Lífið

Amy fékk litla hjálp

Fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan er ósáttur við fólkið í kringum söngkonuna Amy Winehouse.
Fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan er ósáttur við fólkið í kringum söngkonuna Amy Winehouse.
Breski fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan er óánægður með að plötufyrirtæki hinnar sálugu Amy Winehouse og annað fólk í kringum hana hafi ekki veitt henni nægilega hjálp.

„Ég skelli skuldinni á fólkið í kringum hana. Hvar voru allir sem græddu á henni þegar hún þurfti á sem mestri hjálp að halda?“ sagði hann og bætti við að 27-klúbburinn væri hræðilegur. Í honum eru tónlistarmenn sem létust 27 ára, langt fyrir aldur fram. „Sumt fólk heldur að það sé flott að vera í þessum klúbbi. Það er kolrangt.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.