Lífið

Spice Girls í Eurovision

Svona litu Kryddpíurnar út þegar þær komu saman árið 2008.
Svona litu Kryddpíurnar út þegar þær komu saman árið 2008.
Þó að stutt sé frá Eurovision-keppninni í Düsseldorf eru margir farnir að hugsa til næstu keppni í Aserbaídsjan. Þessa dagana loga allar Eurovision-fréttaveitur eftir að það spurðist út að hin eina sanna stelpusveit, Spice Girls eða Kryddpíurnar, gæti tekið þátt fyrir Bretlands hönd.

Þetta vill að minnsta kosti söngkonan Geri Halliwell. Lét hún hafa eftir sér að hún ætli að reyna að ná hinum Kryddpíunum með sér í lið til Aserbaídsjan. Hún sé sannfærð um að þeim muni vegna betur en breska strákabandinu Blue sem landaði ellefta sæti í vor.

BBC lætur ekkert uppi vegna málsins en keppnin fer fram í borginni Baku þann 26. maí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.