Lífið

Jennifer Aniston fékk bónorð á afmælinu

Jennifer Aniston og Justin Theroux trúlofuðust á afmælisdegi hans.
Jennifer Aniston og Justin Theroux trúlofuðust á afmælisdegi hans.
Jennifer Aniston og Justin Theroux opinberuðu trúlofun sína sig á föstudaginn var. Talsmaður Theroux staðfesti fréttirnar á vefsíðunni Gossipcop.com.

Theroux og Aniston fögnuðu afmæli hans á föstudag og nýtti leikarinn tækifærið og bað um hönd Aniston. "Justin átti frábæran afmælisdag á föstudag og hlaut einstaka gjöf þegar kærasta hans, Jennifer Aniston, tók bónorði hans," sagði talsmaðurinn.

Í síðustu viku höfðu nokkrir miðlar velt því fyrir sér hvort parið væri hætt saman því ekki hafði sést til þeirra saman lengi. Aniston var áður gift leikaranum Brad Pitt en þetta mun vera fyrsta sinn sem Theroux gengur í hjónaband.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.