Lífið

Robert Pattinson talaði um morgunkorn í stað einkalífsins

Mynd /COVERMEDIA
Robert Pattinson mætti í sitt fyrsta viðtal í Good Morning America í vikunni eftir að unnusta hans og meðleikkona Kristen Stewart baðst opinberlega afsökunnar á framhjáhaldi sínu við leikkstjórann Rupert Sanders.

Pattinson bar sig vel en talaði á engan hátt um einkalíf sitt eins og flestir höfðu vonast til. Hann snéri ítrekað út úr persónulegum spurningum með því að ræða um morgunkorn og uppáhalds ísinn sinn.

"Ég hef aldrei haft áhuga á að selja einkalíf mitt," lét leikarinn hafa eftir sér ekki alls fyrir löngu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.