Lífið

Fleiri hljómsveitir á Airwaves

Fjör á Airwaves.
Fjör á Airwaves. Mynd/Arnþór
Í dag var tilkynnt um fimmtíu listamenn sem koma munu fram á Iceland Airwaves til viðbótar. Meðal þeirra sem kynntir voru í dag eru Hjaltalín, HAM, Reykavík!, Lára, Prins Póló, Clock Opera og Active Child.

Einnig er hafin sala á Blue Lagoon Chill, sem orðið er snar þáttur af Airwaves-hátíðinni. Í því felst að gestir flykkjast í Bláa Lónið, slaka á og hlusta á ljúfa tóna.

Aðeins eru nokkur hundruð miðar eftir á tónlistarhátíðina. Miðasala hefur gengið einkar vel, er nær fjórföld á við sama tíma fyrir ári. Fyrir liggur að erlendir gestir verða í meirihluta, en 60% miðanna hafa verið keyptir að utan.

Miðar eru seldir á www.midi.is. Miðinn kostar 16.500 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.