Lífið

Stórstjörnur leiða saman hesta sína

Þó Expendables 2 verði ekki frumsýnd fyrr en í næstu viku ættu aðdáendur spennumynda að bíða spenntir eftir þriðju myndinni því framleiðandinn Avi Lerner hefur gefið út að hún verði prýdd allsvakalegum stjörnum.

Í nýlegu viðtali sagði hann Clint Eastwood, Harrison Ford og Wesley Snipes mögulega leikara og staðfesti Nicholas Cage. „Við erum með persónu í huga fyrir Clint Eastwood, erum í viðræðum við Harrison Ford og viljum fá Wesley Snipes þegar hann losnar úr fangelsi. Við ætlum líka að fá Mickey Rourke aftur, ef hann verður ekki of klikkaður, og að sjálfsögðu allar hinar stjörnurnar.“ Sylvester Stallone, Bruce Willis og Arnold Schwarzenegger hafa nú þegar staðfest þátttöku sína í myndinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.