Lífið

Ási Már á skjáinn

Ásgrímur Már Friðriksson ætlar að fjalla um tísku og útlit á Skjá einum í vetur. Fréttablaðið/valli
Ásgrímur Már Friðriksson ætlar að fjalla um tísku og útlit á Skjá einum í vetur. Fréttablaðið/valli
„Ég er með smá fiðrildi í maganum út af þessu en maður verður að henda sér í djúpu laugina til að halda áfram að þroskast,“ segir Ásgrímur Már Friðriksson fatahönnuður, sem birtist á sjónvarpsskjánum í fyrsta sinn í vetur.

Ásgrímur, eða Ási eins og hann er kallaður, er nýr liðsmaður í þættinum Nýtt útlit á Skjá einum og stendur þar tískuvaktina við hlið Jóhönnu Björgu Christensen og Hafdísi Ingu Hinriksdóttur.

„Ég þekki bæði Hafdísi og Jóhönnu vel og var því ekki lengi að þiggja starfið þegar það bauðst. Við skemmtum okkur alltaf vel saman og hlæjum mikið. Ég vona að það eigi eftir að endurspeglast til áhorfenda gegnum skjáinn,“ segir Ási og bætir við að hann sé mjög spenntur að hefjast handa en tökur hefjast á næstu vikum.

„Þátturinn verður ekki bara fyrir konur í þetta sinn heldur ætlum við að fá karlmenn til okkar í stíliseringu eða „make over“. Fara yfir hreinlæti, rakstur og ilm fyrir karlmenn, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Ási en þetta er í fyrsta sinn sem hann starfar í sjónvarpi en hann hefur verið áberandi innan íslenska tískubransans undanfarin ár. Ási er menntaður fatahönnuður frá Listaháskólanum og er að vinna í sinni fyrstu herrafatalínu, sem kemur út á næsta ári.

„Ég er að vinna í fatalínunni samhliða öðrum verkefnum og ekkert að stressa mig. Nú er ég bara spenntur að prófa eitthvað nýtt og er mjög fegin að feimnin mín við upptökuvélarnar er horfin í bili.“ - áp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.