Skoða heiminn og gefa af sér 14. ágúst 2012 20:30 Sjálfboðaliðar Seeds. Mynd/Vilhelm Á næstu vikum munu hópar ungra Íslendinga hverfa til ólíkra svæða í Evrópu, þar sem þeir munu taka þátt í samfélagsverkefnum á vegum sjálfboðaliðasamtakanna Seeds. Samtökin urðu til árið 2005 og höfðu það að aðalmarkmiði að taka á móti erlendum sjálfboðaliðum sem komu til Íslands og unnu ólík störf. Þetta er enn kjarnastarfsemi þeirra, en að undanförnu hefur það færst verulega í vöxt að íslenskir sjálfboðaliðar bjóði sig fram til verkefna erlendis. „Við erum með margar ólíkar tegundir af verkefnum í gangi, fyrir fólk á öllum aldri og víðs vegar um heim. En ungmennaskipti innan Evrópu, sem eru styrkt af Evrópusambandinu í gegnum verkefnið "Youth in action", hafa notið mikilla vinsælda," útskýrir Oscar Uscategui hjá Seeds. „Þetta eru verkefni fyrir fólk á aldrinum átján til þrjátíu ára. Þátttakendur fá styrk sem stendur yfirleitt undir sjötíu til hundrað prósentum af ferðakostnaði þeirra, svo þetta er góður valkostur fyrir þá sem vilja ferðast en hafa ekki mikil fjárráð." Á staðnum fá sjálfboðaliðar jafnframt fæði og húsnæði gegn vinnuframlagi sínu.Í dag rennur út umsóknarfrestur til að sækja um að taka þátt í verkefni í palermo á Sikiley. Þessi mynd var tekin fyrr í sumar þegar sjálfboðaliðar á vegum Seeds komu saman í Palerno og unnu að verkefnum tengdum fjölmenningu, mannréttindum og menntun.Unnur Silfá Eyfells starfar við hlið Óskars hjá Seeds, en hún hefur sjálf farið til Póllands sem sjálfboðaliði þar sem hún vann við dýraverndunarverkefni og tók þátt í fjáröflun fyrir dýraathvarf. „Ég lærði mjög mikið af þessu og sá heiminn í nýju ljósi. Satt að segja leið mér aldrei eins og ég væri að vinna, því þetta var svo skemmtilegt. Á kvöldin og í frístund um kynntum við lönd okkar og menningu fyrir hvert öðru. Þetta var mjög gefandi." Verkefnin sem nú standa til boða eru af margvíslegum toga. Í verkefninu "We are brothers, we are the future", í Palermo á Ítalíu munu þátttakendur búa til myndbönd og annað kynningarefni um réttindi ungs fólks í Evrópu. Í Valga-héraði í Eistlandi eru í boði verkefni sem snúa að dýravernd. Í Banská ?tiavnica í Slóvakíu verður þema verkefnisins "Change 4 Life", en þar er í forgrunni heilbrigður lífsstíll og hvernig hugur, líkami og umhverfi tvinnast saman í daglegu lífi. Að lokum má nefna leiklistarverkefnið "To be or not to be", en þátttakendur í því safnast saman í bænum Gießübel í Þýskalandi. Þar verður lögð áhersla á að skoða hvernig megi nota leiklist til að brúa bil á milli menningarheima. Hægt er að sækja um og fræðast frekar um verkefnin sem í boði eru á vefsíðunni seeds.is. Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Fleiri fréttir Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Sjá meira
Á næstu vikum munu hópar ungra Íslendinga hverfa til ólíkra svæða í Evrópu, þar sem þeir munu taka þátt í samfélagsverkefnum á vegum sjálfboðaliðasamtakanna Seeds. Samtökin urðu til árið 2005 og höfðu það að aðalmarkmiði að taka á móti erlendum sjálfboðaliðum sem komu til Íslands og unnu ólík störf. Þetta er enn kjarnastarfsemi þeirra, en að undanförnu hefur það færst verulega í vöxt að íslenskir sjálfboðaliðar bjóði sig fram til verkefna erlendis. „Við erum með margar ólíkar tegundir af verkefnum í gangi, fyrir fólk á öllum aldri og víðs vegar um heim. En ungmennaskipti innan Evrópu, sem eru styrkt af Evrópusambandinu í gegnum verkefnið "Youth in action", hafa notið mikilla vinsælda," útskýrir Oscar Uscategui hjá Seeds. „Þetta eru verkefni fyrir fólk á aldrinum átján til þrjátíu ára. Þátttakendur fá styrk sem stendur yfirleitt undir sjötíu til hundrað prósentum af ferðakostnaði þeirra, svo þetta er góður valkostur fyrir þá sem vilja ferðast en hafa ekki mikil fjárráð." Á staðnum fá sjálfboðaliðar jafnframt fæði og húsnæði gegn vinnuframlagi sínu.Í dag rennur út umsóknarfrestur til að sækja um að taka þátt í verkefni í palermo á Sikiley. Þessi mynd var tekin fyrr í sumar þegar sjálfboðaliðar á vegum Seeds komu saman í Palerno og unnu að verkefnum tengdum fjölmenningu, mannréttindum og menntun.Unnur Silfá Eyfells starfar við hlið Óskars hjá Seeds, en hún hefur sjálf farið til Póllands sem sjálfboðaliði þar sem hún vann við dýraverndunarverkefni og tók þátt í fjáröflun fyrir dýraathvarf. „Ég lærði mjög mikið af þessu og sá heiminn í nýju ljósi. Satt að segja leið mér aldrei eins og ég væri að vinna, því þetta var svo skemmtilegt. Á kvöldin og í frístund um kynntum við lönd okkar og menningu fyrir hvert öðru. Þetta var mjög gefandi." Verkefnin sem nú standa til boða eru af margvíslegum toga. Í verkefninu "We are brothers, we are the future", í Palermo á Ítalíu munu þátttakendur búa til myndbönd og annað kynningarefni um réttindi ungs fólks í Evrópu. Í Valga-héraði í Eistlandi eru í boði verkefni sem snúa að dýravernd. Í Banská ?tiavnica í Slóvakíu verður þema verkefnisins "Change 4 Life", en þar er í forgrunni heilbrigður lífsstíll og hvernig hugur, líkami og umhverfi tvinnast saman í daglegu lífi. Að lokum má nefna leiklistarverkefnið "To be or not to be", en þátttakendur í því safnast saman í bænum Gießübel í Þýskalandi. Þar verður lögð áhersla á að skoða hvernig megi nota leiklist til að brúa bil á milli menningarheima. Hægt er að sækja um og fræðast frekar um verkefnin sem í boði eru á vefsíðunni seeds.is.
Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Fleiri fréttir Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Sjá meira