Lífið

Í hópi upprennandi fatahönnuða Danmerkur

Erla lagði upp með að útskriftarlínan yrði klæðileg og samkvæmt viðbrögðum sýningargesta á tískuvikunni í Kaupmannahöfn hefur henni tekist vel til.
Erla lagði upp með að útskriftarlínan yrði klæðileg og samkvæmt viðbrögðum sýningargesta á tískuvikunni í Kaupmannahöfn hefur henni tekist vel til.
Nýútskrifaði fatahönnuðurinn Erla Björk Atladóttir hlaut þann heiður að sýna útskriftarlínu sína tvisvar á tískuviku Kaupmannahafnar dagana 8. til 12. ágúst.

Erla lauk námi frá Margrethe-skolen í Kaupmannahöfn og sýndi bæði á útskriftarsýningu skólans og á tískusýningunni Upcoming Designers of Denmark. En hún var valin meðal fimmtán upprennandi fatahönnuða Danmerkur af dómnefnd sem Margaret Dal, innkaupastjóri Magasin du Nord, fór fyrir.

Aðeins ein önnur skólasystir Erlu var meðal þátttakenda sem komu víða að. „Þar á meðal úr Designskolen Kolding, Danmarks Designskole, frá London og ein er meira að segja komin út í framleiðslu í Kína," segir Erla.

„Það kom mér á óvart að vera valin og þá sérstaklega því ég var að útskrifast úr tveggja ára diplómanámi. Skólinn minn er að vísu elsti fatahönnunarskóli Danmerkur og er því mjög virtur."

Útskriftarlína Erlu telur tíu alklæðnaði. „Fötin mín eru mjög klæðileg og ég hef mikið heyrt að fólk vilji eignast þau og að það megi setja þau strax í sölu," segir hún.

Margir úr tískuheimi Norðurlandanna sóttu sýninguna, þá sérstaklega danskir fjölmiðlar. Gestgjafinn í ár var vefsíðan Yourlook.ne en þar setur fólk saman draumafataskápinn.„Fötin mín fara víst inn á síðuna og gætu ratað í draumafataskápa," segir hún glöð.-hþt






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.