Lífið

Konungleg tískufyrirmynd

Hér er Charlotte ásamt móður sinni, Karólínu prinsessu af Mónakó, og báðar klæddar fatnaði frá Chanel.
Hér er Charlotte ásamt móður sinni, Karólínu prinsessu af Mónakó, og báðar klæddar fatnaði frá Chanel.
Hún hefur ekki langt að sækja fegurðina og tískuvitið, prinsessan Charlotte Casiraghi. Móðir hennar er Karólína prinsessa af Mónakó og amma hennar sjálf Grace Kelly.

Charlotte Casiraghi prýðir forsíðu septemberhefti franska Vogue og situr fyrir í myndaþætti eftir stjörnuljósmyndarann Mario Testino. Hún hefur haldið sig fjarri sviðsljósinu undanfarin ár og er á kafi í hestamennsku.

Nú er Casiraghi hins vegar á góðri leið með að verða ný tískufyrirmynd. Á rauða dreglinum tekur hún sjaldan rangar ákvarðanir og við eigum eflaust eftir að sjá meira af henni í framtíðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.