Lisbeth að vakna til lífsins 19. ágúst 2011 13:00 Það var nánast óhjákvæmilegt að Millennium-þríleikur Stiegs Larsson myndi lenda í klónum á stórlöxum í Hollywood; bækurnar seldust eins og heitar lummur og sænsku myndirnar sýndu að það var langt í frá ógerlegt verk að skila þríleiknum á hvíta tjaldið. Nú er loks að koma í ljós hvernig David Fincher sér hugarheim sænsku metsölubókanna. The Girl with the Dragon Tattoo, eins og myndin heitir upp á ensku, verður ein af jólamyndum þessa árs. Hún verður frumsýnd 21. desember vestanhafs og það er kannski kaldhæðni örlaganna á tvenna vegu að henni er stillt upp gegn framhaldsmyndinni af Sherlock Holmes. Annars vegar er Sherlock náttúrlega einn helsti fulltrúi gömlu rannsóknarlögreglubókanna og Arthur Conan Doyle frumkvöðull á því sviði. Og hins vegar fer Noomi Rapace með stórt hlutverk í myndinni en henni tókst að gera Lisbeth Salander nánast ódauðlega í sænsku myndunum. Í stuttu máli segir myndin frá sænska blaðamanninum Mikael Blomkvist á tímaritinu Millennium sem finnst hann hafa pottþétta frétt um spilltan auðjöfur, Wennerström að nafni. Málið reynist hins vegar vera byggt á sandi og Blomkvist er dæmdur í fangelsi fyrir meiðyrði. Hann fær í kjölfarið óvænt tilboð frá öðrum milljarðamæringi, Henrik Vanger, um að rannsaka dularfullt hvarf ungrar frænku hans fyrir mörgum árum. Vefsíðan dragontattoo.com gefur ágætis mynd af því hvernig leikstjórinn David Fincher hyggst koma heimi Stiegs Larsson til skila. Hann kynnir meðal annars til leiks táningsdóttur blaðamannsins Blomkvist en hún var víðsfjarri í sænsku myndunum. Í bókunum vissu lesendur um tilvist hennar en Blomkvist hafði lítil samskipti við hana. Á vefsíðunni er hægt að lesa ævisögu höfuðpersóna myndarinnar en myndirnar af þeim tók íslenski ljósmyndarinn Baldur Bragason. Fréttablaðið reyndi að fá leyfi til að birta þær myndir en fékk ekki; þær eru einungis hugsaðar fyrir vefsíðuna sem gera má ráð fyrir að verði vel sótt næstu vikur. Aðdáendur Larssons geta kíkt inn á síðuna og myndað sér skoðun á hlutverkavalinu en vitað er að margir hyggjast nálgast Hollywood-útgáfuna af mikilli varúð. Þó er hægt að lofa Fincher fyrir valið á hinum aldna höfðingja Christopher Plummer í hlutverk Henriks Vanger og þá virðist Robin Wright falla eins og flís við rass í hlutverk Eriku Berger. Mesta pressan verður hins vegar á James Bond-leikaranum Daniel Craig og hinni óreyndu Rooney Mara en þau leika tvíeykið Blomkvist og Salander. Það er Sena sem dreifir myndinni hér á Íslandi. Ísleifur B. Þórhallsson hjá Senu segir að þeir rói að því öllum árum að fá leyfi til að sýna myndina um svipað leyti og hún verði frumsýnd í Bandaríkjunum. Hún verði annars frumsýnd um jólin eða áramótin. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Melanie Watson er látin Lífið Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Lífið Fleiri fréttir Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Sjá meira
Það var nánast óhjákvæmilegt að Millennium-þríleikur Stiegs Larsson myndi lenda í klónum á stórlöxum í Hollywood; bækurnar seldust eins og heitar lummur og sænsku myndirnar sýndu að það var langt í frá ógerlegt verk að skila þríleiknum á hvíta tjaldið. Nú er loks að koma í ljós hvernig David Fincher sér hugarheim sænsku metsölubókanna. The Girl with the Dragon Tattoo, eins og myndin heitir upp á ensku, verður ein af jólamyndum þessa árs. Hún verður frumsýnd 21. desember vestanhafs og það er kannski kaldhæðni örlaganna á tvenna vegu að henni er stillt upp gegn framhaldsmyndinni af Sherlock Holmes. Annars vegar er Sherlock náttúrlega einn helsti fulltrúi gömlu rannsóknarlögreglubókanna og Arthur Conan Doyle frumkvöðull á því sviði. Og hins vegar fer Noomi Rapace með stórt hlutverk í myndinni en henni tókst að gera Lisbeth Salander nánast ódauðlega í sænsku myndunum. Í stuttu máli segir myndin frá sænska blaðamanninum Mikael Blomkvist á tímaritinu Millennium sem finnst hann hafa pottþétta frétt um spilltan auðjöfur, Wennerström að nafni. Málið reynist hins vegar vera byggt á sandi og Blomkvist er dæmdur í fangelsi fyrir meiðyrði. Hann fær í kjölfarið óvænt tilboð frá öðrum milljarðamæringi, Henrik Vanger, um að rannsaka dularfullt hvarf ungrar frænku hans fyrir mörgum árum. Vefsíðan dragontattoo.com gefur ágætis mynd af því hvernig leikstjórinn David Fincher hyggst koma heimi Stiegs Larsson til skila. Hann kynnir meðal annars til leiks táningsdóttur blaðamannsins Blomkvist en hún var víðsfjarri í sænsku myndunum. Í bókunum vissu lesendur um tilvist hennar en Blomkvist hafði lítil samskipti við hana. Á vefsíðunni er hægt að lesa ævisögu höfuðpersóna myndarinnar en myndirnar af þeim tók íslenski ljósmyndarinn Baldur Bragason. Fréttablaðið reyndi að fá leyfi til að birta þær myndir en fékk ekki; þær eru einungis hugsaðar fyrir vefsíðuna sem gera má ráð fyrir að verði vel sótt næstu vikur. Aðdáendur Larssons geta kíkt inn á síðuna og myndað sér skoðun á hlutverkavalinu en vitað er að margir hyggjast nálgast Hollywood-útgáfuna af mikilli varúð. Þó er hægt að lofa Fincher fyrir valið á hinum aldna höfðingja Christopher Plummer í hlutverk Henriks Vanger og þá virðist Robin Wright falla eins og flís við rass í hlutverk Eriku Berger. Mesta pressan verður hins vegar á James Bond-leikaranum Daniel Craig og hinni óreyndu Rooney Mara en þau leika tvíeykið Blomkvist og Salander. Það er Sena sem dreifir myndinni hér á Íslandi. Ísleifur B. Þórhallsson hjá Senu segir að þeir rói að því öllum árum að fá leyfi til að sýna myndina um svipað leyti og hún verði frumsýnd í Bandaríkjunum. Hún verði annars frumsýnd um jólin eða áramótin. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Melanie Watson er látin Lífið Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Lífið Fleiri fréttir Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein