Fleiri fréttir

Beyonce og Jay-Z launahæsta parið

Nýbökuðu foreldrarnir og ofurparið Beyonce Knowles og Jay-Z tróna nú á toppi Forbes' listans yfir launahæsta parið í skemmtanabransanum...

Sveitabrúðkaup hjá fjölmiðlapari

Fjölmiðlaparið Þórhildur Ólafsdóttir og Sveinn Halldór Guðmarsson gengu í það heilaga um helgina að viðstöddum vinum og vandamönnum. Þau starfa bæði á fréttastofu Ríkissjónvarpsins. Parið bauð til veislu vestur í Grundarfirði en Þórhildur á ættir sínar að rekja þangað. Það var svo systir brúðgumans, sr. Sigríður Guðmarsdóttir, sem pússaði parið saman. Veislustjórar voru Katrín Bessadóttir og Ásmundur Haraldsson og var gleðin víst við völd fram eftir nóttu í sveitinni.

Tárfelldi í viðtali hjá Opruh

Rihanna tárfelldi þegar sjónvarpskonan Oprah spurði hana út í líkamsárás Chris Brown í viðtalsþætti sem sýndur verður í lok vikunnar.

Athyglisverður borgarstjóri

Slúðursíðan Dlisted.com hrósar Jóni Gnarr fyrir þátttöku í gleðigöngunni sem fram fór á laugardag. Borgarstjórinn klæddi sig í kjól og huldi andlit sitt með lambhúshettu áþekkri þeirri er meðlimir pönksveitarinnar Pussy Riot skarta á tónleikum.

Mætir í vinnuna á afmælisdaginn

Hrefna Rósa Sætran á afmæli í dag. Í stað þess að spyrja sjónvarpskokkinn sem eignaðist sitt fyrsta barn, drenginn Bertram Skugga, fyrir ári út í aldurinn forvitnaðist Lífið hvernig afmælisdagurinn hennar verður. Ég ætla fara og taka upp hljóð með Dabba og Kristófer Dignus fyrir þáttinn minn sem verður einmitt frumsýndur á Rúv núna á fimmtudaginn. Svo verður léttur fjölskyldukaffihittingur þar sem allir fá köku og ég fæ pakka. Svo um 16:00 fer ég að vinna á Fiskmarkaðnum með öllu skemmtilega fólkinu þar. Ég ætla fá mér afmælisþorsk að borða þar allavegna. Já, svona verður dagurinn minn, segir Hrefna Rósa að lokum.

Glee æðið heldur áfram

Tökur á nýrri þáttaröð af ofur vinsælu sjónvarpsþáttunum, Glee standa nú yfir í New York.

Sölvi Tryggva og Russell Crowe hittust við World Class

Sölvi Tryggvason fjölmiðlamaður hitti Hollywoodleikarann Russell Crowe þegar hann brá sér í Laugardalinn í gær. Þeir æfa báðir stíft í World Class, eins og fram hefur komið og það var einmitt við það tilefni sem þeir hittust.

Léttar eftir lokaathöfnina

Það er ekki hægt að segja að Kryddpíurnar og Liam Gallagher hafi ekki skemmt sér eftir lokaathöfn Ólympíuleikanna í gærkvöldi. Ef marka má myndirnar sem söngkonurnar settu á Twitter síðurnar sínar í gærkvöldi var gleðin við völd fram á morgun...

Spice Girls hafa engu gleymt

Ólympíuleikunum í London lauk formlega í gær með viðamikilli lokahátíð en alls voru 4.100 manns sem komu fram á hátíðinni með einhverjum hætti.

Stutthærð Miley Cyrus

Nítján ára leik- og sönkonan Miley Cyrus lét klippa síðu hárlokkana sína í gær með hjálp hárgreiðslumannsins Chris McMillan en hann sér up hár fræga fólksins í Hollywood. Hún leyfði aðdáendum sínum að fylgjast með sér þegar hann fjarlægði lokkana á Twitter með meðfylgjandi myndum. Mér hefur aldrei liðið eins og núna, skrifaði hún á síðuna sína í gær eftir að búið var að aflita á henni drengjakollinn. Þá voru þó nokkuð margir sem voru ósáttir sem settu út á gjörninginn á síðu söngkonunnar sem svaraði eftirfrandi: Ef þú hefur ekkert gott um þetta að segja ættir þú ekki að segja neitt.

Kossaflens Selenu Gomez

Selena Gomez, 20 ára, var klædd í fallegan bleikan kjól þegar hún smellti rembingskossi á Nat Wolff, 17 ára, í Kaliforníu. Um var að ræða tökur á rómantískri kvikmynd en Selena og mótleikari hennar og hún náðu vel saman á milli kossanna og hlógu og skemmtu sér eins og sjá má ef myndasafnið er skoðað...

Jennifer Aniston á leið upp að altarinu

Leikkonan vinsæla Jennifer Aniston, er á leiðinni í hnapphelduna að nýju. Slúðurtímaritið People greindi frá því í morgun að unnusti hennar, Justin Theroux, hefði beðið hennar á afmæli sínu á föstudaginn. Þetta hafa talsmenn parsins staðfest vð tímaritið. Þau Justin og Jennifer hafi þekkst um árabil en samband þeirra varð nánara fyrir ári síðan þegar þau unnu saman að gamanmyndinni Wanderlust. Þetta er annað hjónaband Jennifer, en hún var gift leikaranum Brad Pitt um árabil.

Erlendir nemendur spenntir fyrir MA námi í myndlist

„Það hefur staðið lengi til að bjóða upp á meistaranám í myndlist við Listaháskólann og það verið í undirbúningi í fleiri, fleiri ár,“ segir Hulda Stefánsdóttir, prófessor við myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Hún hefur haft umsjón með þróun MA náms við skólann, en í haust verður í fyrsta sinn boðið upp á meistaranám í hönnun og myndlist hér á landi.

Launahærri hjá SAG

Hanna Guðrún Halldórsdóttir leikkona stundar iðn sína í Los Angeles og fer með lítið hlutverk í sjónvarpsþáttunum The Newsroom sem sýndir verða á Stöð 2 í haust.

Fleiri hundruð umsækjendur í MasterChef

Skráning stendur enn yfir í íslenska útgáfu sjónvarpsþáttarins MasterChef og að sögn Þórs Freyssonar, framleiðanda hjá Sagafilm, hafa nokkur hundruð skráningar þegar borist. Lokað verður fyrir skráningar síðar í ágúst en tökur hefjast í byrjun næsta mánaðar.

Hjólaði með sixpensara

Hjólaði með sixpensara Galdurinn að baki góðu formi Hollywood-stjarnanna er greinilega að stunda líkamsrækt því ekki sleppa þær slíkri iðju í heimsóknum sínum til Íslands.

Hékk með Töru Reid

Íslenski söngvarinn Daníel Óliver kom fram á Stockholm Pride síðastliðinn laugardag og í vikunni setti hann mynd inn á Facebook-síðu sína.

Brosmildir frumsýningargestir Hrafnhildar

Sjónvarps- og kvikmyndagerðarkonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir frumsýndi heimildarmynd sína Hrafnhildi í Bíó Paradís á miðvikudagskvöldið. Fjölmenni mætti til að berja myndina augum en hún fjallar um kynleiðréttingarferli Hrafnhildar, frá því hún var strákur og hét Halldór. Mikil ánægja var með myndina hjá bíógestum og aðstandendum en myndin verður áfram sýnd í Bíó Paradís fyrir áhugasama.

Ástfangin af Kennedy

Söngkonan Taylor Swift er komin með nýjan kærasta upp á arminn og heitir sá heppni Conor Kennedy. Kennedy þessi er sonur Roberts Kennedy Jr. sem er bróðursonur Johns F. Kennedy.

Fjölmennt hjá Baldri

Ljósmyndarinn Baldur Kristjánsson opnaði sína fyrstu ljósmyndasýningu á fimmtudagskvöldið en hann sýnir 40 ljósmyndir frá Asíureisu sinni undir berum himni á Skólavörðustíg. Fjölmennt var á opnuninni sem fór fram á Sólon þar sem gestir röltu svo út á Skólavörðustíg með höfund myndanna í farabroddi. Baldur tileinkaði föður sínum sýninguna sem stendur til 19. ágúst.

Starfar við gerð Simpsonsþáttana

„Ég hef alltaf verið aðdáandi Simpsons-fjölskyldunnar og horfði mikið á þáttinn sem unglingur en ég var 12 ára þegar hann fór fyrst í loftið,“ segir framleiðandinn Ragnhildur Magnúsdóttir Thordarson sem hefur verið ráðinn ráðgjafi hjá teiknimyndaseríunni frægu The Simpsons.

Leikur afturgöngu

Það gengur vel hjá leikkonunni Ísgerði Gunnarsdóttur sem flutti til Englands í byrjun sumars til að reyna fyrir sér í kvikmyndabransanum þar en hún landaði nýlega hlutverki í breskri bíómynd sem afturganga.

Heimskunn frá Hong Kong

"Kórinn ferðast um heim allan og flytur fjölbreytta tónlist frá tíma endurreisnar til nútímans og hefur komið fram með heimsfrægum listamönnum, til dæmis hinum frábæra sellóleikara Yo-Yo Ma.''

Bara vinir

Ástralski Ólympíuvinningshafinn í sundi Stephanie Rice, 24 ára, neitar því staðfastlega að eitthvað meira sé á milli hennar og bandaríska körfuboltamannsins...

Þórunn Antonía hitti Kelly Osbourne

Þórunn Antonía Magnúsdóttir, sem gaf nýverið út plötuna Star-Crossed, hitti enga aðra en Kelly Osbourne á tónlistarhátíðinni Lollapalooza í Chicago.

Bensínlaus og barnið að fæðast

Það munaði litlu að Karl Bjarni Guðmundsson, sem kenndur er við Idolið, næði ekki á spítalann í tæka tíð daginn sem stúlkan hans og Brynhildar Söru Brynjólfsdóttur kom í heiminn þann 28. júní síðastliðinn.

Grunur um að gifting sé framundan

Undirbúningur fyrir stór veisluhöld stendur nú yfir á franska heimili Brad Pitt og Angelinu Jolie. Sagan segir að parið hyggst ganga í heilagt hjónaband þessa helgi..

Nýbökuð mamma Miller

Líf bresku leikkonunnar Sienna Miller, 30 ára, hefur aldeilis tekið góðan viðsnúning nú þegar hún er orðin mamma. Á meðfylgjandi myndum má sjá...

Hætt við Dans Dans Dans

Í viðtali við Lífið í dag talar Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir meðal annars um haustið á Rúv og þau verkefni sem framundan eru hjá sér.

Langur vinnudagur í Ólympíuþorpinu

Vinnudagarnir eru langir og strangir á meðan á leikunum stendur og vinnur Sif sex daga vikunnar. "Starfsheiti okkar á Ólympíuleikunum er "Doping Control Officer".

Glæsilegur afmælispakki

Þeir Kenneth Gamble og Leon Huff stofnuðu Philadelphia International plötufyrirtækið árið 1971 í Fíladelfíuborg. Fyrir nokkrum vikum gaf Harmless-útgáfan út veglegan 40 ára afmælispakka með tónlist Philadelphia International. Harmless er þekktust fyrir ódýrar endurútgáfur af fönki og grúvi, en hér hafa forsvarsmenn hennar ákveðið að leggja allt undir.

Að hugsa út fyrir kassann

Ég fór í bíó í vikunni og sá mynd sem snerti við hjartanu í mér. Myndin var einlæg frásögn ungrar konu, Hrafnhildar, sem vildi fá tækifæri til að vera hún sjálf. Ætli það sé ekki markmið okkar flestra en setja mætti spurningamerki við hversu margir raunverulega ná því. Stúlka þessi var fædd í röngum líkama og fæddist því með karlkyns kynfæri og hormón eftir því. Í gegnum allan sinn uppvöxt upplifði hún sig í röngum líkama og bar það leyndarmál ein. Þessi sálar- og líkamsflækja var henni þungur baggi og er manni gersamlega ómögulegt að setja sig í hennar spor og reyna að skilja hversu erfitt þetta hefur verið. Þó snertir einlæg frásögn hennar við manni og gott ef eitt lítið tár fær ekki að trítla niður kinnina. Hún er nefnilega þannig manneskja að mann langar bara að knúsa hana, kjafta um lífið og tilveruna og hvetja til dáða.

Frosin í brosi

Johnny Rock og Shady Jones báru sigur úr býtum í fimmtándu Draggkeppni Íslands í fyrradag og eru bæði í skýjunum.

Íslenskar bókmenntir heilla Crowe

Íslenskar bókmenntir heilla Crowe Ástralska kvikmyndastjarnan Russel Crowe var á mánudag og þriðjudag við tökur í Reynisfjöru fyrir kvikmyndina Noah sem er í up.

Sjá næstu 50 fréttir