Gott að fá útrás í rokkinu 19. ágúst 2011 19:00 Hljómsveitin Stolið hefur verið endurvakin og kemur fram á Menningarnótt á morgun. Frá vinstri eru Guðmundur söngvari, Kristinn bassaleikari, Jón Gestur trommari og Snorri gítarleikari. Á myndina vantar Huldar Frey hljómborðsleikara.Fréttablaðið/Valli Ellefu ár eru síðan fyrsta og eina plata hljómsveitarinnar Stolið kom út. Sveitin var endurvakin í fyrra og kemur fram á Menningarnótt á laugardaginn. Meðlimir Stolið eru í kringum fertugt og segja það ágætt að fá útrás fyrir barnið í sér á hljómsveitaræfingum. Hljómsveitin Stolið liðaðist í sundur skömmu eftir að fyrsta plata sveitarinnar kom út árið 2000. Meðlimir hennar fluttust til útlanda og sneru sér að öðrum verkefnum. Í fyrra höfðu þeir svo allir skilað sér heim til Íslands og þá var ákveðið að taka aftur upp þráðinn. „Við urðum bara að koma þessu aftur í gang,“ segir bassaleikarinn Kristinn Jón Arnarson. Plata Stolið hét Allt tekur enda. Svo tók þetta bara enda… „Já, en samt ekki alveg. Við gerðum eitt lag árið 2003 þegar ég var búinn að vera úti einn vetur. Það kallaðist Langt og hafði greinilega mikla vísun í framtíðina. Hléið varð langt en tók svo enda,“ segir Kristinn. Auk Kristins skipa Stolið Guðmundur Annas Árnason, söngvari og gítarleikari, Snorri Gunnarsson gítarleikari, Jón Gestur Sörtveit trommuleikari og Huldar Freyr Arnarson, hljómborðsleikari og hljóðmaður. Huldar var áður trommari Stolið en hefur fært sig framar á sviðið. Gamla trommarafeimnin er þó greinilega enn til staðar því hann var ekki mættur þegar ljósmyndari Fréttablaðsins hitti sveitina á miðvikudagskvöldið. Nýtt lag Stolið kallast Föllin og hefur verið dreift á útvarpsstöðvar auk þess sem myndband við lagið er að finna á fésbókarsíðu sveitarinnar. Kristinn segir að lagið fjalli um breyskleika mannsins. „Við erum alltaf að falla á einhvern hátt, að klúðra hlutunum. En það er líka bjartsýni í þessu; maður verður að treysta því að maður komist á leiðarenda, hafa trú á því að þetta reddist.“Miðað við þessa lýsingu gæti þetta verið AA-boðskapur… „Nei, við erum ekki farnir að predika neitt. Við erum allir réttu megin við snúruna, þó það megi eflaust líta öðruvísi á það,“ segir hann í léttum tón. Það hefur ýmislegt breyst á þeim rúma áratug sem liðinn er síðan Stolið starfaði síðast. Nú þurfa hljómsveitir ekki að punga út háum fjárhæðum til að taka upp tónlist sína og auðveldara er að gera myndbönd en áður. Lífið er líka breytt hjá meðlimum Stolið því börnum þeirra hefur fjölgað frá tveimur og upp í ellefu. Aðspurður segir Kristinn að meðalaldur meðlima sé að skríða yfir fertugt. „Það er rosalegt!“ segir hann. „Einhverjir kynnu að halda að við værum komnir í eitthvað miðaldra poppdæmi en reyndin er sú að við erum þyngri ef eitthvað er. Þetta er þvílíkt rokk á köflum og það hefur komið sjálfum okkur á óvart. Kannski er maður bara að fá útrás fyrir barnið í sér, heima sjá aðrir um barnalætin.“ Stolið treður upp á Menningarnótt á morgun. Tónleikarnir eru í bakgarði Gallerís Ófeigs, Skólavörðustíg 5, á milli 16-18. Þar koma einnig fram Elín Helena og Baku Baku.hdm@frettabladid.is Mest lesið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
Ellefu ár eru síðan fyrsta og eina plata hljómsveitarinnar Stolið kom út. Sveitin var endurvakin í fyrra og kemur fram á Menningarnótt á laugardaginn. Meðlimir Stolið eru í kringum fertugt og segja það ágætt að fá útrás fyrir barnið í sér á hljómsveitaræfingum. Hljómsveitin Stolið liðaðist í sundur skömmu eftir að fyrsta plata sveitarinnar kom út árið 2000. Meðlimir hennar fluttust til útlanda og sneru sér að öðrum verkefnum. Í fyrra höfðu þeir svo allir skilað sér heim til Íslands og þá var ákveðið að taka aftur upp þráðinn. „Við urðum bara að koma þessu aftur í gang,“ segir bassaleikarinn Kristinn Jón Arnarson. Plata Stolið hét Allt tekur enda. Svo tók þetta bara enda… „Já, en samt ekki alveg. Við gerðum eitt lag árið 2003 þegar ég var búinn að vera úti einn vetur. Það kallaðist Langt og hafði greinilega mikla vísun í framtíðina. Hléið varð langt en tók svo enda,“ segir Kristinn. Auk Kristins skipa Stolið Guðmundur Annas Árnason, söngvari og gítarleikari, Snorri Gunnarsson gítarleikari, Jón Gestur Sörtveit trommuleikari og Huldar Freyr Arnarson, hljómborðsleikari og hljóðmaður. Huldar var áður trommari Stolið en hefur fært sig framar á sviðið. Gamla trommarafeimnin er þó greinilega enn til staðar því hann var ekki mættur þegar ljósmyndari Fréttablaðsins hitti sveitina á miðvikudagskvöldið. Nýtt lag Stolið kallast Föllin og hefur verið dreift á útvarpsstöðvar auk þess sem myndband við lagið er að finna á fésbókarsíðu sveitarinnar. Kristinn segir að lagið fjalli um breyskleika mannsins. „Við erum alltaf að falla á einhvern hátt, að klúðra hlutunum. En það er líka bjartsýni í þessu; maður verður að treysta því að maður komist á leiðarenda, hafa trú á því að þetta reddist.“Miðað við þessa lýsingu gæti þetta verið AA-boðskapur… „Nei, við erum ekki farnir að predika neitt. Við erum allir réttu megin við snúruna, þó það megi eflaust líta öðruvísi á það,“ segir hann í léttum tón. Það hefur ýmislegt breyst á þeim rúma áratug sem liðinn er síðan Stolið starfaði síðast. Nú þurfa hljómsveitir ekki að punga út háum fjárhæðum til að taka upp tónlist sína og auðveldara er að gera myndbönd en áður. Lífið er líka breytt hjá meðlimum Stolið því börnum þeirra hefur fjölgað frá tveimur og upp í ellefu. Aðspurður segir Kristinn að meðalaldur meðlima sé að skríða yfir fertugt. „Það er rosalegt!“ segir hann. „Einhverjir kynnu að halda að við værum komnir í eitthvað miðaldra poppdæmi en reyndin er sú að við erum þyngri ef eitthvað er. Þetta er þvílíkt rokk á köflum og það hefur komið sjálfum okkur á óvart. Kannski er maður bara að fá útrás fyrir barnið í sér, heima sjá aðrir um barnalætin.“ Stolið treður upp á Menningarnótt á morgun. Tónleikarnir eru í bakgarði Gallerís Ófeigs, Skólavörðustíg 5, á milli 16-18. Þar koma einnig fram Elín Helena og Baku Baku.hdm@frettabladid.is
Mest lesið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira