Lífið

Lily Allen saknar þess að stíga á svið

Lily Allen var ein stærsta poppstjarna heims, en einbeitir sér í dag meðal annars að því að stofna fjölskyldu.
Lily Allen var ein stærsta poppstjarna heims, en einbeitir sér í dag meðal annars að því að stofna fjölskyldu.
Söngkonan og fyrrverandi vandræðagemlingurinn Lily Allen saknar þess að stíga á svið og flytja tónlist sína fyrir æsta aðdáendur.

Allen mætti á dögunum í viðtal í breska ríkisútvarpið BBC og gaf í skyn að kántrítónlist gæti verið næst á dagskrá. „Ég gæti kallað mig Lily Rose Cooper, kántrítónlistarkonan,“ sagði hún í léttum dúr. „Alltaf þegar ég fer á tónleika öfunda ég svolítið þá sem eru á sviði, en ég hef öðrum hnöppum að hneppa þessa dagana.“

Allen segist vera önnur manneskja í dag en þegar hún var 18 ára poppstjarna. „Ég var mjög barnaleg,“ sagði hún. „Mér finnst ég ekki geta verið sama manneskja aftur vegna þess að svo margt hefur gerst í lífi mínu undanfarin misseri. Ég sem samt ennþá fyrir aðra. Ég er nýbúin að semja tónlist fyrir Bridget Jones-söngleikinn. Hann fer eflaust á svið á næsta ári.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.