Fleiri fréttir Bandarískur svartmálmur Bandaríska svartmálmshljómsveitin Negative Plane lýkur sínum fyrsta Evróputúr með tónleikum á Café Amsterdam laugardagskvöldið 6. ágúst. Íslensku sveitirnar Abominor, Chao og Svartidauði sjá um upphitun. 31.7.2011 21:00 Kallaður blóðgaurinn á götu Tónlistarmaðurinn Davíð Berndsen syngur eitt vinsælasta lag landsins, Úlfur úlfur, ásamt Bubba Morthens. "Já, lagið er komið á toppinn á vinsældalista Rásar 2. En það er alls ekki vegna þess að ég er starfsmaður RÚV. Ég hef verið í sumarfríi undanfarið og það er engin spilling í gangi,“ segir tónlistar- og hljóðmaðurinn Davíð Berndsen og hlær þegar hann er spurður út í vinsældir lagsins Úlfur úlfur, sem hefur hljómað ótt og títt á öldum ljósvakans síðan það kom út í byrjun mánaðarins. 31.7.2011 16:00 Óviss um vinsældir Ungstirnið Rebecca Black segir það ekkert víst að nýjasta lagið hennar, My Moment, verði eins vinsælt og hennar síðasta, Friday. „Friday var svo rosalega vinsælt. Það verður erfitt að bæta árangur þess,“ sagði hin fjórtán ára Black, sem sló í gegn á Youtube fyrr á árinu. My Moment verður fyrsta smáskífulag fimm laga plötu sem Black gefur út í næsta mánuði. 31.7.2011 11:00 Stjörnum prýdd mörgæsamynd Sæta dansandi mörgæsin sem heillaði áhorfendur upp úr skónum í teiknimyndinni Happy Feet snýr aftur á hvíta tjaldið í lok árs. 31.7.2011 09:30 Á hvíta tjaldið Stjarnan úr sjónvarpsþáttunum vinsælu Glee, Lea Michele, hlýtur að vera himinlifandi með að hafa landað hlutverki í jólamyndinni í ár, New Year´s Eve. Þar leikur hún við hlið margra af skærustu stjörnum kvikmyndabransans á borð við Ashton Kutcher, Michelle Pfeiffer, Katherine Heigl og Josh Duhamel. Leikstjórinn er sá hinn sami og gerði myndina Pretty Woman, Garry Marshall. Myndin verður frumsýnd í desember. 30.7.2011 20:00 Seinni hálfleikur að hefjast "Þetta eru dálítil tímamót, það er alveg ljóst. Maður fær að minnsta kosti þá tilfinningu að seinni hálfleikur sé að hefjast," segir Arnór Guðjohnsen knattspyrnumaður spurður hvernig honum finnist að vera fimmtugur í dag. "Ég ætla pottþétt að halda upp á afmælið en þetta er verslunarmannahelgi og erfitt að ná fólki saman, þannig að ég fresta því eitthvað." 30.7.2011 15:30 Átti að vera hörð við stelpurnar „Þetta var mjög skemmtilegt og gaman að fá að taka þátt í þessu,“ segir Jóhanna Björg Christensen þáttastjórnandi og ritstjóri Nude Magazine. Hún, ásamt samstarfskonu sinni Ernu Bergmann, tóku þátt í sjónvarpsþættinum Holland"s Next Topmodel. 30.7.2011 12:30 Myrknætti á Síldarævintýrinu „Myrknætti“ er titill nýrrar skáldsögu eftir Ragnar Jónasson, rithöfund og lögfræðing. Titillinn var afhjúpaður þegar Ragnar las upp úr bókinni í fyrsta sinn í Þjóðlagasetrinu á Síldarævintýrinu á Siglufirði í gær. 30.7.2011 12:06 Denise Richards ræðir fíkn við börnin Denise Richards er farin að fræða dætur sínar um fíkn. Ástæðan ku vera sú að það var orðið of erfitt að útskýra fyrir þeim fáránlega hegðun föður þeirra, Charlie Sheen. Eins og kunnugt er, var Sheen djúpt sokkinn í fíkniefnaneyslu og var á endanum rekinn úr þáttunum Two and a Half Men. 30.7.2011 10:30 Prikið selur óskilamuni á markaði "Fólk kemur nú oftast og leitar að hlutunum sínum en margir eru mjög kærulausir og koma ekkert og leita,“ segir Gísli Freyr Björgvinsson, rekstrarstjóri Priksins, en skemmtistaðurinn heldur fatamarkað í dag. Um er að ræða fatamarkað með óskilafötum sem hafa orðið eftir á staðnum í gegnum tíðina og ekki ratað í réttar hendur að nýju. 30.7.2011 09:00 Leiðinlegir yfirmenn og ofurhermenn Tvær kvikmyndir voru frumsýndar hér á landi í gær. Gamanmyndin Horrible Bosses og hasar-myndin Captain America: The First Avenger. 30.7.2011 08:00 Víst er parasvipur með ykkur Söngvarinn Justin Timberlake og leikkonan Mila Kunis stilltu sér upp á rauða dreglinum á hótel Adlon í Berlín í Þýskalandi í dag. Eins og meðfylgjandi myndir sýna fór vel á með Justin og Milu en hún var klædd í Lanvin kjól og Ferragamo skó. 29.7.2011 18:10 Mamma Amy brosti í gegnum tárin Fjölskylda og vinir söngkonunnar Amy Winehouse, sem féll frá aðeins 27 ára gömul á laugardaginn var, hittust á uppáhalds jazz klúbbnum hennar í London, Jazz After Dark í gær. Ef myndirnar eru skoðaðar má meðal annars sjá mömmu Amy, Janis, brosa blítt, baksöngvara söngkonunnar, fyrrverandi kærasta Reg Traviss, Mitch pabba hennar og vinkonu Kelly Osbourne. 29.7.2011 15:13 Safnpakki með Smiths Safnpakki með öllu því sem enska hljómsveitin The Smiths gaf út á ferli sínum er væntanleg í búðir 3. október. Pakkinn hefur að geyma endurhljóðblandaðar útgáfur af átta plötum, bæði á geisladiskum og vínyl, endurunnar útgáfur af 25 smáskífum og fleira efni. 29.7.2011 14:00 Já já þér líður vel allsberri Söngkonan Kelly Rowland, 30 ára, sem hefur tekið að sér í að dæma í X Factor þáttunum í Bandaríkjunum situr fyrir nakin í tímaritinu Vibe eins og sjá má á myndunum í myndasafni. Mér líður vel í mínu eigin skinni. Nei, ég er ekki að reyna að selja kynlíf með þessum myndum heldur er ég algjörlega ég sjálf. Enginn segir mér hvað ég á að gera lengur eða hvernig ég eigi að haga mér. Ég er hætt að láta aðra segja mér hvað er rétt eða rangt. Svona er ég og mér líður vel með sjálfa mig, lætur Kelly hafa eftir sér í fyrrnefndu tímariti. 29.7.2011 12:38 Láta drauminn rætast og opna förðunarskóla „Þetta hefur verið draumur hjá mér frá því ég byrjaði að læra förðun“ segir Eygló Ólöf Birgisdóttir sem nýverið opnaði förðunarskólann Mood Make Up School ásamt Magneu Elínardóttur og Díönu Björk Eyþórsdóttur. 29.7.2011 12:15 Hollenskar fyrirsætur með tískusýningu á Ingólfstorgi „Ísland er mjög frábrugðið Hollandi. Það er áskorun að koma hingað,“ segir sjónvarpsframleiðandinn Barbara frá Hollandi. Hún verður stödd hér á landi fram á miðvikudag við upptökur á sjónvarpsþættinum Holland"s Next Top Model ásamt hópi Hollendinga. 29.7.2011 12:00 Stöðugt í megrun Sextánfaldur Grammyverðlaunahafinn, söngkonan Beyonce Knowles, Forbes tímaritið hefur oftar en ekki sett hana efst á lista yfir áhrifamestu söngkonur heims, hún er gift hip hop mógúlnum Jay-Z sem er metinn á 450 milljónir dollara. En hún er alltaf í megrun. Hún passar stöðugt upp á mataræðið. Þegar orðin Beyonoce og megrun eru slegin inn á Google leitarvélina koma upp uppskriftir af djús sem hún blandar saman og þambar þegar hún vill léttast hratt. Þá blandar hún saman sítrjónudjús og cayenne pipar sem er sérstök tegund af chilidufti. Það er mjög svipað á bragðið og af svipuðum styrkleika og hefðbundið chili en duftið er fíngerðara. Hún náði að létta sig á skjömmum tíma fyrir hlutverk sitt í Dreamgirls með því að lifa á þessari blöndu í heila tíu daga án þess að borða mat samhliða hreinsuninni eða öllu heldur sveltinu. Þá dansar hún og hleypur á hverjum degi, reynir allt hvað hún getur til að sleppa kolvetnisríkum mat og leggur áherslu á litríka litla matarskammta. Hún sneyðir alfarið fram hjá brauði, víni og rauðu kjöti. Beyonce verður pirruð og leið þegar hún fer á djúskúrinn og hugsar ekki um annað en mat. Hún hefur viðurkennt opinberlega að þegar hún hættir í djúsþambinu og byrjar að borða á ný hlaðast kílóin á hana enn fleiri en áður og hratt. 29.7.2011 10:42 Full tilhlökkunar á skjáinn "Ég hlakka mikið til að takast á við þetta nýja verkefni,“ segir Erla Hlynsdóttir blaðamaður, en hún tekur við af fréttamanninum Heimi Má Péturssyni á fréttastofu Stöðvar 2. 29.7.2011 10:15 David Beckham hannar nærföt David Beckham hefur sýnt það gegnum tíðina að honum er margt annað til lista lagt en að koma boltanum í netið. Engan grunaði þó að hann færi að hanna nærfatnað fyrir eina af stærstu verslanakeðjum heims, sænska risann Hennes&Mauritz. 29.7.2011 10:00 Amy fékk litla hjálp Breski fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan er óánægður með að plötufyrirtæki hinnar sálugu Amy Winehouse og annað fólk í kringum hana hafi ekki veitt henni nægilega hjálp. 29.7.2011 09:00 Teiknaði útför Amy Winehouse fyrir tveimur árum „Það stefndi í þetta,“, segir skopmyndateiknarinn Hugleikur Dagsson, en fyrir tveimur árum teiknaði hann mynd eftir texta lagsins Rehab, sem söngkonan Amy Winehouse gerði frægt, en hún lést á laugardag. 28.7.2011 18:00 Fjölskyldudrama hjá Leighton Meester Leighton Meester, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt sem Blair Waldorf í sjónvarpsþáttunum Gossip Girl, lögsótti móður sína á dögunum fyrir að misnota pening sem ætlaður var yngri bróður hennar, Lex Meester. 28.7.2011 18:00 Greinilega í góðum gír Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar Gogoyoko, Macland og Hemmi og Valdi héltu partý í portinu á Laugaveginum. Gnúsi Yones, RVK soundsystem og Dj Gauti spiluðu þægilega reggí tóna og gestir nutu sín í sólinni. 28.7.2011 15:56 Sala á tónlist sækir í sig veðrið í ár „Hin einfalda staðreynd er sú að það eru mjög sterkir titlar að koma út í sumar, sem seljast vel og lyfta tölunum,“ segir Eiður Arnarsson, stjórnarmaður í Félagi hljómplötuframleiðenda (FHF). 28.7.2011 15:30 Galakjóll eða gallabuxur - skiptir engu þú lúkkar Leikkonan Sandra Bullock, 46 ára, og sonur hennar, Louis Bardo, eins og hálfs árs gamall, voru mynduð yfirgefa heimili þeirra í New York. Þá má sjá Söndru klædda í rauðan síðkjól með uppsett hárið í myndasafni. Leikkonan lúkkar ekki síður vel í gallabuxunum en galakjól. 28.7.2011 14:42 Noregstónleikum Sin Fang aflýst „Þegar þetta gerðist bjóst maður ekkert við því að fólk væri í einhverri partístemningu,“ segir Sindri Már Sigfússon, forsprakki Sing Fang. 28.7.2011 14:00 Lily Allen saknar þess að stíga á svið Söngkonan og fyrrverandi vandræðagemlingurinn Lily Allen saknar þess að stíga á svið og flytja tónlist sína fyrir æsta aðdáendur. 28.7.2011 13:00 Ekki nóg að póka á Facebook ef þú ert á lausu Íslenskir karlmenn eru svolítið huglausir, pínkulítið. Nei það er ekki nóg að póka á Facebook, svarar Sigga Kling spákona spurð hvað virkar fyrir fólk sem leitar sér að maka. Í myndskeiðinu segja Sigga og Halla Himintungl stjörnufræðingur hvað þær ætla að gera á SÁÁ hátíðinni sem haldin verður haldin að Hlöðum í Hvalfirði um verslunarmannahelgina. Sjá dagskrána hér. 28.7.2011 12:00 Í klikkuðu formi korter eftir barnsburð Brasilíska súpermódelið Adriana Lima, 30 ára, sólaði sig á Miami síðasta mánudag ásamt dóttur sinni Valentínu sem verður tveggja ára í nóvember. Eins og meðfylgjandi myndir sýna er nýbökuð mamman í klikkuðu formi. Þá má einnig sjá hana við störf. 28.7.2011 10:40 Fagna tíu ára afmæli plötunnar Is This It Sænska hljómsveitin Peter, Bjorn og John er ein þeirra sem eiga lag á plötu sem gefin hefur verið út stafrænt í tilefni tíu ára afmælis Is This It með The Strokes. Platan nefnist Stroked: A Tribute To Is This It. 28.7.2011 10:30 Ekki drepa ofurstjörnur Söngkonan Lady Gaga segir að dauði Amy Winehouse eigi að sýna fólki að það megi ekki „drepa ofurstjörnuna“. Gaga vill að almenningur dragi lærdóm af dauða Winehouse, sem fór yfir móðuna miklu á heimili sínu í London á laugardaginn. 28.7.2011 10:00 Er skilnaðurinn ástæðan fyrir þessari útgeislun? Jennifer Lopez, 42 ára, var með axlabönd í gær við tökur á nýrri kvikmynd What to Expect When You're Expecting. Söng og leikkonan geislar eins og sjá má á myndunum eftir að hún skildi við Marc Anthony. Með Jennifer í myndinni leika Cameron Diaz, Elizabeth Banks, Brooklyn Decker, Chace Crawford og Matthew Morrison. 28.7.2011 09:37 Blake vildi ekki mæta Fyrrverandi eiginmaður söngkonunnar Amy Winehouse, Blake Fielder-Civil vildi ekki fara í jarðarför söngkonunnar sem gerð var á þriðjudag. Fielder-Civil situr í fangelsi þessa dagana fyrir þjófnað og fannst ekki viðeigandi að mæta í járnum. 28.7.2011 09:00 Biel á sér ekkert líf Jessica Biel er í stóru hlutverki í myndinni Total Recall, sem krefst þess að hún sé í toppformi. Á ráðstefnunni Comic Con á dögunum var hún spurð hvernig hún færi að því að halda sér í formi og svarið var einfalt: „Ég á mér ekkert líf,“ sagði hún og bætti við að hún eyddi gríðarlegum tíma í jógatímum. 28.7.2011 08:00 Mulligan trúlofuð Mumford Carey Mulligan og söngvari Mumford and Sons, Marcus Mumford, opinberuðu trúlofun sína um helgina. Þau hófu samband í febrúar og hafa verið óaðskiljanleg síðan. Þau eyddu helginni á óðalssetri í Englandi, en þar á Marcus að hafa beðið leikkonunnar. „Carey leit út eins og kisa sem búin var að fá rjómann sinn. Hún var með fallegan trúlofunarhring og var ekkert að fela hann,“ sagði vitni. 27.7.2011 19:00 Tóku upp plötu með Taylor Strákarnir í Velvet Revolver uppljóstruðu á dögunum að þeir hefðu tekið upp heila plötu með Corey Taylor, söngvara Slip-knot. Ólíklegt er að platan komi nokkurn tímann út. 27.7.2011 17:00 Sigur fyrir jafnréttið Popparinn og leikarinn Justin Timberlake er ánægður með að ráðamenn í New York hafi samþykkt frumvarp um að leyfa hjónabönd samkynhneigðra í ríkinu. Ríkið varð það sjötta í Bandaríkjunum til að leyfa slík hjónabönd. 27.7.2011 15:00 Sest aftur í ritstjórastólinn „Það verður gaman að tækla þetta aftur,“ segir Bergur Ísleifsson, en hann tekur við ritstjórn Mynda mánaðarins af Erlingi Grétari Einarssyni, en sá síðarnefndi tók við blaðinu af Bergi árið 2006. Bergur hóf útgáfu á Myndböndum mánaðarins fyrir þrettán árum, en hætti árið 2006 og fór þá að sinna öðrum verkefnum. Erlingur Grétar tók við blaðinu og sagði í viðtali við Fréttablaðið á mánudag að hann hefði sett mikinn metnað í blaðið. „Ég ætla að reyna að viðhalda sama metnaði. Auðvitað fylgir nýjum mönnum ný vinnubrögð, en ég ætla að gera mitt besta til þess að koma minni þekkingu um kvikmyndir á framfæri,“ segir Bergur. 27.7.2011 15:00 Óvanaleg hárgreiðsla Leikarinn Robert Pattison skartaði óvenjulegri hárgreiðslu á teiknimyndaráðstefnunni Comic Con á dögunum. Pattison mætti ásamt leikaraliði Twilight-myndanna til að kynna næstu mynd í seríunni, The Twilight Saga: Breaking Dawn – Part 1, sem frumsýnd verður í nóvember. 27.7.2011 14:00 Nærbuxum Greifanna stolið „Nú er maður bara nærbuxnalaus,“ segir Kristján Viðar Haraldsson, betur þekktur sem Viddi í Greifunum, en nærbuxum þeirra var stolið fyrir utan skemmtistaðinn SPOT í Kópavogi. Um er að ræða risavaxnar nærbuxur sem hengdar voru upp í auglýsingaskyni, en Greifarnir halda útihátíð á skemmtistaðnum um verslunarmannahelgina ásamt Sigga Hlö og Hvanndalsbræðrum. „Brækurnar voru komnar upp og áttu að auglýsa tónleikana, en einhver óprúttinn hefur bara tekið þær ófrjálsri hendi,“ segir Viddi, og bætir við að nærbuxurnar séu aðeins vikugamlar. 27.7.2011 13:15 Víst geta nýbakaðar mæður leikið sér Söngkonan Pink, 31 árs, og Carey Hart, 35 ára, sem eignuðust frumburðinn sinn, stúlkuna Willow Sage Hart 2. júní síðastliðinn léku sér á Harley Davidson mótorhjólunum sínum í Malibu síðasta laugardag. Í dag var yndislegur dagur, fór í danstíma og eldaði dýrindis mat. Maðurinn minn er í matarvímu. Mér finnst ég vera blessuð.., skrifaði Pink á Twitter síðuna sína á mánudaginn. 27.7.2011 12:45 Ó nei ekki fórstu út ómáluð Meðfylgjandi myndir sýna þegar Kim Kardashian, 30 ára, fór út ómáluð í andliti með blautt hárið. Raunveruleikastjarnan var á leiðinni í myndatöku í Los Angeles klædd í látlausan fatnað, gallabuxur og vinrauða skyrtu. Kinm er stórglæsileg ómáluð á því leikur enginn vafi. Þá má sjá hana pósa á rauða dreglinum með verðandi eiginmanni sínum, Kris Humphries, og á vínkynningu. 27.7.2011 11:51 Landsliðsþjálfari í mýrarbolta Stjórn Mýrarboltafélags Íslands hefur skrifað undir samning við Eyjólf Sverrisson um að hann þjálfi bæði karla- og kvennalandslið Íslands í mýrarbolta. 27.7.2011 11:00 Steindi á sjúklega fræga vini Steindi jr hélt útgáfupartý á skemmtistaðnum Austur síðasta föstudag í tilefni af því að diskurinn hans er loksins kominn út með tónlistinni úr þáttunum hans. Um var að ræða stórt Smirnoff partý í anda þáttanna. Fram komu meðal annars Bjartmar Guðlaugs, Gnúsi Jones, Þórunn Antonía, Berndsen og svo Steindi sjálfur með Bent og Ásgeiri. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var mikið stuð og flestir gestirnir sjúklega frægir. 27.7.2011 09:49 Sjá næstu 50 fréttir
Bandarískur svartmálmur Bandaríska svartmálmshljómsveitin Negative Plane lýkur sínum fyrsta Evróputúr með tónleikum á Café Amsterdam laugardagskvöldið 6. ágúst. Íslensku sveitirnar Abominor, Chao og Svartidauði sjá um upphitun. 31.7.2011 21:00
Kallaður blóðgaurinn á götu Tónlistarmaðurinn Davíð Berndsen syngur eitt vinsælasta lag landsins, Úlfur úlfur, ásamt Bubba Morthens. "Já, lagið er komið á toppinn á vinsældalista Rásar 2. En það er alls ekki vegna þess að ég er starfsmaður RÚV. Ég hef verið í sumarfríi undanfarið og það er engin spilling í gangi,“ segir tónlistar- og hljóðmaðurinn Davíð Berndsen og hlær þegar hann er spurður út í vinsældir lagsins Úlfur úlfur, sem hefur hljómað ótt og títt á öldum ljósvakans síðan það kom út í byrjun mánaðarins. 31.7.2011 16:00
Óviss um vinsældir Ungstirnið Rebecca Black segir það ekkert víst að nýjasta lagið hennar, My Moment, verði eins vinsælt og hennar síðasta, Friday. „Friday var svo rosalega vinsælt. Það verður erfitt að bæta árangur þess,“ sagði hin fjórtán ára Black, sem sló í gegn á Youtube fyrr á árinu. My Moment verður fyrsta smáskífulag fimm laga plötu sem Black gefur út í næsta mánuði. 31.7.2011 11:00
Stjörnum prýdd mörgæsamynd Sæta dansandi mörgæsin sem heillaði áhorfendur upp úr skónum í teiknimyndinni Happy Feet snýr aftur á hvíta tjaldið í lok árs. 31.7.2011 09:30
Á hvíta tjaldið Stjarnan úr sjónvarpsþáttunum vinsælu Glee, Lea Michele, hlýtur að vera himinlifandi með að hafa landað hlutverki í jólamyndinni í ár, New Year´s Eve. Þar leikur hún við hlið margra af skærustu stjörnum kvikmyndabransans á borð við Ashton Kutcher, Michelle Pfeiffer, Katherine Heigl og Josh Duhamel. Leikstjórinn er sá hinn sami og gerði myndina Pretty Woman, Garry Marshall. Myndin verður frumsýnd í desember. 30.7.2011 20:00
Seinni hálfleikur að hefjast "Þetta eru dálítil tímamót, það er alveg ljóst. Maður fær að minnsta kosti þá tilfinningu að seinni hálfleikur sé að hefjast," segir Arnór Guðjohnsen knattspyrnumaður spurður hvernig honum finnist að vera fimmtugur í dag. "Ég ætla pottþétt að halda upp á afmælið en þetta er verslunarmannahelgi og erfitt að ná fólki saman, þannig að ég fresta því eitthvað." 30.7.2011 15:30
Átti að vera hörð við stelpurnar „Þetta var mjög skemmtilegt og gaman að fá að taka þátt í þessu,“ segir Jóhanna Björg Christensen þáttastjórnandi og ritstjóri Nude Magazine. Hún, ásamt samstarfskonu sinni Ernu Bergmann, tóku þátt í sjónvarpsþættinum Holland"s Next Topmodel. 30.7.2011 12:30
Myrknætti á Síldarævintýrinu „Myrknætti“ er titill nýrrar skáldsögu eftir Ragnar Jónasson, rithöfund og lögfræðing. Titillinn var afhjúpaður þegar Ragnar las upp úr bókinni í fyrsta sinn í Þjóðlagasetrinu á Síldarævintýrinu á Siglufirði í gær. 30.7.2011 12:06
Denise Richards ræðir fíkn við börnin Denise Richards er farin að fræða dætur sínar um fíkn. Ástæðan ku vera sú að það var orðið of erfitt að útskýra fyrir þeim fáránlega hegðun föður þeirra, Charlie Sheen. Eins og kunnugt er, var Sheen djúpt sokkinn í fíkniefnaneyslu og var á endanum rekinn úr þáttunum Two and a Half Men. 30.7.2011 10:30
Prikið selur óskilamuni á markaði "Fólk kemur nú oftast og leitar að hlutunum sínum en margir eru mjög kærulausir og koma ekkert og leita,“ segir Gísli Freyr Björgvinsson, rekstrarstjóri Priksins, en skemmtistaðurinn heldur fatamarkað í dag. Um er að ræða fatamarkað með óskilafötum sem hafa orðið eftir á staðnum í gegnum tíðina og ekki ratað í réttar hendur að nýju. 30.7.2011 09:00
Leiðinlegir yfirmenn og ofurhermenn Tvær kvikmyndir voru frumsýndar hér á landi í gær. Gamanmyndin Horrible Bosses og hasar-myndin Captain America: The First Avenger. 30.7.2011 08:00
Víst er parasvipur með ykkur Söngvarinn Justin Timberlake og leikkonan Mila Kunis stilltu sér upp á rauða dreglinum á hótel Adlon í Berlín í Þýskalandi í dag. Eins og meðfylgjandi myndir sýna fór vel á með Justin og Milu en hún var klædd í Lanvin kjól og Ferragamo skó. 29.7.2011 18:10
Mamma Amy brosti í gegnum tárin Fjölskylda og vinir söngkonunnar Amy Winehouse, sem féll frá aðeins 27 ára gömul á laugardaginn var, hittust á uppáhalds jazz klúbbnum hennar í London, Jazz After Dark í gær. Ef myndirnar eru skoðaðar má meðal annars sjá mömmu Amy, Janis, brosa blítt, baksöngvara söngkonunnar, fyrrverandi kærasta Reg Traviss, Mitch pabba hennar og vinkonu Kelly Osbourne. 29.7.2011 15:13
Safnpakki með Smiths Safnpakki með öllu því sem enska hljómsveitin The Smiths gaf út á ferli sínum er væntanleg í búðir 3. október. Pakkinn hefur að geyma endurhljóðblandaðar útgáfur af átta plötum, bæði á geisladiskum og vínyl, endurunnar útgáfur af 25 smáskífum og fleira efni. 29.7.2011 14:00
Já já þér líður vel allsberri Söngkonan Kelly Rowland, 30 ára, sem hefur tekið að sér í að dæma í X Factor þáttunum í Bandaríkjunum situr fyrir nakin í tímaritinu Vibe eins og sjá má á myndunum í myndasafni. Mér líður vel í mínu eigin skinni. Nei, ég er ekki að reyna að selja kynlíf með þessum myndum heldur er ég algjörlega ég sjálf. Enginn segir mér hvað ég á að gera lengur eða hvernig ég eigi að haga mér. Ég er hætt að láta aðra segja mér hvað er rétt eða rangt. Svona er ég og mér líður vel með sjálfa mig, lætur Kelly hafa eftir sér í fyrrnefndu tímariti. 29.7.2011 12:38
Láta drauminn rætast og opna förðunarskóla „Þetta hefur verið draumur hjá mér frá því ég byrjaði að læra förðun“ segir Eygló Ólöf Birgisdóttir sem nýverið opnaði förðunarskólann Mood Make Up School ásamt Magneu Elínardóttur og Díönu Björk Eyþórsdóttur. 29.7.2011 12:15
Hollenskar fyrirsætur með tískusýningu á Ingólfstorgi „Ísland er mjög frábrugðið Hollandi. Það er áskorun að koma hingað,“ segir sjónvarpsframleiðandinn Barbara frá Hollandi. Hún verður stödd hér á landi fram á miðvikudag við upptökur á sjónvarpsþættinum Holland"s Next Top Model ásamt hópi Hollendinga. 29.7.2011 12:00
Stöðugt í megrun Sextánfaldur Grammyverðlaunahafinn, söngkonan Beyonce Knowles, Forbes tímaritið hefur oftar en ekki sett hana efst á lista yfir áhrifamestu söngkonur heims, hún er gift hip hop mógúlnum Jay-Z sem er metinn á 450 milljónir dollara. En hún er alltaf í megrun. Hún passar stöðugt upp á mataræðið. Þegar orðin Beyonoce og megrun eru slegin inn á Google leitarvélina koma upp uppskriftir af djús sem hún blandar saman og þambar þegar hún vill léttast hratt. Þá blandar hún saman sítrjónudjús og cayenne pipar sem er sérstök tegund af chilidufti. Það er mjög svipað á bragðið og af svipuðum styrkleika og hefðbundið chili en duftið er fíngerðara. Hún náði að létta sig á skjömmum tíma fyrir hlutverk sitt í Dreamgirls með því að lifa á þessari blöndu í heila tíu daga án þess að borða mat samhliða hreinsuninni eða öllu heldur sveltinu. Þá dansar hún og hleypur á hverjum degi, reynir allt hvað hún getur til að sleppa kolvetnisríkum mat og leggur áherslu á litríka litla matarskammta. Hún sneyðir alfarið fram hjá brauði, víni og rauðu kjöti. Beyonce verður pirruð og leið þegar hún fer á djúskúrinn og hugsar ekki um annað en mat. Hún hefur viðurkennt opinberlega að þegar hún hættir í djúsþambinu og byrjar að borða á ný hlaðast kílóin á hana enn fleiri en áður og hratt. 29.7.2011 10:42
Full tilhlökkunar á skjáinn "Ég hlakka mikið til að takast á við þetta nýja verkefni,“ segir Erla Hlynsdóttir blaðamaður, en hún tekur við af fréttamanninum Heimi Má Péturssyni á fréttastofu Stöðvar 2. 29.7.2011 10:15
David Beckham hannar nærföt David Beckham hefur sýnt það gegnum tíðina að honum er margt annað til lista lagt en að koma boltanum í netið. Engan grunaði þó að hann færi að hanna nærfatnað fyrir eina af stærstu verslanakeðjum heims, sænska risann Hennes&Mauritz. 29.7.2011 10:00
Amy fékk litla hjálp Breski fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan er óánægður með að plötufyrirtæki hinnar sálugu Amy Winehouse og annað fólk í kringum hana hafi ekki veitt henni nægilega hjálp. 29.7.2011 09:00
Teiknaði útför Amy Winehouse fyrir tveimur árum „Það stefndi í þetta,“, segir skopmyndateiknarinn Hugleikur Dagsson, en fyrir tveimur árum teiknaði hann mynd eftir texta lagsins Rehab, sem söngkonan Amy Winehouse gerði frægt, en hún lést á laugardag. 28.7.2011 18:00
Fjölskyldudrama hjá Leighton Meester Leighton Meester, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt sem Blair Waldorf í sjónvarpsþáttunum Gossip Girl, lögsótti móður sína á dögunum fyrir að misnota pening sem ætlaður var yngri bróður hennar, Lex Meester. 28.7.2011 18:00
Greinilega í góðum gír Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar Gogoyoko, Macland og Hemmi og Valdi héltu partý í portinu á Laugaveginum. Gnúsi Yones, RVK soundsystem og Dj Gauti spiluðu þægilega reggí tóna og gestir nutu sín í sólinni. 28.7.2011 15:56
Sala á tónlist sækir í sig veðrið í ár „Hin einfalda staðreynd er sú að það eru mjög sterkir titlar að koma út í sumar, sem seljast vel og lyfta tölunum,“ segir Eiður Arnarsson, stjórnarmaður í Félagi hljómplötuframleiðenda (FHF). 28.7.2011 15:30
Galakjóll eða gallabuxur - skiptir engu þú lúkkar Leikkonan Sandra Bullock, 46 ára, og sonur hennar, Louis Bardo, eins og hálfs árs gamall, voru mynduð yfirgefa heimili þeirra í New York. Þá má sjá Söndru klædda í rauðan síðkjól með uppsett hárið í myndasafni. Leikkonan lúkkar ekki síður vel í gallabuxunum en galakjól. 28.7.2011 14:42
Noregstónleikum Sin Fang aflýst „Þegar þetta gerðist bjóst maður ekkert við því að fólk væri í einhverri partístemningu,“ segir Sindri Már Sigfússon, forsprakki Sing Fang. 28.7.2011 14:00
Lily Allen saknar þess að stíga á svið Söngkonan og fyrrverandi vandræðagemlingurinn Lily Allen saknar þess að stíga á svið og flytja tónlist sína fyrir æsta aðdáendur. 28.7.2011 13:00
Ekki nóg að póka á Facebook ef þú ert á lausu Íslenskir karlmenn eru svolítið huglausir, pínkulítið. Nei það er ekki nóg að póka á Facebook, svarar Sigga Kling spákona spurð hvað virkar fyrir fólk sem leitar sér að maka. Í myndskeiðinu segja Sigga og Halla Himintungl stjörnufræðingur hvað þær ætla að gera á SÁÁ hátíðinni sem haldin verður haldin að Hlöðum í Hvalfirði um verslunarmannahelgina. Sjá dagskrána hér. 28.7.2011 12:00
Í klikkuðu formi korter eftir barnsburð Brasilíska súpermódelið Adriana Lima, 30 ára, sólaði sig á Miami síðasta mánudag ásamt dóttur sinni Valentínu sem verður tveggja ára í nóvember. Eins og meðfylgjandi myndir sýna er nýbökuð mamman í klikkuðu formi. Þá má einnig sjá hana við störf. 28.7.2011 10:40
Fagna tíu ára afmæli plötunnar Is This It Sænska hljómsveitin Peter, Bjorn og John er ein þeirra sem eiga lag á plötu sem gefin hefur verið út stafrænt í tilefni tíu ára afmælis Is This It með The Strokes. Platan nefnist Stroked: A Tribute To Is This It. 28.7.2011 10:30
Ekki drepa ofurstjörnur Söngkonan Lady Gaga segir að dauði Amy Winehouse eigi að sýna fólki að það megi ekki „drepa ofurstjörnuna“. Gaga vill að almenningur dragi lærdóm af dauða Winehouse, sem fór yfir móðuna miklu á heimili sínu í London á laugardaginn. 28.7.2011 10:00
Er skilnaðurinn ástæðan fyrir þessari útgeislun? Jennifer Lopez, 42 ára, var með axlabönd í gær við tökur á nýrri kvikmynd What to Expect When You're Expecting. Söng og leikkonan geislar eins og sjá má á myndunum eftir að hún skildi við Marc Anthony. Með Jennifer í myndinni leika Cameron Diaz, Elizabeth Banks, Brooklyn Decker, Chace Crawford og Matthew Morrison. 28.7.2011 09:37
Blake vildi ekki mæta Fyrrverandi eiginmaður söngkonunnar Amy Winehouse, Blake Fielder-Civil vildi ekki fara í jarðarför söngkonunnar sem gerð var á þriðjudag. Fielder-Civil situr í fangelsi þessa dagana fyrir þjófnað og fannst ekki viðeigandi að mæta í járnum. 28.7.2011 09:00
Biel á sér ekkert líf Jessica Biel er í stóru hlutverki í myndinni Total Recall, sem krefst þess að hún sé í toppformi. Á ráðstefnunni Comic Con á dögunum var hún spurð hvernig hún færi að því að halda sér í formi og svarið var einfalt: „Ég á mér ekkert líf,“ sagði hún og bætti við að hún eyddi gríðarlegum tíma í jógatímum. 28.7.2011 08:00
Mulligan trúlofuð Mumford Carey Mulligan og söngvari Mumford and Sons, Marcus Mumford, opinberuðu trúlofun sína um helgina. Þau hófu samband í febrúar og hafa verið óaðskiljanleg síðan. Þau eyddu helginni á óðalssetri í Englandi, en þar á Marcus að hafa beðið leikkonunnar. „Carey leit út eins og kisa sem búin var að fá rjómann sinn. Hún var með fallegan trúlofunarhring og var ekkert að fela hann,“ sagði vitni. 27.7.2011 19:00
Tóku upp plötu með Taylor Strákarnir í Velvet Revolver uppljóstruðu á dögunum að þeir hefðu tekið upp heila plötu með Corey Taylor, söngvara Slip-knot. Ólíklegt er að platan komi nokkurn tímann út. 27.7.2011 17:00
Sigur fyrir jafnréttið Popparinn og leikarinn Justin Timberlake er ánægður með að ráðamenn í New York hafi samþykkt frumvarp um að leyfa hjónabönd samkynhneigðra í ríkinu. Ríkið varð það sjötta í Bandaríkjunum til að leyfa slík hjónabönd. 27.7.2011 15:00
Sest aftur í ritstjórastólinn „Það verður gaman að tækla þetta aftur,“ segir Bergur Ísleifsson, en hann tekur við ritstjórn Mynda mánaðarins af Erlingi Grétari Einarssyni, en sá síðarnefndi tók við blaðinu af Bergi árið 2006. Bergur hóf útgáfu á Myndböndum mánaðarins fyrir þrettán árum, en hætti árið 2006 og fór þá að sinna öðrum verkefnum. Erlingur Grétar tók við blaðinu og sagði í viðtali við Fréttablaðið á mánudag að hann hefði sett mikinn metnað í blaðið. „Ég ætla að reyna að viðhalda sama metnaði. Auðvitað fylgir nýjum mönnum ný vinnubrögð, en ég ætla að gera mitt besta til þess að koma minni þekkingu um kvikmyndir á framfæri,“ segir Bergur. 27.7.2011 15:00
Óvanaleg hárgreiðsla Leikarinn Robert Pattison skartaði óvenjulegri hárgreiðslu á teiknimyndaráðstefnunni Comic Con á dögunum. Pattison mætti ásamt leikaraliði Twilight-myndanna til að kynna næstu mynd í seríunni, The Twilight Saga: Breaking Dawn – Part 1, sem frumsýnd verður í nóvember. 27.7.2011 14:00
Nærbuxum Greifanna stolið „Nú er maður bara nærbuxnalaus,“ segir Kristján Viðar Haraldsson, betur þekktur sem Viddi í Greifunum, en nærbuxum þeirra var stolið fyrir utan skemmtistaðinn SPOT í Kópavogi. Um er að ræða risavaxnar nærbuxur sem hengdar voru upp í auglýsingaskyni, en Greifarnir halda útihátíð á skemmtistaðnum um verslunarmannahelgina ásamt Sigga Hlö og Hvanndalsbræðrum. „Brækurnar voru komnar upp og áttu að auglýsa tónleikana, en einhver óprúttinn hefur bara tekið þær ófrjálsri hendi,“ segir Viddi, og bætir við að nærbuxurnar séu aðeins vikugamlar. 27.7.2011 13:15
Víst geta nýbakaðar mæður leikið sér Söngkonan Pink, 31 árs, og Carey Hart, 35 ára, sem eignuðust frumburðinn sinn, stúlkuna Willow Sage Hart 2. júní síðastliðinn léku sér á Harley Davidson mótorhjólunum sínum í Malibu síðasta laugardag. Í dag var yndislegur dagur, fór í danstíma og eldaði dýrindis mat. Maðurinn minn er í matarvímu. Mér finnst ég vera blessuð.., skrifaði Pink á Twitter síðuna sína á mánudaginn. 27.7.2011 12:45
Ó nei ekki fórstu út ómáluð Meðfylgjandi myndir sýna þegar Kim Kardashian, 30 ára, fór út ómáluð í andliti með blautt hárið. Raunveruleikastjarnan var á leiðinni í myndatöku í Los Angeles klædd í látlausan fatnað, gallabuxur og vinrauða skyrtu. Kinm er stórglæsileg ómáluð á því leikur enginn vafi. Þá má sjá hana pósa á rauða dreglinum með verðandi eiginmanni sínum, Kris Humphries, og á vínkynningu. 27.7.2011 11:51
Landsliðsþjálfari í mýrarbolta Stjórn Mýrarboltafélags Íslands hefur skrifað undir samning við Eyjólf Sverrisson um að hann þjálfi bæði karla- og kvennalandslið Íslands í mýrarbolta. 27.7.2011 11:00
Steindi á sjúklega fræga vini Steindi jr hélt útgáfupartý á skemmtistaðnum Austur síðasta föstudag í tilefni af því að diskurinn hans er loksins kominn út með tónlistinni úr þáttunum hans. Um var að ræða stórt Smirnoff partý í anda þáttanna. Fram komu meðal annars Bjartmar Guðlaugs, Gnúsi Jones, Þórunn Antonía, Berndsen og svo Steindi sjálfur með Bent og Ásgeiri. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var mikið stuð og flestir gestirnir sjúklega frægir. 27.7.2011 09:49