Fleiri fréttir

Facebook undir smásjánni

Þýsk stofnun sem fylgist með því að friðhelgi einkalífsins sé ekki brotin á netinu er með Facebook undir smásjánni. Vefsíðan hefur notað hugbúnaðinn Photo Tag Suggest til að safna upplýsingum um andlit notenda sinna til að geta komið með uppástungur um að merkja fólk á myndum.

Marta María opnar gleraugnaverslun í Mjódd

"Mig hefur dreymt um að nota gleraugu síðan í sex ára bekk. Bekkjarsystir mín mætti með svo falleg eplagleraugu í skólann og þegar ég var send í sjónmælingu stuttu síðar þóttist ég ekki sjá neitt í von um að fá sjálf gleraugu. Í framhaldi var ég send til augnlæknis og fór heim með skottið á milli lappanna, gleraugnalaus. Nú er ég svo heppin að vera komin á lesgleraugnaskeiðið og þá fannst mér ekki vera neitt annað í stöðunni en að opna búð. Og þar sem gleraugnabúðir eru oft dálítið óspennandi var ákveðin í að hafa fylgihlutaverslun inni í búðinni. Þar verða til sölu skartgripir og smart hulstur utan um síma og spjaldtölvur,“ segir Marta María. Aðspurð hvort það fari saman að reka verslun og stýra Smartlandi segist hún vera með gott fólk í kringum sig. "Eiginmaður minn, Jóhannes Ingimundarson sjónfræðingur, mun sjá um daglegan rekstur verslunarinnar og svo réð ég Guðmundu Guðlaugsdóttur og Sigurjónu Ástvaldsdóttur til starfa í búðinni, en þær hafa samanlagt 40 ára starfsreynslu á gleraugnasviðinu. Ég er vön því að hafa mörg járn í eldinum og fæ tómleikatilfinningu ef ég er ekki störfum hlaðin.“

Stjörnufans í London

Það var mikið um stjörnufans á rauða dreglinum í London í gær. Tilefnið var kynning á næstu þáttaröð af sívinsælu sjónvarpsþáttunum X - factor.

Karitas fær lofsamlega dóma

Gagnrýnendur í Noregi fara lofsamlegum orðum um skáldsögu Kristínar Marju Baldursdóttur, Karitas án titils, sem kom út í norskri þýðingu fyrir skömmu.

Úr bransanum í listina

Einar Bárðarson, athafna- og umboðsmaður, opnar sína fyrstu ljósmyndasýningu á Höfðatorgi í dag. Myndirnar sem verða til sýnis voru teknar í sumar þegar Einar var á ferðalagi um landið.

Aniston og leitin að ástinni

Jennifer Aniston trúlofaðist á föstudaginn mörgum til mikillar hamingju, en hún á að baki mörg misheppnuð ástarsambönd eftir skilnað sinn við Brad Pitt.

Biblía Presley boðin upp

Biblía sem var í eigu rokkkóngsins Elvis Presley verður boðin upp í Manchester í næsta mánuði. Talið er að hún fari á hátt í fjórar milljónir króna. Presley fékk hana að gjöf frá frænda sínum Vester og frænku sinni Clettes þegar hann hélt jólin hátíðleg í fyrsta sinn á heimili sínu, Graceland, árið 1957. Um eitt hundrað hlutir úr eigu Presley verða boðnir upp. Nú eru 35 ár liðin síðan kóngurinn lést, 42 ára að aldri.

Hræddur um soninn

Faðir leikarans Macaulays Culkin er viss um að sonur sinn sé alvarlega veikur. Feðgarnir hafa ekki talað saman í fimmtán ár en þegar Kit Culkin sá nýlegar myndir af syni sínum í fjölmiðlum brá honum mikið.

Vinsælt skart

Breska söngkonan Beth Orton bar hálsmen frá Kríu er hún kom fram í sjónvarpsþætti Davids Letterman nú í vikunni.

Kynt undir ástareldinum

Sæl og takk fyrir þína frábæru pistla í Fréttablaðinu. Ég er í svolítið skrítinni aðstöðu og langaði að leita ráða hjá þér.

Smyrjið geirvörturnar vel

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram á morgun í 29. sinn. Alls hafa 10.387 þátttakendur þegar skráð sig til leiks og þátttökumet hefur verið slegið í mörgum vegalengdum.

Rómantík, Dramatík og Erótík

Tenórsöngvarinn Gissur Páll Gissurarson og píanóleikarinn Árni Heiðar Karlsson blása til stofutónleika að kvöldi föstudags. Þar munu þeir flytja falleg lög í betri stofunni að Smáragötu 7 í Reykjavík.

Látið hana í friði

Leikkonan Jodie Foster er búin að fá sig fullsadda af allri neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun um vinkonu sína Kristen Stewart sem hélt við manninn sem leikstýrði kvikmyndinni Snow White And The Huntsman. Jodie hefur nú stigið fram og biður fjölmiðla að láta leikkonuna sem er aðeins 22 ára í friði. Hyllið þessi ungmenni frekar en að brjóta þau niður. Þau eru nákvæmlega eins og þið. Ég hef sagt það áður og segi það aftur: Ef ég væri ung að hefja leikferilinn í dag myndi ég hætta áður en ég byrjaði, segir Jodie og blótar fjölmiðlunum sem fylgja leikurunum hvert spor þannig að þau eru ekki fær um að anda án þess að fjallað sé um það. Ég vann með Kristen árið 2011 í fimm heila mánuði þegar við unnum við tökur á kvikmyndinni Panic Room. Tökustaðurinn var á við skáp þannig að við urðum mjög nánar enda töluðum við mikið saman og hlógum svo klukkutímum skipti og ég fór að elska þessa stúlku, sagði Jodie þegar hún lýsti vináttu þeirra og hvernig hún hófst. Þá ræðir Jodie einnig um móður Kristen sem hún fékk að kynnast við tökurnar og að hún hafi reynt að sannfæra mömmuna um að láta stelpuna finna sér annað starf en móðir Kristen sagðist hafa reynt það en ekki gengið sem skyldi því dóttir hennar elskar að leika og hefur alltaf ætlað sér að verða leikkona.

Ballett, brass og skáld á Berjadögum

Tónlistarhátíðin Berjadagar í Ólafsfirði verður haldin í sautjánda sinn nú um helgina. Yfirskrift hátíðarinnar í ár er Brass, ballett og skáldkonur.

Stórstjörnur leiða saman hesta sína

Þó Expendables 2 verði ekki frumsýnd fyrr en í næstu viku ættu aðdáendur spennumynda að bíða spenntir eftir þriðju myndinni því framleiðandinn Avi Lerner hefur gefið út að hún verði prýdd allsvakalegum stjörnum.

Komin á bannlista

Lindsay Lohan þurfti að hætta við frí sem hún hafði ákveðið að eyða í Mexíkó því leikkonan er komin á bannlista hjá tveimur af betri hótelunum í Cabo.

Sækir um skilnað

Saxófónleikarinn hárprúði, Kenny G, hefur sótt um skilnað frá eiginkonu sinni eftir tuttugu ára hjónaband. Kenny, sem heitir réttu nafni Kenny Gorelick, sótti um skilnaðinn í Los Angeles og sagði hann ástæðuna vera óásættanlegan ágreining.

Ekki klár í lokaathöfn

Orðrómur er uppi um að David Bowie, Kate Bush og hljómsveitirnar Sex Pistols og The Rolling Stones hafi ekki viljað spila á lokaathöfn Ólympíuleikanna á sunnudaginn. Samkvæmt blaðinu The Guardian var rætt við alla þessa flytjendur um að stíga á svið en enginn var klár í slaginn.

The Charlies hittu Jónsa

Hljómsveitin Sigur Rós lauk ferðalagi sínu um Bandaríkin með tónleikum í Hollywood á sunnudagskvöld.

Mila Kunis kann að klæða sig

Úkraínska fegurðardísin og leikkonan Mila Kunis hefur heldur betur stimplað sig inn í Hollywood að undanförnu svo ekki sé meira sagt.

Vangaveltur um brúðarkjól Aniston

Tískubloggarar og fjölmiðlar vestanhafs fara nú hafmförum eftir að stórstjarnan Jennifer Aniston og unnusti hennar Justin Theroux tilkynntu um um trúlofun sína í vikunni.

Clooney leikur sér

Þeim leiðist ekki að leika sér á Lake Como á Ítalíu, leikaranum George Clooney, 51 árs, og unnustu hans, Stacy Keibler, 32 ára. Eins og sjá má á myndunum í myndasafni voru vinir með þeim í för...

Verður betri með árunum

Halle Berry fagnaði fjörtíu og sex ára afmælisdeginum sínum í gær og er óhætt að segja að leikkonan fagra verði betri með árunum en hún hefur sjaldan verið í betra formi. Berry landaði sínu fyrsta alvöru hlutverki árið 1989 í sjónvarpsþáttunum, Living Dolls en síðan hefur hún meðal annars verið Bond stúlka, andlit tískurisans Versace og svo lengi mætti telja.

Rekin eftir framhjáhaldið

Framhjáhald leikkonunnar Kristen Stewart með leikstjóra Snow White and the Huntsman, Rupert Sanders, 41 árs, tekur aldeilis sinn toll fyrir leikkonuna sem er aðeins 22 ára gömul. Ekki nóg með að unnusti hennar og mótleikari Robert Pattinson vill ekki svo mikið sem sjá hana þessa dagana heldur fær hún ekki að leika í framhaldsmynd um Mjallhvít.

Meistaraverkið Mýs og menn í Borgarleikhúsinu

"Þetta er allt mjög spennandi því þessi saga er eitt mesta meistaraverk bókmenntasögunnar," segir Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri Borgarleikhússins um jólasýningu leikhússins.

Grínarar í golfi

Það væru eflaust margir til í að halda á golftöskunum hjá tveimur glaðbeittum golfkeppendum sem etja kappi á Grafarholtsvelli í dag. Þetta eru nefnilega þeir Þórhallur Sigurðsson, eða Laddi, og Jörundur Guðmundsson, sem reyndar hefur ekki komið fram lengi en var meðal vinsælustu grínista og eftirhermum landsins á áttunda og níunda áratugnum. Töskuberinn gæti örugglega fengið að heyra í Eiríki Fjalari og gömlum stjórnmálamönnum milli högga.

Atli kynnir bjarta framtíð

Atli Fannar Bjarkason hefur tekið við starfi kosningastjóra Bjartrar framtíðar, sem er framboð Guðmundar Steingrímssonar og Heiðu Kristínar Helgadóttur.

Í hópi upprennandi fatahönnuða Danmerkur

Nýútskrifaði fatahönnuðurinn Erla Björk Atladóttir hlaut þann heiður að sýna útskriftarlínu sína tvisvar á tískuviku Kaupmannahafnar dagana 8. til 12. ágúst.

Testósterón á kraftasýningu

„Við ætlum að vera með létta testósterónflóðbylgju þarna,“ segir Hjalti „Úrsus“ Árnason. Hann og Svavar Jóhannsson hjá Fitness Sport standa fyrir bekkpressukeppni fyrir gesti hasarmyndarinnar The Expendables 2 á fimmtudaginn fyrir utan Laugarásbíó.

Aldrei of gamlir fyrir tölvuleiki

„Það má segja að við séum komnir aftur heim,“ segir Sverrir Bergmann sem stjórnar tölvuleikjaþættinum Game Tíví ásamt Ólafi Þór Jóelssyni.

Hin fullkomna kona

Hin nýtrúlofuðu Miley Cyrus og Liam Hemsworth eru yfir sig ástfangin. Í nýlegu viðtali við tímaritið Instyle talar Hemsworth um ástina og samband sitt við söngkonuna ungu.

Skoða heiminn og gefa af sér

Á næstu vikum munu hópar ungra Íslendinga hverfa til ólíkra svæða í Evrópu, þar sem þeir munu taka þátt í samfélagsverkefnum á vegum sjálfboðaliðasamtakanna Seeds.

Alexander Briem fær fylgd frá mömmu í meistaranám

"Það er algjör himnasæla fyrir mömmu að sjá draum rætast hjá barninu sínu sem hann hefur átt síðan hann var tveggja ára," segir Sigríður Pétursdóttir, dagskrárgerðarkona hjá Ríkisútvarpinu, sem fylgir syni sínum, hinum unga og upprennnandi leikara Alexander Briem, til London í byrjun september þar sem hann hefur meistaranám í kvikmyndaleik við hinn virta leiklistarskóla Central School of Speech and Drama.

Jennifer Aniston fékk bónorð á afmælinu

Jennifer Aniston og Justin Theroux opinberuðu trúlofun sína sig á föstudaginn var. Talsmaður Theroux staðfesti fréttirnar á vefsíðunni Gossipcop.com. Theroux og Aniston fögnuðu afmæli hans á föstudag og nýtti leikarinn tækifærið og bað um hönd Aniston.

Sjá næstu 50 fréttir