Lífið

Grjótharður bíður eftir frumburðinum

mynd/twitter
Breski tónlistarmaðurinn og Íslandsvinurinn Robbie Williams sem bíður spenntur eftir að dóttir hans komi í heiminn hefur verið duglegur að mæta í líkamsræktina eins og sjá má á myndinni sem hann setti sjálfur á Twitter síðuna sína. Eins og greinilega má sjá er Robbie í góðu líkamlegu formi en hann hefur stækkað töluvert undanfarið þegar kemur að upphandleggjum og að ekki sé minnst á stinna magavöðva. Ástæðan fyrir því að Robbie söng ekki með strákabandinu Take That á lokaathöfn Ólympíuleikanna síðustu helgi var að dóttir hans hefði getið fæðst þann sama dag og ekki vildi söngvarinn taka sjénsinn á því að missa af fæðingu frumburðarins.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.