Meðaljóninn Tom Hanks 18. ágúst 2011 21:00 Ferill Tom Hanks siglir lygnan sjó um þessar mundir; myndir hans þykja hvorki góðar né alslæmar. Nýjasta mynd hans, Larry Crowne, verður frumsýnd um helgina. nordicphotos/Getty Tom Hanks hefur tekist að halda sig í nágrenni við toppinn í Hollywood þrátt fyrir að þykja hvorki töff né kynþokkafullur. Og ferillinn spannar fjölbreyttari svið en hjá mörgum öðrum. Leikarar í Hollywood festast oft í svipuðum rullum; sumir verða grínleikarar, aðrir sjá um hasarinn, einhverjir þykja bestir í dramatíkina og svo eru það þeir sem fá að kyssa fallegustu stelpuna í rómantísku myndunum. Tom Hanks er hins vegar einn örfárra sem tekist hefur að halda sig utan hefðbundinnar hlutverkaskiptingar í Hollywood. Nýjasta mynd Hanks heitir Larry Crowne og verður frumsýnd um helgina. Þar leikur hann afgreiðslumann sem gengur menntaveginn eftir að hafa verið sagt upp störfum. Meðal annarra leikara í myndinni má nefna Juliu Roberts en Hanks skrifar sjálfur handritið ásamt Niu Vardalos og leikstýrir. Myndin hefur fengið sæmilega dóma; fær 6 á imdb.com en aðeins 35 prósent gagnrýnenda hafa verið jákvæð í hennar garð samkvæmt vefsíðunni rottentomatoes.com. Fátt benti til þess að leikarinn yrði maðurinn sem léki eftir magnað afrek Spencers Tracey – að hreppa Óskarinn tvö ár í röð – þegar fyrstu myndir Hanks eru skoðaðar. Hann hefur yfirbragð hins venjulega manns, er enginn sykurpúði með tónaða magavöðva né sérvitringslegur á svipinn heldur bara venjulegur meðaljón. Framan af ferlinum var Hanks fastur í galsafengnum gamanmyndum, grínskotnum löggumyndum og skondnum ástarsögum á borð við Splash, Dragnet og Turner & Hooch (hann var reyndar tilnefndur til Óskarverðlauna fyrir leik sinn í Big árið 1989). En 1993 náði Hanks almennilegri fótfestu sem „alvarlegri“ leikari þegar hann lék á móti Meg Ryan í Sleepless in Seattle. Myndin fékk góða dóma og mikla aðsókn og Hanks hefur eflaust fengið ótal gylliboð um að leika í svipuðum myndum því Hollywood dýrkar jú að mjólka gullkálfana sína. Leikarinn tók hins vegar þá djörfu ákvörðun að leika næst alnæmissmitaða hommann Andrew Beckett í Philadelphia og fékk Óskarinn fyrir. Og þegar kom að því að afhenda styttuna árið eftir var Tom Hanks enn og aftur sigurvegari; nú fyrir leik sinn sem hinn greindarskerti Forrest Gump. Á árunum 1994 til 2001 var Hanks tilnefndur fjórum sinnum til Óskarsverðlauna. Sannkölluð gósentíð fyrir manninn sem eitt sinn mátti sætta sig við hlutverk í myndum á borð við Bachelor Party og Joe Versus the Volcano. Hanks hefur ekki verið jafn fyrirferðarmikill á stóra sviðinu og hann var, það væri jafnvel hægt að fullyrða að Hanks sigldi lygnan sjó um þessar mundir; myndir hans eru svona hvorki né. - fgg Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Sjá meira
Tom Hanks hefur tekist að halda sig í nágrenni við toppinn í Hollywood þrátt fyrir að þykja hvorki töff né kynþokkafullur. Og ferillinn spannar fjölbreyttari svið en hjá mörgum öðrum. Leikarar í Hollywood festast oft í svipuðum rullum; sumir verða grínleikarar, aðrir sjá um hasarinn, einhverjir þykja bestir í dramatíkina og svo eru það þeir sem fá að kyssa fallegustu stelpuna í rómantísku myndunum. Tom Hanks er hins vegar einn örfárra sem tekist hefur að halda sig utan hefðbundinnar hlutverkaskiptingar í Hollywood. Nýjasta mynd Hanks heitir Larry Crowne og verður frumsýnd um helgina. Þar leikur hann afgreiðslumann sem gengur menntaveginn eftir að hafa verið sagt upp störfum. Meðal annarra leikara í myndinni má nefna Juliu Roberts en Hanks skrifar sjálfur handritið ásamt Niu Vardalos og leikstýrir. Myndin hefur fengið sæmilega dóma; fær 6 á imdb.com en aðeins 35 prósent gagnrýnenda hafa verið jákvæð í hennar garð samkvæmt vefsíðunni rottentomatoes.com. Fátt benti til þess að leikarinn yrði maðurinn sem léki eftir magnað afrek Spencers Tracey – að hreppa Óskarinn tvö ár í röð – þegar fyrstu myndir Hanks eru skoðaðar. Hann hefur yfirbragð hins venjulega manns, er enginn sykurpúði með tónaða magavöðva né sérvitringslegur á svipinn heldur bara venjulegur meðaljón. Framan af ferlinum var Hanks fastur í galsafengnum gamanmyndum, grínskotnum löggumyndum og skondnum ástarsögum á borð við Splash, Dragnet og Turner & Hooch (hann var reyndar tilnefndur til Óskarverðlauna fyrir leik sinn í Big árið 1989). En 1993 náði Hanks almennilegri fótfestu sem „alvarlegri“ leikari þegar hann lék á móti Meg Ryan í Sleepless in Seattle. Myndin fékk góða dóma og mikla aðsókn og Hanks hefur eflaust fengið ótal gylliboð um að leika í svipuðum myndum því Hollywood dýrkar jú að mjólka gullkálfana sína. Leikarinn tók hins vegar þá djörfu ákvörðun að leika næst alnæmissmitaða hommann Andrew Beckett í Philadelphia og fékk Óskarinn fyrir. Og þegar kom að því að afhenda styttuna árið eftir var Tom Hanks enn og aftur sigurvegari; nú fyrir leik sinn sem hinn greindarskerti Forrest Gump. Á árunum 1994 til 2001 var Hanks tilnefndur fjórum sinnum til Óskarsverðlauna. Sannkölluð gósentíð fyrir manninn sem eitt sinn mátti sætta sig við hlutverk í myndum á borð við Bachelor Party og Joe Versus the Volcano. Hanks hefur ekki verið jafn fyrirferðarmikill á stóra sviðinu og hann var, það væri jafnvel hægt að fullyrða að Hanks sigldi lygnan sjó um þessar mundir; myndir hans eru svona hvorki né. - fgg
Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Sjá meira