Lífið

Facebook undir smásjánni

Vefsíðan hefur verið gagnrýnd fyrir hugbúnaðinn Photo Tag Suggest.
Vefsíðan hefur verið gagnrýnd fyrir hugbúnaðinn Photo Tag Suggest.
Þýsk stofnun sem fylgist með því að friðhelgi einkalífsins sé ekki brotin á netinu er með Facebook undir smásjánni. Vefsíðan hefur notað hugbúnaðinn Photo Tag Suggest til að safna upplýsingum um andlit notenda sinna til að geta komið með uppástungur um að merkja fólk á myndum.

Johannes Caspar, sem starfar hjá stofnuninni, segir í samtali við vef BBC að upplýsingarnar hafi verið notaðar án leyfis notenda Facebook. Forsvarsmenn síðunnar segjast á hinn bóginn hafa farið eftir lögum Evrópusambandsins um netið og friðhelgi einkalífsins.

Sams konar stofnun og hin þýska á Írlandi hefur einnig gert athugasemdir við merkingarnar á Facebook. Hún komst að þeirri niðurstöðu að Facebook verði að standa sig betur í að upplýsa notendur sína um Photo Tag Suggest. „Frá og með 1. júlí 2012 hefur Facebook hætt að nota hugbúnaðinn hjá öllum nýjum notendum síðunnar í Evrópu. Á sama tíma höldum við áfram viðræðum um noktun búnaðarins við yfirvöld,“ sagði í yfirlýsingu frá Facebook um þetta deilumál.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.