Lífið

Full tilhlökkunar á skjáinn

Erla Hlynsdóttir tekur við af fréttamanninum Heimi Má á fréttastofu Stöðvar 2.
Erla Hlynsdóttir tekur við af fréttamanninum Heimi Má á fréttastofu Stöðvar 2.
„Ég hlakka mikið til að takast á við þetta nýja verkefni," segir Erla Hlynsdóttir blaðamaður, en hún tekur við af fréttamanninum Heimi Má Péturssyni á fréttastofu Stöðvar 2.

Erla hefur mikla reynslu í fjölmiðlun en hún hefur unnið á Mannlífi, DV, Vísi og Bylgjunni. „Það má segja að ég sé búin að prófa allar hliðar fjölmiðlunar. Prentmiðla, netið, útvarp og nú sjónvarp."

Erla er ekkert stressuð fyrir frumraun sína á skjánum en hún tekur við starfinu á næstunni. Henni finnst fyndið hversu mikill stjörnuljómi virðist fylgja sjónvarpsstarfinu. Sjálf ætlar hún ekki að ráðast í neinar útlitsbreytingar né byrja að æfa sig fyrir framan spegilinn. „Nei nei, ég tek þessu öllu með ró og var einmitt að hugsa um það um daginn þegar ég uppgötvaði að fólkinu í kringum mig fannst þetta merkilegri tíðindi en ef ég hefði byrjað að skrifa á blaði," segir Erla, sem gerir sér þó grein fyrir því að starfshættirnir eru öðruvísi í sjónvarpi.

„Ég er glöð yfir að geta farið út úr húsi og hitt fólk. Tekið viðtöl á vettvangi í stað þess að vera fyrir framan tölvuna og í símanum allan daginn," segir Erla að lokum.

- áp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.