Lífið

Ekki klár í lokaathöfn

Rokkararnir afþökkuðu boð um að koma fram á lokaathöfninni.
Rokkararnir afþökkuðu boð um að koma fram á lokaathöfninni.
Orðrómur er uppi um að David Bowie, Kate Bush og hljómsveitirnar Sex Pistols og The Rolling Stones hafi ekki viljað spila á lokaathöfn Ólympíuleikanna á sunnudaginn. Samkvæmt blaðinu The Guardian var rætt við alla þessa flytjendur um að stíga á svið en enginn var klár í slaginn.

Meðal flytjenda á lokaathöfninni voru Kryddpíurnar, Jessie J, Queen, Annie Lennox, George Michael, The Who og Take That. Talið er að um fjórir milljarðar hafi horft á herlegheitin í sjónvarpinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.