Lífið

Já já þér líður vel allsberri

Myndir/Cover Media & Vibe
Söngkonan Kelly Rowland, 30 ára, sem hefur tekið að sér í að dæma í X Factor þáttunum í Bandaríkjunum situr fyrir nakin í tímaritinu Vibe eins og sjá má á myndunum í myndasafni.

„Mér líður vel í mínu eigin skinni. Nei, ég er ekki að reyna að selja kynlíf með þessum myndum heldur er ég algjörlega ég sjálf. Enginn segir mér hvað ég á að gera lengur eða hvernig ég eigi að haga mér. Ég er hætt að láta aðra segja mér hvað er rétt eða rangt. Svona er ég og mér líður vel með sjálfa mig," lætur Kelly hafa eftir sér í fyrrnefndu tímariti.

Þá má sjá Kelly ásamt vinkonum sínum úr Destiny's Child, Michelle Williams og Beyonce Knowles, fagna útkomu nýju plötunnar hennar, Here I Am, í myndasafni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.