Fleiri fréttir

Vekur athygli vestanhafs

„Það er búið að ganga vel og ég er að finna mig í faginu,“ segir Ása Helga Hjörleifsdóttir, meistaranemi í kvikmyndagerð við Columbia-háskólann í New York. Ása Helga er stödd hér á landi til að taka upp útskriftarverkefnið sitt við skólann, en hún hefur vakið eftirtekt fyrir góða handritasmíð. Reyndar svo mikla að Ása Helga er komin með umboðsmann, en það þykir vel af sér vikið og sérstaklega þar sem hún á ennþá eitt ár eftir í skólanum.

Skrifar handrit að teiknimyndaseríu

Sigurjón Kjartansson og Hugleikur Dagsson eru að þróa nýja teiknimyndaseríu fyrir sjónvarp. Þeir unnu síðast saman að gerð gamanþáttaraðarinnar Hlemmavideó en það er framleiðslufyrirtæki Sigurjóns, Ídea Filmcompany, sem hefur þáttaröðina á sinni könnu.

Þú lítur ekki út fyrir að vera 53 ára

Madonna mætti á Heathrow flugvöllinn í Lundúnum á 53 ára afmælisdeginum sínum með nýja elskhuganum, 24 ára franska dansaranum Brahim Zaibat, og fjórum börnum sínum, Lourdes, Rocco, David, og Mercy. Eins og sjá má í myndasafni lítur söngkonan ekki út fyrir að vera rúmlega fimmtug.

Hilary Duff á von á barni

Leikkonan úr sjónvarpsþáttunum Gossip Girl og barnastjarnan Hilary Duff er ólétt af sínu fyrsta barni. Duff, sem er 23 ára gömul, staðfesti fregnirnar á heimasíðu sinni á sama degi og hún átti eins árs brúðkaupsafmæli. Duff er gift hokkíleikmanninum Mike Comrie.

Ellý og Q4U rokka á Menningarnótt

Menningarnótt verður haldin í Reykjavík næstkomandi laugardag. Fjölmargir eru því að leggja lokahönd á dagskránna þar sem boðið verður upp á alls kyns skemmtun og tónleika. Skemmtistaðurinn Dillon við Laugaveg býður upp á tónleikadagskrá sjöunda árið í röð sem byrjar klukkan 15 og endar rétt fyrir flugeldasýninguna klukkan ellefu.

Erpur heldur keppni - Önnur leiðin til Færeyja í vinning

Rapparinn Erpur Eyvindarson, BlazRoca, hefur blásið til keppni í samvinnu við Prikið og fleiri aðila þar sem hann hvetur tónlistarmenn til að endurhljóðblanda lög sín á sem flottastan máta. Með honum í dómnefnd eru President Bongo úr Gusgus og Óttarr Proppé borgarfulltrúi.

Nilli fær að kenna á sviknum loforðum

Þórunn Antonía og Björn Bragi virðast ætla að svíkja öll loforð sem þau gefa og greyið Nilli fær að gjalda fyrir það í Týndu kynslóðinni. Þátturinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 á föstudagskvöldum og hefur göngu sína 19. ágúst næstkomandi.

Tökulið Game of Thrones væntanlegt hingað í vetur

Tökur á einum umtalaðasta þætti Bandaríkjanna um þessar mundir, Game of Thrones, munu fara fram að hluta til hér á Íslandi í lok þessa árs. Þetta kom fram í máli eins aðalleikara þáttanna, Kit Harrington. Harrington sat fyrir svörum á myndasöguhátíðinni ComicCon í lok júlí og upplýsti þar að hann fengi að kynnast alvörukulda á Íslandi. „Það var kalt síðast en nú förum við til Íslands. Og það verður sko kalt,“ hefur vefsíðan Access Hollywood eftir honum.

Spurlock sækir Ísland heim

Einn vinsælasti heimildarmyndagerðarmaður heims um þessar mundir, Morgan Spurlock, sækir Ísland heim í næstu viku. Hann hyggst sýna nýjustu kvikmynd sína, The Greatest Movie Ever Sold, í Háskólabíói miðvikudaginn 24. ágúst og sitja svo fyrir svörum. Myndin fjallar um svokallaðar vöruinnsetningar í bandarískum afþreyingariðnaði en áhorfendur fá að fylgjast með því hvernig leikstjóranum tekst að fjármagna áðurnefnda heimildarmynd með slíkum innsetningum.

Ánægð með brjóstin sín (auðvitað)

Leikkonan Salma Hayek, 44 ára, prýðir forsíðu Allure tímaritsins í YSL kjól en hana má skoða í meðfylgjandi myndasafni. Þar svarar Salma spurð út í líkamslögun hennar: Brjóstin á mér, þau eru alls ekki slæm skal ég segja þér. Ég get ekki kvartað yfir þeim. En þegar ég byrjaði í bransanum í Hollywood var mér eingöngu boðið að leika latneskar fáklæddar konur sem sögðu fátt en staðreyndin er sú að ég var aldrei þannig þegar ég bjó í Mexíkó.

Svona lítur þú þá út?

Meðfylgjandi má sjá myndir af söngkonunni Rihönnu án andlitsfarða og án hárkollu en hún eyðir 1.500.000.- krónum á viku í hárkollur og greiðslur. Eins og sjá má á myndunum er Rihanna gullfalleg með hárið tekið í tagl, án appelsínugula hársins sem hún hefur sést með undanfarið.

Læti á lokasprettinum í Reykjavík Runway

„Hér er allt á fullu og mikill hamagangur að ganga frá síðustu smáatriðum fyrir úrslitin,“ segir Ingibjörg Gréta Gísladóttir, framkvæmdastjóri keppninnar Reykjavik Runway, en úrslitakvöldið er á fimmtudaginn.

Jólin komu snemma í ár með sigri KR

„Við vorum að grínast með að salan þetta eina kvöld hefði verið meiri en allan júlímánuð,“ segir Hafsteinn Egilsson, vert á Rauða ljóninu á Eiðistorgi.

Klámstjarna komin með hárband

Hárbönd eru vinsæl hjá stjörnunum í Hollywood. Ashlee Simpson, Paris Hilton, Olsen tvíburarnir, Nicole Richie og fleiri stjörnur sjást oftar en ekki með hárbönd. Nú síðast í fyrradag sást bandaríska klámstjarnan Jenna Jameson með nokkur mismunandi hárbönd á höfðinu í sundlaug á Miami ásamt unnusta sínum, Tito Ortiz. Skoða má klámstjörnuna og fleiri Hollywoodstjörnur með hárbönd.

Madonna kelar við unglambið

Madonna, sem er 53 ára í dag, var mynduð í nágrenni við New York kela við 24 ára franska elskhuga sinn, dansarann Brahim Zaibat, á meðan börnin hennar, David og Mercy, léku sér í sandinum. Móðir Zaibat, sem Madonna kynntist í september síðastliðinum þar sem hann var einn af hip-hop dönsurum sem skemmtu þegar fatalína Madonnu var kynnt í Macy´s verslun, er 8 árum yngri en Madonna.

Rifja upp 16 ára ástarfund

Það var í Þjóðleikhúskjallaranum. Þá sé ég þessa fallegu konu koma inn í salinn..." segir Baldvin Örn Berndsen í meðfylgjandi myndskeiði en hann kynntist elskunni sinni, Berglindi Helgadóttur, fyrir 16 árum. Í dag eru þau hamingjusamlega gift og eiga saman þrjú börn. Sögu þeirra má finna á Ástarkorti TM sem er einstakt kort af Íslandi því þar getur fólk getur séð hvar Facebookvinir þeirra sem og aðrir, sem hafa sett merkt inn skemmtilegar minningar, varð ástfangið. Margar skemmtilegar ástarsögur eru nú þegar komnar inn á ástarkortið. Ef fólk á góða ástarsögu getur það merkt hana inn á kortið nákvæmlega þar sem ástin kviknaði. Sjá nánar astarkort.tm.is. Föstudaginn 19. ágúst verður valin besta sagan og parið sem setti söguna inn fær í verðlaun rómantíska helgarferð innanlands með öllu tilheyrandi. Einnig verða önnur minni verðlaun í boði næstu vikurnar.

Einstök stund fyrir okkur

Ólafur Björn Loftsson tryggði sér keppnisrétt á Wyndham-meistaramótinu í golfi um helgina. Foreldrar hans eru sömuleiðis miklir golfarar og íhuga að fljúga út til að styðja við bakið á stráknum.

Yorke veitti innblástur

Bassaleikarinn Flea úr Red Hot Chili Peppers fer fögrum orðum um Thom Yorke úr Radiohead. Þeir unnu saman í ofurgrúppunni Atoms For Peace með Patti Smith og Damon Albarn og segir Flea að Yorke hafi kennt honum svo margt. „Hann er ótrúlega góður tónlistarmaður og falleg manneskja. Hann er svo hreinn listamaður. Það hjálpar mikið að vera í kringum manneskju sem sendir frá sér svo jákvæða orku,“ segir Flea.

Var einhver að tala um sléttan maga?

David Beckham, 36 ára, svamlaði á brimbretti með syni sínum Brooklyn á föstudaginn var í Los Angeles. Daginn eftir voru bræður Brooklyn, Romeo og Cruz, með í för. Eins og sjá má á myndunum er kappinn í hörkuformi.

Myndir þú bera þig fyrir góðan málstað?

Meðfylgjandi má sjá myndir af þekktum konum, og manni, í Hollywood sem hafa berað sig fyrir góðan málstað. Flest hafa þau pósað léttklædd fyrir dýraverndunarsamtökin Peta sem berjast fyrir réttri meðferð á dýrum. Í myndasafni má sjá Pamelu Anderson, Brook Hogan, Ditu Von Teese, Audrinu Patridge, Holly Madison, Khloe Kardashian, Jennu Jameson, Steve-O og Evu Mendes hátta sig til að vekja athygli á málstaðnum.

Fimm dagar í brúðkaupið

Fjölmiðlar vestan hafs standa á öndinni yfir væntanlegu brúðkaupi sjónvarpsstjörnunnar Kim Kardashian og Kris Humphries, en nú eru aðeins fimm dagar þar til þau ganga í heilagt hjónaband og það í beinni útsendingu. Kim, sem ætlar að gifta sig í Veru Wang kjól, æfir líkamsrækt oftar en einu sinni á dag á milli þess sem hún pósar á rauða dreglinum eins og sjá má í myndasafni.

Smellur Larsens í íslenskri mynd

"Lagið smellpassar inn í myndina,“ segir Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Á annan veg, sem verður frumsýnd 2. september.

Eignaðist aðra stúlku

Jessica Alba og eiginmaður hennar Cash Warren eignuðust stúlku á laugardaginn. Jessica skrifaði á Facebook síðuna sína eftirfarandi: Stóra systir, Honor, gæti ekki verið spenntari yfir nýja fjölskyldumeðlimnum. Takk fyrir allan stuðninginn á meðgöngunni. Hann er gríðarlega milvægur fyrir mig. Jessica og Cash kynntust við tökur á kvikmyndinni Fantastic Four árið 2004.

45 ára með rennisléttan maga

Leikkonan Halle Berry, hélt upp á 45 ára afmælið sitt með dóttur sinni, Nöhlu, franska unnustanum Olivier Martinez og vinum á Malibuströnd. Eins og sjá má í myndasafni er Halle í dúndur formi.

Leikur Austin Powers á ný

Mike Myers hefur gengið frá samningi um að hann leiki í fjórðu myndinni um Austin Powers. Níu ár eru liðin síðan þriðja myndin, Goldmember, var frumsýnd og síðan þá hefur ferill leikarans verið á nokkuð hraðri niðurleið.

Mikil samkeppni hjá sportpöbbunum

„Fyrsta helgin gekk bara stórvel. Það var ótrúlega jákvæð stemning yfir öllu,“ segir Davíð Kristinsson, rekstrarstjóri á Glaumbar við Tryggagötu.

Jolie hundelt með börnin

Leikkonan Angelina Jolie, 36 ára, var svartklædd með sólgleraugu þegar hún yfirgaf leikhús í London í gærdag eftir að hún sá Shrek söngleik ásamt börnum sínum Maddox, 10, Pax, 7, Zahara, 6, og Shiloh, 5. Sama hvar ég er í heiminum á ég það til að óska mér að ég væri stödd einhversstaðar annarsstaðar en ég er, lét leikkonan hafa eftir sér.

Sendir frá sér nýtt lag í gamla stílnum

„Þetta er svona sveitastuðlag. Það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar maður heyrir það er hlöðuball,“ segir Sólmundur Hólm, grínisti og verðandi poppari.

Glaumbar opnaði með stæl

Glaumbar í Tryggvagötu var opnaður að nýju á laugardaginn þegar keppni í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hófst. Gestir virtust kunna vel að meta að staðurinn hefði verið færður aftur í sitt gamla horf.

Fey eignaðist aðra dóttur

Gamanleikkonan Tina Fey eignaðist dóttur á miðvikudaginn í síðustu viku. Stúlkan hefur fengið nafnið Penelope Athena. Fyrir eiga Fey og eiginmaðurinn hennar, tónskáldið Jeff Richmond, fimm ára dóttur sem heitir Alice.

Cheryl Cole fær hlutverk í Glee

Simon Cowell var sannfærður um að Cheryl Cole hefði ekki það sem til þarf til að heilla bandaríska sjónvarpsáhorfendur en hún virðist harðákveðin í að sanna að hann hafi rangt fyrir sér. Nú greina breskir fjölmiðlar frá því að Cole hafi landað gestahlutverki í hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Glee. Þar með fetar hún í fótspor ekki ómerkari kvenna en Gwyneth Paltrow og Britney Spears.

Matt Damon næsti forseti Bandaríkjanna?

Hollywoodleikarinn Matt Damon er nefndur til sögunnar sem hugsanlegur forsetaframbjóðandi frjálslyndra vestanhafs, sem mótvægi við Barack Obama.

Timberlake leikstýrir

Söngvarinn og leikarinn Justin Timberlake er stöðugt að bæta í ferilskrána en nú sest hann í leikstjórastólinn. Timberlake leikstýrði nýju myndbandi hipphoppgrúppunnar Freesol. Ekki bara sat hann fyrir aftan myndavélina heldur stökk hann einnig fram fyrir hana og í myndbandinu má sjá Timberlake dansa og syngja með sveitinni í viðlaginu.

Glaumbar opnar aftur

Gamli góði Glaumbar í Tryggvagötunni opnaði á hádegi í dag með látum þegar enski boltinn byrjaði að rúlla aftur. Glaumbar var lengi vel einn vinsælasti bar landsins og „nú er her fagmanna í skemmtanahaldi bæjarins mættur til leiks til að tryggja að hann verði það aftur,“ segir í tilkynningu.

Stuð hjá Pétri Ben og Eberg

Pétur Ben og Eberg sendu frá sér plötuna Numbers Game á dögunum. Þeir fögnuðu útgáfunni með tónleikum á Sódómu á fimmtudagskvöld.

Spiluðu á sama sviði og Lady Gaga

„Viðbrögðin voru hreint út sagt tryllt og orkan í húsinu var frábær,“ segir Steinunn Camilla, ein af stúlkunum í The Charlies um tónleika þeirra á skemmtistaðnum Avalon í Hollywood á fimmtudagskvöld.

Snyrtilegt hjá Svíunum

Tískuvikunni í Stokkhólmi var að ljúka og greinilegt að Svíarnir ætla sér stóra hluti næsta sumar. Það er löngu orðin þekkt staðreynd í tískuheiminum að Svíar kunna að klæða sig og er velgengni sænskra fatamerkja á alþjóðavísu staðfesting á því.

Nýja platan góð eins og samloka

Hljómsveitin Coldplay sendir frá sér plötuna Mylo Xyloto í október. Platan er sú fimmta í röðinni og söngvarinn Chris Martin segir þá félaga hafa byrjað snemma á plötunni eftir hvatningu frá Brian Eno, sem vann með þeim síðustu plötu, Viva La Vida.

Manaður af Moss

Fatahönnuðurinn John Galliano þakkar fyrirsætunni Kate Moss fyrir að hafa klæðst kjól úr hans hönnun á brúðkaupsdaginn. Galliano er þessa dagana að reyna að byggja upp feril sinn á ný eftir að hann var rekinn frá Dior-tískuhúsinu fyrir niðrandi ummæli á almannafæri í garð minnihlutahópa.

Leikur í kvikmynd

Breska söngkonan Cheryl Cole ætti að geta tekið gleði sína á ný eftir að hafa verið sagt upp hjá bandaríska X-Factor. Cole landaði á dögunum hlutverki í Hollywood-myndinni What to Expect When You‘re Expecting en þar á hún einmitt að leika dómara í hæfileikakeppni.

Ingó klárar fyrstu sólóplötu sína

„Ég bara var að klára þetta,“ segir Ingólfur Þórarinsson tónlistarmaður en hann hefur nú lagt lokahönd á sína fyrstu sólóplötu.

Hasselhoff og kærastan óaðskiljanleg

Standvörðurinn fyrrverandi David Hasselhoff og nýja kærasta hans, Hayley Roberts, eru óaðskiljanleg. Hasselhoff leikur í auglýsingu í London til að vera nær kærustunni en hún vinnur í snyrtivörudeildinni í Debenhans. 27 ára aldursmunur er á þeim. Þau kynntust í vor og eru ástfangin upp fyrir haus.

Athyglissjúk Lohan

Lindsay Lohan virðist vera orðin ansi örvæntingarfull í bið eftir athygli en hún kom ljósmyndurum á óvart þegar hún rölti um götur Los Angeles í gegnsæjum bol. Vel sást í gegnum bolinn hjá Lohan sem hafði ekki fyrir því að vera í neinu innanundir.

Sjá næstu 50 fréttir