Lífið

Frændur og vinir þenja raddir sínar í Áskirkju

Pétur Oddbergur Heimisson, Einar Guðmundsson og Bjarni Guðmundsson munu allir koma fram á tónleikunum.
Pétur Oddbergur Heimisson, Einar Guðmundsson og Bjarni Guðmundsson munu allir koma fram á tónleikunum.
Þrír upprennandi íslenskir söngvarar, sem allir eru nemendur íslensks tenórsöngvara í Hollandi, munu þenja raddir sínar í Áskirkju í dag. Auk þeirra munu ýmsir aðrir koma fram, og eru þeir flestir tengdir blóðböndum.

„Við erum vinir og frændur" segir Bjarni Guðmundsson, sem stendur fyrir tónleikunum ásamt Pétri Oddbergi Heimissyni. Einar Guðmundsson, bróðir Bjarna, mun sjá um píanóleik, auk þess sem þrír frændur þeirra munu einnig koma fram a tónleikunum. „Og svo erum við áttmenningar, við Pétur." bætir Bjarni við.

Þrír þeirra sem fram koma á tónleikunum eru nemendur Jóns Þorsteinssonar tenórsöngvara, við Hogeschool voor de Kunsten háskólann í Utrecht, Hollandi. Pétur Oddbergur og
Haraldur Sveinn Eyjólfsson hafa lokið tveimur árum við háskólann, en Bjarni mun hefja þar nám í haust.

Drengirnir munu syngja lög, ljóð og aríur úr öllum áttum, og er aldrei að vita nema þeir grípi einnig í afmælissönginn, þar sem bræðurnir Bjarni og Einar fagna báðir afmæli sínu um þessar mundir. „Einar á afmæli í dag, ég átti afmæli í fyrradag... og Pétur á afmæli á gamlársdag." segir Bjarni kíminn að lokum.

Tónleikarnir hefjast í Áskirkju klukkan sex í dag, og er aðgangseyrir 1000 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.