Lífið

Hafa ekki trú á sambandinu með Jennifer

Ástarmál Jennifer Aniston hafa lengi verið í brennidepli og samband hennar við Theroux er engin undantekning þar á.
Ástarmál Jennifer Aniston hafa lengi verið í brennidepli og samband hennar við Theroux er engin undantekning þar á.
Leikarinn Justin Theroux á ekki eftir að giftast Jennifer Aniston, samkvæmt fullyrðingum vina hans sem hafa ekki mikla trú á sambandinu.

Vinur Theroux, Craig Warden, opnaði sig um samband vinar síns og Aniston við blaðið In Touch Weekly. „Justin er ekki týpan til að gifta sig. Hann og Jennifer eru algjörar andstæður og ég sé ekki að sambandið endist lengi. Hún er öll fyrir að versla og vera í Malibu, á meðan líf hans snýst um að vera listamaður."

Frá því að ástarsamband Aniston og Theroux hófst fyrr á þessi ári hafa fjölmiðlar vestanhafs verið duglegir að velta fyrir sér hvenær parið gangi upp að að altarinu.

Samkvæmt þessu er brúðkaup ekki inni í myndinni hjá parinu í bili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.