Lífið

Harry á lausu

Harry Bretaprins er hættur með undirfatafyrirsætunni Florence Brundenell-Bruce.
Harry Bretaprins er hættur með undirfatafyrirsætunni Florence Brundenell-Bruce. Nordicphoto/getty
Harry Bretaprins hefur engan tíma fyrir kærustu í augnablikinu, en hann er hættur með undirfatafyrirsætunni Florence Brundenell-Bruce. Þau hafa verið saman síðan í júní en nú er ævintýrið á enda.

Nafnlaus heimildarmaður dagblaðsins Mirror segir Harry vera mjög upptekinn við þjálfun sína sem þyrluflugmanns og þess vegna hafi hann sagt fyrirsætunni upp. Eftir flugmannsnámið ætlar Harry að snúa aftur til Afganistans og sinna herþjónustu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.