Lífið

Tökum lýkur í næstu viku

Crowe fer af landi brott í næstu viku þegar tökum lýkur á Noah.
Crowe fer af landi brott í næstu viku þegar tökum lýkur á Noah. nordicphotos/getty
Tökum á stórmyndinni Noah lýkur hér á landi í næstu viku.

Þær hafa farið fram á Suðurlandi og að sögn Leifs Dagfinnssonar, framkvæmdastjóra True North, hefur allt gengið eins og í sögu. „Þau eru hrikalega ánægð með þetta allt saman. Það eru allir mjög sáttir og það er bara jákvætt.“ Með helstu hlutverk í myndinni fara Russell Crowe, Jennifer Connelly, Anthony Hopkins og Emma Watson, eins og varla hefur farið fram hjá Íslendingum að undanförnu.

Um tvö hundruð manns hafa starfað við Noah síðan tökur hófust 20. júlí, þar á meðal hópur Íslendinga. Eftir að tökunum lýkur munu flestir úr íslenska hópnum hefja störf við nýjustu mynd Bens Stiller, The Secret Life of Walter Mitty, en tökur á henni hefjast um næstu mánaðamót víðs vegar um landið.

Aðspurður segir Leifur mjög líklegt að ein stórmynd til viðbótar verði tekin upp hér á landi síðar á árinu, eða framhaldsmyndin Thor: The Dark World. „Það kæmi mér á óvart ef það yrði ekki. Það verður örugglega flottur pakki.“ - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.