Lífið

Safnpakki með Smiths

Safnpakki með Morrissey og félögum í The Smiths er væntanlegur.
Safnpakki með Morrissey og félögum í The Smiths er væntanlegur.
Safnpakki með öllu því sem enska hljómsveitin The Smiths gaf út á ferli sínum er væntanleg í búðir 3. október. Pakkinn hefur að geyma endurhljóðblandaðar útgáfur af átta plötum, bæði á geisladiskum og vínyl, endurunnar útgáfur af 25 smáskífum og fleira efni.

Það voru gítarleikarinn Johnny Marr og Frank Arkwright sem önnuðust endurhljóðblöndunina. Aðeins þrjú þúsund eintök verða í boði af þessum safnpakka. Plöturnar átta verða einnig fáanlegar sem geisladiska- og vínylpakki í takmörkuðu upplagi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.