Lífið

Hræddur um soninn

Macaulay Culkin lítur að mati aðdáenda sinna og fjölskyldu mjög illa út og er faðir hans viss um að sonurinn sé alvarlega veikur.
Macaulay Culkin lítur að mati aðdáenda sinna og fjölskyldu mjög illa út og er faðir hans viss um að sonurinn sé alvarlega veikur. Nordicphotos/getty
Faðir leikarans Macaulays Culkin er viss um að sonur sinn sé alvarlega veikur. Feðgarnir hafa ekki talað saman í fimmtán ár en þegar Kit Culkin sá nýlegar myndir af syni sínum í fjölmiðlum brá honum mikið.

„Þegar ég sá myndirnar hugsaði ég strax að það væri ekki allt í góðu. Annaðhvort er hann alvarlega veikur af sjúkdómi eða hann er djúpt sokkinn í eiturlyfjanotkun,“ segir faðirinn í samtali við The Sun.

Það slitnaði upp úr sambandi feðganna í kjölfar Home Alone-myndanna sem skutu leikaranum unga upp á stjörnuhimininn en þá reyndi Kit Culkin að stjórna fjármálum sonarins.

Sögusagnir um eiturlyfjanotkun hafa lengi loðað við barnastjörnuna og þegar nýlegar myndir birtust af Culkin var hann óvenju fölur og mjór. Talsmaður kappans hefur hins vegar neitað fyrir að leikarinn eigi við vandamál að stríða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.