Lífið

Fjölskyldudrama hjá Leighton Meester

Leighton Meester vill fá forræði yfir bróður sínum, en móðir systkinanna er í tómu tjóni.
Leighton Meester vill fá forræði yfir bróður sínum, en móðir systkinanna er í tómu tjóni.
Leighton Meester, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt sem Blair Waldorf í sjónvarpsþáttunum Gossip Girl, lögsótti móður sína á dögunum fyrir að misnota pening sem ætlaður var yngri bróður hennar, Lex Meester.

Leikkonan sendi fjölskyldunni mánaðarlega 7.500 dali, eða sem samsvarar rúmum 860 þúsund krónum, og átti sá peningur meðal annars að vera notaður í að greiða mikinn lækniskostnað bróður hennar, en hann þjáist af margs konar kvillum og fór nýverið í heilaskurðaðgerð.

Hins vegar kom í ljós að móðir systkinanna, Constance, hafði notað stóran hluta peninganna í að greiða lýtaaðgerðir fyrir sjálfa sig og er Gossip Girl-stjarnan allt annað en sátt við hana. „Leighton er brjáluð út í móður sína og er staðráðin í því að ná bróður sínum úr þessari stöðu,“ sagði heimildarmaður. Constance Meester sat í fangelsi í Texas þegar hún eignaðist Leighton fyrir 25 árum, en hún var fangelsuð fyrir að hafa tekið þátt í stóru fíkniefnasmygli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.