi nú um áramót. Kjarni hennar er að sett er þak á þá fjárhæð sem krefja má skuldara um við innheimtu gjaldfallinna peningakrafna fyrir aðra eða vegna eigin starfsemi. Í lögunum og reglugerðinni er m.a. kveðið á um góða innheimtuhætti þannig að ekki má t.d. beita skuldara óhæfilegum þrýstingi eða valda honum óþarfa tjóni eða óþægindum. Um áramót lækkuðu jafnframt dráttarvextir í kjölfar lagafrumvarps sem ég flutti fyrir jól og samþykkt var frá Alþingi. Þannig lækkar álag dráttarvaxta úr 11% í 7% miðað við helstu skammtímalán Seðlabankans. Bæði þessi atriði hafa verulega þýðingu fyrir þúsundir fjölskyldna og fyrirtækja, sem eiga í greiðsluerfiðleikum, og er mér ljúft og skylt að skýra betur frá þessari breytingu og nefna nokkur áþreifanleg dæmi. Reglugerðin um þak á innheimtukostnað felur í sér verulega lækkun miðað við gildandi gjaldskrár innheimtuaðila en þar til nú hefur ekki verið kveðið á um hámarkskostnað sem leyfilegt er að innheimta hjá skuldara vegna innheimtu. Hagsmunir skuldara hafa því ekki verið hafðir að leiðarljósi. Ákvæðið um góða innheimtuhætti felur í sér að það teljist m.a. brjóta í bága við góða innheimtuhætti að beita óhæfilegum þrýstingi eða valda óþarfa tjóni eða óþægindum. Þakið sem nú er sett á innheimtukostnað hefur í för með sér að aðeins má taka 900 kr. fyrir skyldubundna innheimtuviðvörun til einstaklinga frá innheimtuaðila, m.a. lögmanni, eftir gjalddaga kröfu (ellegar eindaga sem síðar er tilgreindur). Fyrir valfrjáls milliinnheimtubréf má taka mismunandi gjöld eftir höfuðstól kröfu, lægst fyrir lágar kröfur, þ.e. 1.250 kr. en hærri fjárhæð eða allt að 5.500 kr. fyrir hærri kröfur. Sömu takmörk eru á greiðslu skuldara fyrir fyrstu og aðra ítrekun milliinnheimtubréfs. Þá felst mikilvæg réttarbót í því að skuldari á rétt á að fá innheimtuviðvörun gegn vægu gjaldi eftir gjalddaga eða tilgreindan eindaga í stað þess að löginnheimta geti hafist strax eftir gjalddaga, t.d. með greiðsluáskorun á grundvelli aðfararlaga með háum kostnaði. Skuldari á rétt á að honum verði eftir gjalddaga eða tilgreindan eindaga að fá senda innheimtuviðvörun sem hann þarf að borga allt að 900 kr. fyrir í stað ótakmarkaðs gjalds samkvæmt ákvörðun kröfuhafa eða innheimtuaðila, t.d. lögmanns. Heimilt er þó með samningi milli kröfuhafa og skuldara í atvinnurekstri að víkja frá ákvæðum um innheimtuviðvörun. Samkvæmt þessu ættu kröfur ekki að fara beint í t.d. áskorun á grundvelli aðfararlaga þar sem kostnaður getur verið um 30.000 kr. fyrir innheimtu á 50.000 kr. kröfu. Í gjaldfrjálsri milliinnheimtu , sem tæki við af innheimtuviðvörun (fruminnheimtu), mætti frá 1. febrúar almennt innheimta að hámarki sem hér segir svo að nokkur dæmi séu tekin: Fyrir 5.000 kr. kröfu með einu milliinnheimtubréfi og tveimur ítrekunum mætti innheimta allt að 3 x 2.000 kr. eða samtals 6.000 kr. í stað t.d. 3 x 2.300 eða alls 6.900 kr. Fyrir 50.000 kr. kröfu mætti innheimta 3 x 3.500 eða samtals 10.500 kr. í stað t.d. 3 x 5.100 eða alls 15.300 kr. Fyrir 100.000 kr. kröfu mætti innheimta 3 x 5.500 kr. eða samtals 16.500 kr. í stað t.d. 3 x 6.850 eða alls 20.550 kr. Fyrir 1.000.000 kr. kröfu og yfir mætti innheimta 3 x 5.500 kr. eða samtals 16.500 kr. í stað t.d. 3 x 12.800 eða alls 38.400 kr. Eins og sjá má af þessum dæmum er hér um raunverulegt hagsmunamál að ræða fyrir skuldara í landinu. Ákvæðið getur leitt til breytinga á innheimtuháttum, skuldurum til hagsbóta, t.d. ef vanskil verða á samningsbundnum greiðslum. Hvað dráttarvextina varðar má einnig fullyrða að lækkun álags í 7% í stað 11% hafi verulega þýðingu fyrir heimili og fyrirtæki í landinu. Hér eru þó aðeins tvö nýjustu atriðin sem gripið hefur verið til undanfarnar vikur. Höfundur er viðskiptaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Björgvin G. Sigurðsson skrifar um innheimtu Nú um miðja þessarar stormasömu viku undirritaði ég reglugerð um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar sem tekur gildi um næstu mánaðamót. Reglugerðin byggir á innheimtulögum er öðluðust gildi nú um áramót. Kjarni hennar er að sett er þak á þá fjárhæð sem krefja má skuldara um við innheimtu gjaldfallinna peningakrafna fyrir aðra eða vegna eigin starfsemi. Í lögunum og reglugerðinni er m.a. kveðið á um góða innheimtuhætti þannig að ekki má t.d. beita skuldara óhæfilegum þrýstingi eða valda honum óþarfa tjóni eða óþægindum. Um áramót lækkuðu jafnframt dráttarvextir í kjölfar lagafrumvarps sem ég flutti fyrir jól og samþykkt var frá Alþingi. Þannig lækkar álag dráttarvaxta úr 11% í 7% miðað við helstu skammtímalán Seðlabankans. Bæði þessi atriði hafa verulega þýðingu fyrir þúsundir fjölskyldna og fyrirtækja, sem eiga í greiðsluerfiðleikum, og er mér ljúft og skylt að skýra betur frá þessari breytingu og nefna nokkur áþreifanleg dæmi. Reglugerðin um þak á innheimtukostnað felur í sér verulega lækkun miðað við gildandi gjaldskrár innheimtuaðila en þar til nú hefur ekki verið kveðið á um hámarkskostnað sem leyfilegt er að innheimta hjá skuldara vegna innheimtu. Hagsmunir skuldara hafa því ekki verið hafðir að leiðarljósi. Ákvæðið um góða innheimtuhætti felur í sér að það teljist m.a. brjóta í bága við góða innheimtuhætti að beita óhæfilegum þrýstingi eða valda óþarfa tjóni eða óþægindum. Þakið sem nú er sett á innheimtukostnað hefur í för með sér að aðeins má taka 900 kr. fyrir skyldubundna innheimtuviðvörun til einstaklinga frá innheimtuaðila, m.a. lögmanni, eftir gjalddaga kröfu (ellegar eindaga sem síðar er tilgreindur). Fyrir valfrjáls milliinnheimtubréf má taka mismunandi gjöld eftir höfuðstól kröfu, lægst fyrir lágar kröfur, þ.e. 1.250 kr. en hærri fjárhæð eða allt að 5.500 kr. fyrir hærri kröfur. Sömu takmörk eru á greiðslu skuldara fyrir fyrstu og aðra ítrekun milliinnheimtubréfs. Þá felst mikilvæg réttarbót í því að skuldari á rétt á að fá innheimtuviðvörun gegn vægu gjaldi eftir gjalddaga eða tilgreindan eindaga í stað þess að löginnheimta geti hafist strax eftir gjalddaga, t.d. með greiðsluáskorun á grundvelli aðfararlaga með háum kostnaði. Skuldari á rétt á að honum verði eftir gjalddaga eða tilgreindan eindaga að fá senda innheimtuviðvörun sem hann þarf að borga allt að 900 kr. fyrir í stað ótakmarkaðs gjalds samkvæmt ákvörðun kröfuhafa eða innheimtuaðila, t.d. lögmanns. Heimilt er þó með samningi milli kröfuhafa og skuldara í atvinnurekstri að víkja frá ákvæðum um innheimtuviðvörun. Samkvæmt þessu ættu kröfur ekki að fara beint í t.d. áskorun á grundvelli aðfararlaga þar sem kostnaður getur verið um 30.000 kr. fyrir innheimtu á 50.000 kr. kröfu. Í gjaldfrjálsri milliinnheimtu , sem tæki við af innheimtuviðvörun (fruminnheimtu), mætti frá 1. febrúar almennt innheimta að hámarki sem hér segir svo að nokkur dæmi séu tekin: Fyrir 5.000 kr. kröfu með einu milliinnheimtubréfi og tveimur ítrekunum mætti innheimta allt að 3 x 2.000 kr. eða samtals 6.000 kr. í stað t.d. 3 x 2.300 eða alls 6.900 kr. Fyrir 50.000 kr. kröfu mætti innheimta 3 x 3.500 eða samtals 10.500 kr. í stað t.d. 3 x 5.100 eða alls 15.300 kr. Fyrir 100.000 kr. kröfu mætti innheimta 3 x 5.500 kr. eða samtals 16.500 kr. í stað t.d. 3 x 6.850 eða alls 20.550 kr. Fyrir 1.000.000 kr. kröfu og yfir mætti innheimta 3 x 5.500 kr. eða samtals 16.500 kr. í stað t.d. 3 x 12.800 eða alls 38.400 kr. Eins og sjá má af þessum dæmum er hér um raunverulegt hagsmunamál að ræða fyrir skuldara í landinu. Ákvæðið getur leitt til breytinga á innheimtuháttum, skuldurum til hagsbóta, t.d. ef vanskil verða á samningsbundnum greiðslum. Hvað dráttarvextina varðar má einnig fullyrða að lækkun álags í 7% í stað 11% hafi verulega þýðingu fyrir heimili og fyrirtæki í landinu. Hér eru þó aðeins tvö nýjustu atriðin sem gripið hefur verið til undanfarnar vikur. Höfundur er viðskiptaráðherra.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun