Lífið

Ballett, brass og skáld á Berjadögum

Diljá Sigursveinsdóttir og fleiri listamenn voru við æfingar í vikunni
Diljá Sigursveinsdóttir og fleiri listamenn voru við æfingar í vikunni fréttablaðið/stefán
Tónlistarhátíðin Berjadagar í Ólafsfirði verður haldin í sautjánda sinn nú um helgina. Yfirskrift hátíðarinnar í ár er Brass, ballett og skáldkonur.



Hátíðin verður sett á morgun klukkan 10.30 á Dvalarheimilinu Hornbrekku þar sem leikskólabörn ásamt hljómsveit flytja lög úr safni Ómars Ragnarssonar. Klukkan 20.30 annað kvöld blæs Brasskvintett Berjadaga í lúðra sína á tónleikum í Ólafsfjarðarkirkju. Á laugardag opna myndlistarmenn í Ólafsfirði vinnustofur sínar og klukkan 17 flytur Kammerhópur Berjadaga tónlist eftir konur við ljóð eftir skáld úr röðum kvenna í Ólafsfjarðarkirkju.



Lokadagur hátíðarinnar hefst með tónlistarmessu í Ólafsfjarðarkirkju klukkan 11 á sunnudagsmorgun þar sem organisti og kór Ólafsfjarðarkirkju ásamt listamönnum hátíðarinnar sjá um tónlistina. Berjadögum lýkur svo í Tjarnarborg klukkan 20.30 þar sem dansflokkurinn Pípóla People, brasskvintettinn og kammerhópurinn bregða á leik.



Diljá Sigursveinsdóttir er listrænn stjórnandi hátíðarinnar. Nánari upplýsingar um hátíðina og listamenn sem koma fram má finna á berjadagar.fjallabyggd.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.