Lisbeth að vakna til lífsins 19. ágúst 2011 13:00 Það var nánast óhjákvæmilegt að Millennium-þríleikur Stiegs Larsson myndi lenda í klónum á stórlöxum í Hollywood; bækurnar seldust eins og heitar lummur og sænsku myndirnar sýndu að það var langt í frá ógerlegt verk að skila þríleiknum á hvíta tjaldið. Nú er loks að koma í ljós hvernig David Fincher sér hugarheim sænsku metsölubókanna. The Girl with the Dragon Tattoo, eins og myndin heitir upp á ensku, verður ein af jólamyndum þessa árs. Hún verður frumsýnd 21. desember vestanhafs og það er kannski kaldhæðni örlaganna á tvenna vegu að henni er stillt upp gegn framhaldsmyndinni af Sherlock Holmes. Annars vegar er Sherlock náttúrlega einn helsti fulltrúi gömlu rannsóknarlögreglubókanna og Arthur Conan Doyle frumkvöðull á því sviði. Og hins vegar fer Noomi Rapace með stórt hlutverk í myndinni en henni tókst að gera Lisbeth Salander nánast ódauðlega í sænsku myndunum. Í stuttu máli segir myndin frá sænska blaðamanninum Mikael Blomkvist á tímaritinu Millennium sem finnst hann hafa pottþétta frétt um spilltan auðjöfur, Wennerström að nafni. Málið reynist hins vegar vera byggt á sandi og Blomkvist er dæmdur í fangelsi fyrir meiðyrði. Hann fær í kjölfarið óvænt tilboð frá öðrum milljarðamæringi, Henrik Vanger, um að rannsaka dularfullt hvarf ungrar frænku hans fyrir mörgum árum. Vefsíðan dragontattoo.com gefur ágætis mynd af því hvernig leikstjórinn David Fincher hyggst koma heimi Stiegs Larsson til skila. Hann kynnir meðal annars til leiks táningsdóttur blaðamannsins Blomkvist en hún var víðsfjarri í sænsku myndunum. Í bókunum vissu lesendur um tilvist hennar en Blomkvist hafði lítil samskipti við hana. Á vefsíðunni er hægt að lesa ævisögu höfuðpersóna myndarinnar en myndirnar af þeim tók íslenski ljósmyndarinn Baldur Bragason. Fréttablaðið reyndi að fá leyfi til að birta þær myndir en fékk ekki; þær eru einungis hugsaðar fyrir vefsíðuna sem gera má ráð fyrir að verði vel sótt næstu vikur. Aðdáendur Larssons geta kíkt inn á síðuna og myndað sér skoðun á hlutverkavalinu en vitað er að margir hyggjast nálgast Hollywood-útgáfuna af mikilli varúð. Þó er hægt að lofa Fincher fyrir valið á hinum aldna höfðingja Christopher Plummer í hlutverk Henriks Vanger og þá virðist Robin Wright falla eins og flís við rass í hlutverk Eriku Berger. Mesta pressan verður hins vegar á James Bond-leikaranum Daniel Craig og hinni óreyndu Rooney Mara en þau leika tvíeykið Blomkvist og Salander. Það er Sena sem dreifir myndinni hér á Íslandi. Ísleifur B. Þórhallsson hjá Senu segir að þeir rói að því öllum árum að fá leyfi til að sýna myndina um svipað leyti og hún verði frumsýnd í Bandaríkjunum. Hún verði annars frumsýnd um jólin eða áramótin. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Fleiri fréttir Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Sjá meira
Það var nánast óhjákvæmilegt að Millennium-þríleikur Stiegs Larsson myndi lenda í klónum á stórlöxum í Hollywood; bækurnar seldust eins og heitar lummur og sænsku myndirnar sýndu að það var langt í frá ógerlegt verk að skila þríleiknum á hvíta tjaldið. Nú er loks að koma í ljós hvernig David Fincher sér hugarheim sænsku metsölubókanna. The Girl with the Dragon Tattoo, eins og myndin heitir upp á ensku, verður ein af jólamyndum þessa árs. Hún verður frumsýnd 21. desember vestanhafs og það er kannski kaldhæðni örlaganna á tvenna vegu að henni er stillt upp gegn framhaldsmyndinni af Sherlock Holmes. Annars vegar er Sherlock náttúrlega einn helsti fulltrúi gömlu rannsóknarlögreglubókanna og Arthur Conan Doyle frumkvöðull á því sviði. Og hins vegar fer Noomi Rapace með stórt hlutverk í myndinni en henni tókst að gera Lisbeth Salander nánast ódauðlega í sænsku myndunum. Í stuttu máli segir myndin frá sænska blaðamanninum Mikael Blomkvist á tímaritinu Millennium sem finnst hann hafa pottþétta frétt um spilltan auðjöfur, Wennerström að nafni. Málið reynist hins vegar vera byggt á sandi og Blomkvist er dæmdur í fangelsi fyrir meiðyrði. Hann fær í kjölfarið óvænt tilboð frá öðrum milljarðamæringi, Henrik Vanger, um að rannsaka dularfullt hvarf ungrar frænku hans fyrir mörgum árum. Vefsíðan dragontattoo.com gefur ágætis mynd af því hvernig leikstjórinn David Fincher hyggst koma heimi Stiegs Larsson til skila. Hann kynnir meðal annars til leiks táningsdóttur blaðamannsins Blomkvist en hún var víðsfjarri í sænsku myndunum. Í bókunum vissu lesendur um tilvist hennar en Blomkvist hafði lítil samskipti við hana. Á vefsíðunni er hægt að lesa ævisögu höfuðpersóna myndarinnar en myndirnar af þeim tók íslenski ljósmyndarinn Baldur Bragason. Fréttablaðið reyndi að fá leyfi til að birta þær myndir en fékk ekki; þær eru einungis hugsaðar fyrir vefsíðuna sem gera má ráð fyrir að verði vel sótt næstu vikur. Aðdáendur Larssons geta kíkt inn á síðuna og myndað sér skoðun á hlutverkavalinu en vitað er að margir hyggjast nálgast Hollywood-útgáfuna af mikilli varúð. Þó er hægt að lofa Fincher fyrir valið á hinum aldna höfðingja Christopher Plummer í hlutverk Henriks Vanger og þá virðist Robin Wright falla eins og flís við rass í hlutverk Eriku Berger. Mesta pressan verður hins vegar á James Bond-leikaranum Daniel Craig og hinni óreyndu Rooney Mara en þau leika tvíeykið Blomkvist og Salander. Það er Sena sem dreifir myndinni hér á Íslandi. Ísleifur B. Þórhallsson hjá Senu segir að þeir rói að því öllum árum að fá leyfi til að sýna myndina um svipað leyti og hún verði frumsýnd í Bandaríkjunum. Hún verði annars frumsýnd um jólin eða áramótin. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Fleiri fréttir Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Sjá meira