Lífið

Rihanna djammaði í Bergen

Gestir barsins Garage í Bergen áttu ekki von á því að enda miðvikudagskvöldið á djammi með einni af vinsælustu söngkonum heims, Rihönnu. Rihanna heldur tvenna tónleika í Bergen í vikunni og ákvað að kanna skemmtanalíf bæjarins eftir þá fyrri.

Rihanna mætti á staðinn ásamt 30 manna fylgdarliði og troðfyllti litla barinn, sem þekktur er fyrir dálæti sitt á rokktónlist.

Rihanna var samt fljót að biðja um óskalög og endaði með því að barnum var breytt í hiphop-dansstað þar sem plata Jay-Z var spiluð allan tímann.

Hér fyrir ofan má sjá eitt nýjasta myndband Rihönnu við lagið Man Down.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.