Lífið

Í stresskasti fyrir brúðkaupið

myndir/cover media
Brúðkaup raunveruleikadrottningarinnar Kim Kardashian, 30 ára, sem skoða má í myndasafni, og NBA-leikmannsins Kris Humphries, fer fram eftir aðeins þrjá daga, næsta laugardag. Gestalistinn er fyrir löngu sprunginn og stressið farið að gera vart við sig.

Kim var mynduð klædd í skyrtu og stuttbuxur í morgun þegar hún hitti fatahönnuðinn Veru Wang, sem hannar brúðkaupskjólinn hennar, í allra síðasta skipti fyrir stóra daginn.

Kim hefur æft eins og brjálæðingur undanfarnar vikur með einkaþjálfara og næringarfræðing sér við hlið svo hún líti sem allra best út þennan mikilvæga dag í lífi hennar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.