Fleiri fréttir

Gaga lærir á brimbretti

Lady Gaga er fær í flestan sjó. Allavega er hún farin að læra á brimbretti og stundar nú íþróttina af miklum móð í sumarfríi sínu við strendur Mexíkó. Poppdívan hefur verið mynduð við iðjuna við Puerto Vallarta og þótti standa sig nokkuð vel en hún sást þiggja ráð frá reyndum brimbrettakappa. "Miðað við byrjenda tók hún sig bara vel

Gott að fá útrás í rokkinu

Ellefu ár eru síðan fyrsta og eina plata hljómsveitarinnar Stolið kom út. Sveitin var endurvakin í fyrra og kemur fram á Menningarnótt á laugardaginn. Meðlimir Stolið eru í kringum fertugt og segja það ágætt að fá útrás fyrir barnið í sér á hljómsveitaræfingum.

Rihanna djammaði í Bergen

Gestir barsins Garage í Bergen áttu ekki von á því að enda miðvikudagskvöldið á djammi með einni af vinsælustu söngkonum heims, Rihönnu. Rihanna heldur tvenna tónleika í Bergen í vikunni og ákvað að kanna skemmtanalíf bæjarins eftir þá fyrri.

Bíddu á þetta að vera dans?

Meðfylgjandi má sjá félagana Heiðar Austmann og Svala á FM957 gera tilraun til að dansa eftir áskorun á Facebooksíðunni þeirra. Um er að ræða Blinkmints-leik á FM957 sem gengur út á að hlustendur senda inn myndband af sér dansandi við sérstak Blinkmintslag. Sjá nánar hér (Facebooksíða FM957).

Gefið prinsessunni eitthvað að borða núna

Vilhjálmur Bretaprins og eiginkona hans, hertogaynjan af Cambridge, Kate Middleton, voru mynduð saman í Birmingham í England í dag. Eins og sjá má á myndunum er prinsessan stórglæsileg í dökkbláu pilsi með slegið hárið. Það fer hinsvegar ekki fram hjá nokkrum einasta manni hvað hún hefur horast mikið á örskömmum tíma. Sjá myndirnar hér. Hér má skoða brúðarkjólinn hennar.

Baltasar fær nýjan frumsýningardag

Kvikmyndaverið Universal hefur ákveðið að færa frumsýningardag Contraband sem Baltasar Kormákur leikstýrir fram til 13. janúar en til stóð að myndin yrði frumsýnd um miðjan mars. Leikstjórinn leggur lokahönd á myndina um þessar mundir.

Spice Girls í Eurovision

Þó að stutt sé frá Eurovision-keppninni í Düsseldorf eru margir farnir að hugsa til næstu keppni í Aserbaídsjan. Þessa dagana loga allar Eurovision-fréttaveitur eftir að það spurðist út að hin eina sanna stelpusveit, Spice Girls eða Kryddpíurnar, gæti tekið þátt fyrir Bretlands hönd.

Lisbeth að vakna til lífsins

Það var nánast óhjákvæmilegt að Millennium-þríleikur Stiegs Larsson myndi lenda í klónum á stórlöxum í Hollywood; bækurnar seldust eins og heitar lummur og sænsku myndirnar sýndu að það var langt í frá ógerlegt verk að skila þríleiknum á hvíta tjaldið. Nú er loks að koma í ljós hvernig David Fincher sér hugarheim sænsku metsölubókanna.

Síðbúin útrás Ný danskrar

„Þetta verður í fyrsta skipti sem við spilum í Kaupmannahöfn Og raunar í fyrsta skipti sem við spilum erlendis síðan við reyndum að meika það á Englandi í „den“. Það næsta sem við höfum komist útlöndum síðan þá eru bara Vestmannaeyjar,“ segir Jón Ólafsson, hljómborðsleikari Ný danskrar.

Dorrit stal senunni

Hæ! Sæl og gott kvöld, takk fyrir að bjóða mér, sagði Dorrit Moussaieff sem stal senunni á fatahönnunarkeppni Reykjavik Runway sem fram fór í Hafnarhúsinu í gærkvöldi fyrir troðfullu húsi. Dorrit var áberandi hlý og innileg í gær eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði þegar hún faðmar sigurvegarana. Takið eftir þegar sonur Hörpu Einars, sigurvegara keppninnar, faðmar mömmu sína eftir að úrslitin voru kynnt.

Hreyknari af megrun en Óskarnum

Leik- og söngkonan Jennifer Hudson sagði í nýlegu viðtali að hún væri hreyknari af þyngdartapi sínu en Óskarsverðlaununum sem hún hlaut fyrir leik sinn í Dreamgirls.

Skilur tvíburana eftir heima

"Þetta verður alveg æðislega skemmtilegt og eitthvað sem enginn má missa af,“ segir Sigríður Beinteinsdóttir söngkona sem kemur fram á væntanlegum afmælistónleikum Bylgjunnar annað kvöld.

Íslandsmyndband Bon Iver frumsýnt

Íslandsmyndband indí-rokkarans Bon Iver við lagið Holocene var frumsýnt á heimasíðu National Geographic í gær. Myndbandinu er leikstýrt af Nabil Elderkin, sem hefur unnið mikið með rappofurstjörnunni Kanye West. Fjallað var um myndbandið á vefsíðu pitchfork.com í gær en það hefur þegar vakið mikla athygli.

Harpa Einars sigraði

Ég er bara rosalega þakklát að fá þetta tækifæri, segir Harpa Einarsdóttir meðal annars í meðfylgjandi myndskeiði en hún sigraði fatahönnunarkeppni Reykjavik Runway sem fram fór í Hafnarhúsinu í gær. Harpa fær samning við Reykjavik Runway þar sem haldið verður áfram að vinna að uppbyggingu tískumerkis hennar, Zizka, á tískuvikunni í New York. Í meðfylgjandi myndasafni eru myndir frá Reykjavík Runway.

Hlakkar til að gefa

Beckham-fjölskyldan verður seint sökuð um að hata sviðsljósið. Og hún virðist aldrei þreytast á að tala um fjölskyldulífið sitt. Þannig hefur David Beckham upplýst að hann hlakki mikið til að gefa nýfæddri dóttur sinni að borða. Victoria, eiginkona Davids, hefur haft stúlkuna á brjósti eins og lög gera ráð fyrir en er nú farin að mjólka sig og setja móðurmjólkina á pela.

Fjölmenni á Reykjavík Runway

Reykjavik Runway stóð fyrir glæsilegu úrslitakvöldi í fatahönnunarkeppni í Hafnarhúsinu í gærkvöldi fyrir troðfullu húsi. Fjórir hönnuðir voru valdir í úrslit í keppninni; þær Eygló Margrét Lárusdóttir, Sólveig og Edda Guðmundsdætur, og Rosa Denise Winther Denison og Bryndís Þorsteinsdóttir og sigurvegarinn, Harpa Einarsdóttir. Harpa fær samning við Reykjavik Runway þar sem haldið er áfram að vinna að uppbyggingu tískumerkis hennar, Zizka, á tískuvikunni í New York. Í meðfylgjandi myndasafni má sjá gesti, Dorrit Moussaieff afhenda Hörpu Einarsdóttur verðlaunin og Sigríði Sigurðardóttur taka við lyklunum af Mercedes-Benz bifreið en hún vann afnot af Mercedes-Benz GLK sportjeppa í fimm daga.

Svíaprinsessa á von á barni

Sænska þjóðin er í skýjunum eftir að Viktoría krónprinsessa og Daníel prins tilkynntu að þau ættu von á sínu fyrsta barni. Barnið er væntanlegt í mars á næsta ári og prinsessan því rétt komin þrjá mánuði á leið.

Ási Már á skjáinn

„Ég er með smá fiðrildi í maganum út af þessu en maður verður að henda sér í djúpu laugina til að halda áfram að þroskast,“ segir Ásgrímur Már Friðriksson fatahönnuður, sem birtist á sjónvarpsskjánum í fyrsta sinn í vetur.

Söluhæstu stjörnurnar

Tískutímaritin geta þakkað stjörnum á borð við Lady Gaga, Rihönnu og Kim Kardashian fyrir hærri sölutölur á þessu ári. Vefsíðan WWD hefur nú tekið saman þau andlit sem selja flest tímarit og sýnir rannsóknin fram á að ritstjórar ættu að setja einhverja af þessum þremur konum á forsíðuna til að ná sem hæstum sölutölum.

Konungleg tískufyrirmynd

Hún hefur ekki langt að sækja fegurðina og tískuvitið, prinsessan Charlotte Casiraghi. Móðir hennar er Karólína prinsessa af Mónakó og amma hennar sjálf Grace Kelly.

Kínverskir úrvalsnemendur klára BA-próf í íslensku

„Þeir eru margir í fjölskyldum nemendanna sem hneykslast á þeim að eyða tíma í að læra minnsta tungumál í heimi. Þau eru hins vegar alsæl og finnst námið skemmtilegt,“ segir Gísli Hvanndal, sem útskrifar sextán nemendur með BA-gráðu í íslensku við Háskólann í Beijing næsta vor.

Robin Gibb syngur inn jólin með Bó

Robin Gibb verður gestur Björgvins Halldórssonar á árlegum jólatónleikum söngvarans í Laugardalshöll. Þetta kom í fréttatilkynningu frá Senu í gær.

Meðaljóninn Tom Hanks

Tom Hanks hefur tekist að halda sig í nágrenni við toppinn í Hollywood þrátt fyrir að þykja hvorki töff né kynþokkafullur. Og ferillinn spannar fjölbreyttari svið en hjá mörgum öðrum.

Let England Shake sýnd á RIFF

Kvikmyndin Let England Shake verður sýnd í flokki tónlistarmynda á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík sem hefst 22. september næstkomandi. Let England Shake er samansett úr tólf stuttmyndum sem hver og ein á við samsvarandi lag á samnefndri plötu PJ Harvey sem kom út fyrr á árinu.

Kanye átti Tívolí í Köben

Bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West tróð upp í Tívolíinu í Kaupmannahöfn í síðustu. Íslendingaskarinn þar var slíkur að greina mátti íslensku úr öllum áttum. Orðin „þetta er geðveikt“ og „alger unaður“ voru algengust. Birgir Þór Harðarson var á svæðinu og lýsir hér upplifun sinni.

Á æfingu með Selmu Björns

"Hér er bara hardcore kántríæfing fyrir tónleika á sunnudaginn," segir söngkonan Selma Björns í meðfylgjandi myndskeiði sem tekið var í dag en hún heldur kántríveislu á Rósenberg næsta sunnudag, 21. ágúst, með hljómsveitinni Miðnæturkúrekunum. Hljómsveitina skipa: Selma Björnsdóttir, Vignir Snær Vigfússon, Pálmi Sigurhjartar, Benedikt Brynleifsson, Róbert Þórhallsson, Sigurgeir Sigmundsson og Matthías Stefánsson. Sjá nánar hér (facebook-viðburður).

Hágrátandi í einkaþyrlu

Meðfylgjandi má sjá myndir af Suri Cruise, 5 ára, hágrátandi í þyrlu ásamt mömmu sinni, leikkonunni Katie Holmes, 32 ára. Pabbi hennar, leikarinn Tom Cruise var fjarri. Barnapían var hinsvegar með í för en hún reyndi einnig að hugga stúlkuna sem var með fangið fullt af leikföngum. Katie hefur undanfarið kynnt nýju kvikmyndina sína Don't Be Afraid Of The Dark og eigin fatalínu í New York.

Harry á lausu

Harry Bretaprins hefur engan tíma fyrir kærustu í augnablikinu, en hann er hættur með undirfatafyrirsætunni Florence Brundenell-Bruce. Þau hafa verið saman síðan í júní en nú er ævintýrið á enda.

Gott grín í fæðingu

Ben Stiller, Vince Vaughn og Rosemarie DeWitt hafa öll fallist á að leika í gamanmyndinni Neighborhood Watch. Seth Rogen og Evan Goldberg eiga heiðurinn að handritinu en það var fínpússað af Justin Theroux, ástmanni Jennifer Aniston og handritshöfundi Tropic Thunder.

Frostrósa-aðdáendur vilja hitta Jóhönnu

„Við höfum verið saman í tuttugu ár og það er ein af ástæðum þess að við ætlum að koma aftur. Svo verð ég líka fimmtugur um þetta leyti,“ segir Craig Murray, Frostrósa-aðdáandi númer eitt frá Ástralíu.

Það er rosalegt að sjá þig núna - 30 kg léttari

Óskarsverðlaunahafinn, söngkonan Jennifer Hudson, 29 ára, var stórglæsileg klædd í hvítan þröngan kjól eins og sjá má í myndasafni. Söngkonan hefur lést um rúmlega 30 kíló en samhliða því hafa háværar gagnrýnisraddir um vaxtarlag hennar hljómað. Jennifer segir að hún hafi ekkert pælt í vaxtarlaginu eða tölunni sem vigtin sýndi áður en hún flutti til Hollywood. "Mér fannst ég aldrei feit. Mér fannst ég nokkuð eðlileg. Allar stúlkurnar í Chicago litu eins út og ég þannig að þetta var aldrei vandamál," segir Jennifer sem hefur náð að létta sig með því að hreyfa sig daglega og huga sérstaklega vel að mataræðinu. Facebooksíða Jennifer.

Forvitnileg stripparamynd

Steven Soderbergh er þekktur fyrir að feta ótroðnar slóðir þegar kemur að kvikmyndagerð og víst er að næsta kvikmynd hans, Magic Mike, á eftir að vekja mikla athygli. Hún fjallar um karlkyns strippara og líf hans á Flórída. Myndin verður að hluta til byggð á lífsreynslu bandaríska leikarans Channing Tatum, sem var strippari í Flórída áður en Hollywood uppgötvaði hann.

Rómantísk mynd með dönsku ívafi

Danski leikstjórinn Lone Scherfig vakti mikla athygli í Ameríku fyrir mynd sína An Education sem gerð var eftir handriti breska rithöfundarins Nick Hornby. Myndin var tilnefnd til þriggja Óskarsverðlauna og allar dyr í Hollywood stóðu Scherfig opnar.

Crispin Glover til Íslands

"Ég var staddur á tónlistarhátíð á Englandi fyrir tveimur árum og þá var hann með þessa sýningu sína. Ég varð mjög spenntur fyrir því að fá hana til Íslands enda var þetta eitthvað það magnaðasta sem ég hef séð,“ segir Sigurður Magnús Finnsson. Hann stendur fyrir óvenjulegum viðburði í Bíó Paradís í næsta mánuði.

Frændur og vinir þenja raddir sínar í Áskirkju

Þrír upprennandi íslenskir söngvarar, sem allir eru nemendur íslensks tenórsöngvara í Hollandi, munu þenja raddir sínar í Áskirkju í dag. Auk þeirra munu ýmsir aðrir koma fram, og eru þeir flestir tengdir blóðböndum.

Í stresskasti fyrir brúðkaupið

Brúðkaup raunveruleikadrottningarinnar Kim Kardashian, 30 ára, sem skoða má í myndasafni, og NBA-leikmannsins Kris Humphries, fer fram eftir aðeins þrjá daga, næsta laugardag. Gestalistinn er fyrir löngu sprunginn og stressið farið að gera vart við sig. Kim var mynduð klædd í skyrtu og stuttbuxur í morgun þegar hún hitti fatahönnuðinn Veru Wang, sem hannar brúðkaupskjólinn hennar, í allra síðasta skipti fyrir stóra daginn. Kim hefur æft eins og brjálæðingur undanfarnar vikur með einkaþjálfara og næringarfræðing sér við hlið svo hún líti sem allra best út þennan mikilvæga dag í lífi hennar.

Blása nýju lífi í Gamla bíó

Tvö leikverk verða frumsýnd á fjölum Gamla bíós í haust. Fræg íbúð á efstu hæð hússins verður til leigu undir listasýningar og móttökur.

Árni og félagar aflýsa

Breska hljómsveitin The Vaccines, með bassaleikarann Árna Hjörvar Árnason innanborðs, hefur neyðst til að aflýsa þrennum tónleikum. Ástæðan er þrálát vandamál með rödd söngvarans Justin Young.

50 bönd til viðbótar á Airwaves

Skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves tilkynntu í gær um fimmtíu listamenn sem bæst hafa við dagskrá hátíðarinnar í ár.

Nýtt plötuumslag Bjarkar slær í gegn á Facebook

Söngkonan Björk frumsýndi í dag umslagið á plötunni Biophilia og lét aðdáendur sína vita á Facebook-síðu sinni og víðar. Viðbrögðin voru vægast sagt jákvæð en á aðeins tíu mínútum voru 5000 manns búnir að "læka" myndina og ríflega 500 búnir að lýsa yfir aðdáun sinni.

Kristrún Ösp ólétt

Faðernið skiptir ekki máli eins og er, ég tek ofurmömmuna á þetta enda hef ég alltaf verið sjálfstæð og þarf engan maka til að láta hlutina ganga upp.......

Ertu með rass eins og Kim Kardashian?

Guðlaug Dagmar Jónasdóttir sem landaði 2. sæti í fegurðarsamkeppni Ungfrú Ísland í ár og vinkona hennar, Eva Rakel Jónsdóttir, sem var valin ljósmyndafyrirsæta í sömu keppni, sýna í meðfylgjandi myndskeiði hvernig hægt er að velja hárrétta gallabuxnasniðið á auðveldan máta. Eva Rakel, sem starfar í Levi´s búðinni í Kringlunni finnur út hvaða gallabuxnasnið fer Guðlaugu best. Gallabuxnaframleiðandinn Levi´s gerði mælingar á 60 konum til að sjá hvernig best væri að finna rétt snið fyrir konur út frá vexti. Útfærslurnar urðu þrjár: Slight, Demi eða Bold en sjónvarpsraunveruleikastjarnan Kim Kardashian er einmitt þekkt fyrir síðastnefnda vaxtarlagið.

Ótrúlegur fjöldi listamanna á risatónleikum Bylgjunnar

Það verður mikið um dýrðir á Ingólfstorgi á Menningarnótt þegar Bylgjan heldur 25 ára afmælistónleika sína. Veislan hefst klukkan 13 og nær hápunkti klukkan 21 þegar ótrúlegur fjöldi af vinsælustu tónlistarmönnum þjóðarinnar mætir á sviðið og tekur sín þekktustu lög sem öll hafa hlotið sess meðal topplaga síðustu 25 ára. Í sumarlok 1986 varð bylting í tónlistarlífi okkar Íslendinga þegar hleypt var af stokkunum fyrstu einkareknu íslensku útvarpsstöðinni og nú fagnar Bylgjan 25 ára afmæli sínu.

Fleiri hljómsveitir á Airwaves

Í dag var tilkynnt um fimmtíu listamenn sem koma munu fram á Iceland Airwaves til viðbótar. Meðal þeirra sem kynntir voru í dag eru Hjaltalín, HAM, Reykavík!, Lára, Prins Póló, Clock Opera og Active Child.

Sjá næstu 50 fréttir