Lífið

Komin á bannlista

Óvinsæl Lindsay Lohan er komin á svartan lista hjá tveimur hótelum í Mexíkó.
Óvinsæl Lindsay Lohan er komin á svartan lista hjá tveimur hótelum í Mexíkó. Nordicphotos/getty
Lindsay Lohan þurfti að hætta við frí sem hún hafði ákveðið að eyða í Mexíkó því leikkonan er komin á bannlista hjá tveimur af betri hótelunum í Cabo.

„Lindsay er komin í ævilangt bann á Palmilla og Montage Los Cabos hótelunum. Gestir hafa ítrekað kvartað undan drykkjulátum og skemmtanahaldi leikkonunnar og því var gripið til þess ráðs að meina henni gistingu á hótelunum,“ hafði Radaronline.com eftir heimildarmanni sínum. „Hótelin eru ætluð efnafólki og stjörnum á borð við Jennifer Aniston og George Clooney og veru Lindsay er ekki óskað þar lengur.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.