Lífið

Ótrúlegur fjöldi listamanna á risatónleikum Bylgjunnar

Hluti af listamönnunum sem taka topplög síðustu 25 ára á Bylgjutónleikunum á laugardag.
Hluti af listamönnunum sem taka topplög síðustu 25 ára á Bylgjutónleikunum á laugardag.
Það verður mikið um dýrðir á Ingólfstorgi á Menningarnótt þegar Bylgjan heldur 25 ára afmælistónleika sína. Veislan hefst klukkan 13 og nær hápunkti klukkan 21 þegar ótrúlegur fjöldi af vinsælustu tónlistarmönnum þjóðarinnar mætir á sviðið og tekur sín þekktustu lög sem öll hafa hlotið sess meðal topplaga síðustu 25 ára.

Á Bylgjunni er þess minnst þessa dagana þegar stöðinni var hleypt af stokkunum í sumarlok 1986, fyrst allra einkarekinna íslenskra útvarpsstöðva. Með þessu varð bylting í tónlistarlífi okkar og í tilefni af því er boðið til veislunnar á Menningarnótt.

Fyrri hluti tónleikanna hefst klukkan 13.30. Þá koma fram, Páll Óskar Hjálmtýsson, bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór, Sveppi og Villi, Á móti sól og Hvanndalsbræður. Bylgjan verður einnig í beinni frá Ingólfstorgi milli klukkan 12.20 og 16 á meðan þáttur Hemma og Svansíar, Ævintýraeyjan, er í loftinu. Hemmi og Svansí taka á móti góðum gestum og lög af sviðinu fá að hljóma.

Um kvöldið halda tónleikarnir áfram. Þá lítur dagskráin svona út:

Klukkan 20 - Of Monsters and Men

Klukkan 20.30 - Steindi Jr. og félagar

Klukkan 21 - Stjörnuhljómsveit Bylgjunnar sem leikur viðstöðulaust topplög síðustu 25 ára.

Með stjörnusveitinni koma fram:

Bubbi Morthens - Sálin hans Jóns míns - Páll Óskar - Helgi Björns - Ellen Kristjánsdóttir - Jet Black Joe - Stjórnin – Greifarnir - Ragnheiður Gröndal - Stebbi og Eyfi - Sigga Beinteins - Pálmi Gunnarsson - Egill Ólafsson og Björgvin Halldórsson.

Afmælistónleikarnir verða sendir út á Bylgjunni svo allir sem ekki komast í bæinn geta hlýtt á þá í útvarpinu á FM 98,9.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.