Lífið

Rómantísk mynd með dönsku ívafi

Anne Hathaway leikur aðalhlutverið í rómantísku myndinni One Day ásamt Jim Sturgess.
Anne Hathaway leikur aðalhlutverið í rómantísku myndinni One Day ásamt Jim Sturgess.
Danski leikstjórinn Lone Scherfig vakti mikla athygli í Ameríku fyrir mynd sína An Education sem gerð var eftir handriti breska rithöfundarins Nick Hornby. Myndin var tilnefnd til þriggja Óskarsverðlauna og allar dyr í Hollywood stóðu Scherfig opnar.

Um helgina verður síðan kvikmynd hennar, One Day, frumsýnd. Hún er byggð á metsölubók Davids Nicholls. Myndin segir frá námsmönnunum Emmu og Dexter sem verða vinir 15. júlí 1988. Hún tekur síðan upp þráðinn á þessum degi næstu tuttugu árin en One Day skartar Anne Hathaway og Jim Sturgess í aðalhlutverkum. Hún hefur fengið sæmilega dóma; 5,8 á imdb.com en aðeins fjörutíu prósent gagnrýnenda hafa verið ánægð samkvæmt vefsíðunni rottentomatoes.com.

Scherfig er hins vegar enginn nýgræðingur í kvikmyndagerð þótt Bandaríkjamenn séu að uppgötva hana núna. Hún leikstýrði meðal annars hinni frábæru Italiensk for begyndere sem sló í gegn á Norðurlöndunum. Þá gerði leikstýrði hún einnig þáttum í Taxa sem margir Íslendingar ættu að muna eftir úr dagskrá RÚV.

- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.