Lífið

Sala á tónlist sækir í sig veðrið í ár

Hljómsveitin Gus Gus er á meðal þeirra sem valda því að sala á tónlist eykst fyrstu mánuði ársins.
Hljómsveitin Gus Gus er á meðal þeirra sem valda því að sala á tónlist eykst fyrstu mánuði ársins. MYND/ARIMAGG
„Hin einfalda staðreynd er sú að það eru mjög sterkir titlar að koma út í sumar, sem seljast vel og lyfta tölunum,“ segir Eiður Arnarsson, stjórnarmaður í Félagi hljómplötuframleiðenda (FHF).

Sala á tónlist jókst um tæp 12 prósent fyrstu sex mánuði ársins, miðað við sama tímabil í fyrra, samkvæmt Tónlistanum. Hann er unninn af FHF og sýnir um það bil 70 prósent af allri smásölu tónlistar á geisladiskum á Íslandi. Eiður segir söluna á tónlist hér á landi koma helstu bölsýnismönnunum á óvart.

Hverjir eru þessir bölsýnismenn?

„Eru það ekki bara realistarnir, þannig séð? Eða menn sem telja sig vera realista,“ segir Eiður. „Ég tek svona til orða vegna þess að það er búið að tala söluna niður árum saman. Það er alltaf verið að tala um endalausu minnkun á plötusölu og auðvitað er það rétt af einhverju leyti. Ég held að meira að segja að innan bransans sé að finna fólk sem heldur að ástandið sé verra en það er.“

Salan eykst að miklu leyti fyrir tilstilli söluhárra platna frá Gus Gus, Bubba Morthens og Helga Björns. „Þetta er í rauninni ekkert dýpri sannleikur en það, held ég. Samt mjög ánægjulegt,“ segir Eiður.

- afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.