Fleiri fréttir

Jolie og börnin

Leikkonan Angelina Jolie, 36 ára, var mynduð fyrir utan skemmtigarð í London í gærdag með börnum sínum; Zahara, 6 ára, Shiloh, 5 ára og tvíburunum Knox og Vivienne, 3 ára. Á meðfylgjandi myndum má sjá að Angelina var klædd í Weitzman leðurstígvél með Dolce&Gabbana sólgleraugu á nefinu. Hún var með þessar líka fínu tekjur árið 2010. Sjá hér.

Lopez jafnar sig á lúxussnekkju

Nýfráskilin Jennifer Lopez slakaði á eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem teknar voru af henni á lúxussnekkjunni hennar, sem ber heitið Never Say Never, 24. júlí síðastliðinn á Miami þegar hún hélt upp á 42 ára afmælið sitt. Á myndunum má einnig sjá umboðsmann Jennifer og vin, Benny Medina. Hún skrifaði Twitter síðuna sína seint á afmælisdaginn sinn: Þakka ykkur öllum fyrir afmæliskveðjurnar. Ég skemmti mér vel umkringd fjölskyldu og vinum.

Niðurbrotnir foreldrar Winehouse

Mitch og Janis Winehouse voru mynduð fyrir utan heimili dóttur þeirra, söngkonunnar Amy Winehouse sem lést nýliðna helgi aðeins 27 ára gömul. Mitch, sem er fyrrum leigubílstjóri, reyndi allt hvað hann gat til að halda aftur tárunum, en allt kom fyrir ekki maðurinn brotnaði niður og brast í grát sem og móðir Amy þegar þau fóru í gegnum þúsundir samúðarkorta, blóma og gjafa frá aðdáendum söngkonunnar. Amy snæddi með móður sinni daginn áður en hún féll frá. Það var Andrew Morris, lífvörður söngkonunnar, sem fann hana látna á heimili hennar. Þá má einnig sjá bróðir Amy og fyrrverandi unnusta, Reg, sem hætti með henni fyrir ekki svo löngu síðan.

Fullyrðir að Ásdís Rán er með listahæfileika

Eygló Gunnþórsdóttir málari fullyrðir að dóttir hennar, Ásdís Rán, er með listahæfileika eins og hún sjálf í meðfylgjandi myndskeiði sem var tekið í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag þegar Eygló sýndi okkur verkin sín. Lokadagur sýningarinnar er á morgun, þriðjudag. Facebooksíða Eyglóar.

Saga sem verður að heyrast

„Mig dreymdi alltaf um að verða rithöfundur þegar ég var fjögurra ára. Það má því kannski segja að draumurinn sé að rætast,“ segir Lilja Katrín Gunnarsdóttir, leikkona og blaðamaður. Lilja er með bók í bígerð og nýtir hverja lausa stund í sumarfríinu til að skrifa. Bókin er sannsöguleg og fjallar um harða forræðisdeilu íslenskrar móður við bandarískan barnsföður sinn.

Nilli gengur til liðs við Týndu kynslóðina

„Okkur finnst mjög skemmtilegt að fá Nilla til liðs við okkur,“ segir Björn Bragi Arnarsson, annar af stjórnendum sjónvarpsþáttarins Týnda kynslóðin, sem hefur göngu sína á Stöð 2 í ágúst.

Bransasagan skrifuð í partíi Steindans okkar

Steindi Jr. og samstarfsmenn hans buðu í partí á Austri á föstudagskvöld til að fagna útgáfu plötunnar Án djóks samt djók. Margt var um manninn og á meðal þeirra sem tróðu upp var Bjartmar Guðlaugsson. Hann tilkynnti gestum áður en hann renndi í slagarana að hann væri pabbi Steinda.

Best launaðar í bransanum

Samkvæmt Forbes.com eru Angelina Jolie og Sarah Jessica Parker hæst launuðu leikkonurnar í Hollwood. Báðar þénuðu þær rúma þrjá milljarða í fyrra (3.463.500.000,00 Iskr). Angelina Jolie er án efa stærsta nafnið í bransanum í dag sem leikkona og leikstjóri á meðan Sarah Jessica Parker malar gull á Sex and the City ævintýrinu og sölu á ilmvötnum sem eru markaðssett í hennar nafni. Í þriðja sæti á umræddum lista er Reese Witherspoon, þar á eftir Julia Roberts og í fimmta sæti situr Kristen Stewart.

Íslensk söngva- og dansmynd á leiðinni

„Við erum bara búnir að fara á hnefanum í gegnum þessa mynd,“ segir Elvar Gunnarsson, kvikmyndagerðarmaður og höfundur kvikmyndarinnar Einn. Elvar útskrifaðist úr Kvikmyndaskóla Íslands árið 2005 og hóf að vinna hjá skólanum í kjölfarið. „Ég var deildarstjóri í Kvikmyndaskólanum en ég hætti til þess að gera þessa mynd,“ segir Elvar.

Hera, Erpur og Haffi Haff saman í Gay Pride-laginu

„Erpur er ljúfari en lamb. Það á nú yfirleitt við um svona pörupilta. Þeir eru alltaf mjög ljúfir í samstarfi," segir söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir um samstarfið við rapparann Erp Eyvindarson.

Lykill að kynþokka

Ísraelska fyrirsætan Bar Refaeli, 26 ára, nýtur lífsins eins og sjá má í myndasafni með David Fisher sem hefur séð til þess að henni leiðist ekki eftir að leikarinn Leonardo DiCaprio sagði henni upp. Í nýlegu viðtali við breska Vogue upplýsir Bar hvernig hún fer að því að halda sér í formi: Leyndarmálið er að lifa heilbrigðu lífi. Það er mikilvægt ef þú vilt líta vel út og vera kynþokkafull. Kynþokkinn kemur innan frá þannig að ef þú borðar rétt, hreyfir þig og passar þig að hafa gaman og slappa af þess á milli kemur hitt af sjálfu sér.

ELLA opnar í miðborginni

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar ELLA, fyrsta kvenfataverslun Elínrósu Líndal, opnaði að Ingólfsstræti 5 í miðborginni. ,,Viðtökurnar voru framar öllum væntingum. Ég held að það hafi verið í kringum 300 manns sem komu við og fögnuðu þessum áfanga með okkur," sagði Elínrós eigandi. Herdís Anna Þorvaldsdóttir hannaði verslunina. Þetta er fyrsta verslunin sem Herdís hannar en Herdís hefur tekið að sér verkefni tengd heimilum og þyrluþjónustu svo eitthvað sé nefnt.

Elítan tók formlega á móti Ásdísi Rán

"Þetta var Ásdís Rán welcome party sem var haldið til heiðurs mér," útskýrir Ásdís Rán fyrirsæta sem flutti nýverið aftur til Búlgaríu spurð út í meðfylgjandi myndaseríu sem var tekin 20. júlí síðastliðinn þegar búlgarska elítan tók á móti henni, Garðari Gunnlaugssyni eiginmanni hennar og syni, Róbert Andra. Það var Evgeni Minchev, einn þekktasti blaðamógullinn í Búlgaríu sem hélt það fyrir mig. Þetta var alveg yndislegt og gott að fá svona hlýjar móttökur. Gestirnir voru allskonar þekkt fólk úr viðskipta- og entertainment heiminum, fulltrúar tímarita, verslana og svo framvegis, segir Ásdís og bætir við: Bio effect íslensku droparnir voru með kynningu í partýinu þar sem þeir eru að setja vöruna á markað hér í Búlgaríu og kynntu þá í samstarfi við mig. Ég er að selja part af fyrirtækinu mínu hérna í Búlgaríu núna og er að fara á fullt í IceQueen framleiðslu fyrir erlendan markað. Það er að taka mestan minn tíma. Einnig er ég að byrja að hanna fyrir Hagkaup undirfatalínu, casual línu og fleira," svarar Ásdís spurð hvað hún er að brasa um þessar mundir. Ég er á forsíðunni á ítalska World & pleasure í ágúst og annari búlgarskri forsíðu sem kemur út í september en einmitt það blað kemur til með að halda svaka IceQueen þema event í tilefni af útkomu blaðsins þannig að skemmtanaglaðir Íslendingar ættu að gera sig ready fyrir trip to Búlgaríu," segir hún. Ég er líka að vinna að gerð raunveruleika sjónvarpsþáttar sem verður sýndur á Íslandi og Búlgaríu ef allt gengur eftir óskum. Mig vantar bara kostanda núna," segir Ásdís. 

Angelina Jolie öfundsjúk

Brad Pitt hefur ítrekað sést í fylgd með konu úr tökuliði kvikmyndarinnar World War Z og hefur það valdið vangaveltum um ástand sambands hans og Angelinu Jolie.

Ósátt við unnustann

Söngkonan Jessica Simpson þolir ekki hversu snemma unnusti hennar, fyrrverandi fótboltakappinn Eric Johnson, vaknar. Johnson, sem er atvinnulaus, vaknar klukkan hálf sex á morgnana til þess að mæta í ræktina.

Sonur Nicolas Cage handtekinn aftur

Weston Cage, sonur leikarans Nicolas Cage, var handtekinn í vikunni vegna heimilisofbeldis. Þetta er í annað skiptið á innan við mánuði sem Cage er handtekinn fyrir þessar sakir.

Reynslubolti ráðinn dagskrárstjóri

„Þetta var einfaldlega áskorun sem ég gat ekki skorast undan,“ segir Hilmar Björnsson, nýráðinn dagskrárstjóri sjónvarpstöðvarinnar Skjár einn.

Kærastan beið úti

Michael Sheen mun eiga í vandræðum með barnsmóður sína, leikkonuna Kate Beckinsale, og núverandi kærustu sína, leikkonuna Rachel McAdams. Samkvæmt In Touch Weekly semur Beckinsale ekki vel við McAdams.

Innileg með Badgley

Leikkonan Zoe Kravitz hefur tvisvar sést í slagtogi við Gossip Girl-stjörnuna Penn Badgley. Kravitz er í sambandi með írska leikaranum Michael Fassbender.

Eyjamenn með allar klær úti í lundaleit fyrir Þjóðhátíð

„Ég og fjölskylda mín eldum alltaf lunda á Þjóðhátíð og höfum oft boðið fólki upp á hann. Í ár þarf maður að halda aðeins að sér höndum og bjóða fyrst sínum nánustu,“ segir Magnús Bragason, lundaverkandi í Vestmannaeyjum.

Endurkoma í fjölmiðlaheiminn

Fyrrum ritstjóri franska Vogue, Carine Roitfeld, er á leiðinni aftur í blöðin en hún hefur verið í pásu frá fjölmiðlaheiminum síðan henni var sagt upp hjá franska Vogue. Roitfeld hefur tekið að sér að stílisera myndaþátt með stjörnuljósmyndaranum Mario Testino í V Magazine.

Óskarsverðlaunahafi á Café Rosenberg

Óskarsverðlaunahafinn Glen Hansard heldur tónleika á Café Rosenberg, þriðjudagskvöldið 26. júlí, en hann kemur einnig fram á Bræðslunni í kvöld. Glen er forsprakki hjómsveitarinnar The Swell Season sem hélt tónleika hér á landi í fyrra. Hljómsveitin hlaut Óskarsverðlaunin árið 2008 fyrir lagið „Falling Slowly“ úr kvikmyndinni „Once“, en lagið hlaut verðlaun fyrir besta frumsamda lag í kvikmynd. Glen Hansard hefur undanfarið verið að hita upp fyrir forsprakka Pearl Jam, Eddie Vedder, en sá síðarnefndi gaf nýlega út sólóplötuna „Ukulele Songs“. Miðasala fyrir tónleikana á Café Rosenberg hófst á fimmtudag, en aðeins 120 aðgöngumiðar voru í boði í forsölu og seldist upp á skömmum tíma.

Laðar að sér ferfætlinga í Róm

„Ég veit ekki hvað þetta er með mig og dýrin mín, þau eru öll svo einstök,“ segir Gunnlaug Þorvaldsdóttir tónlistarmaður sem búsett hefur verið í Róm síðastliðin ár.

"Þarna verða allir snargeðveikir án þess að vera á eyrunum"

"Þetta er hátíð fyrir þá sem telja að áfengi og hugleiðsla fari ekki saman, né fíkniefni og fjallganga og að það hæfi ekki að drekka í útilegum með börnum frekar en í fermingarveislum eða barnaafmælum," segir Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ, um edrú útivistarhátíðina Sjálfstætt fólk sem haldinn verður að Hlöðum í Hvalfirði um verslunarmannahelgina, 29. júlí til 1. ágúst.

Vildi skilja um jólin

Jennifer Lopez var orðin óhamingjusöm í hjónabandi sínu töluvert áður en hún sótti um skilnað. Lopez ætlaði að ljúka sambandinu um síðustu jól en Marc Anthony taldi hana á að leita til hjónabandsráðgjafa til að halda sambandinu gangandi.

Upplifir sig sem Sherlock Holmes

Söngkonan Joss Stone slapp með skrekkinn fyrir rúmum mánuði síðan þegar lögreglan handtók tvo menn í grennd við heimili hennar í Devon grunaða um að hafa ætlað að ræna henni. Stone tjáði sig nýverið um atburðinn og sagðist hafa upplifað sig sem Sherlock Holmes síðan þá.

Sífellt fleiri bændur skoða framleiðslu á rjómaís

„Hingað koma oft hundrað manns á dag og um helgar fer fjöldinn alveg upp í 200-300 á dag,“ segir Helga Guðmundsdóttir, bóndi á Erpsstöðum en þar er til sölu ferskur ís sem búinn er til á bænum.

Kennir Qi Gong á útihátíð

„Þetta er ekki leikfimi heldur lífsmáti og snýst um að læra að gera það sem við getum ekki verið án, að anda,“ segir Gunnar Eyjólfsson um æfingar og hugmyndafræði Qi Gong. Gunnar verður á útihátíðinni Sjálfstætt fólk að Hvölum í Hvalfirði um verslunarmannahelgina til að kenna og kynna æfingarnar.

Eygló Gunnþórsdóttir opnar sína fyrstu málverkasýningu

Eygló Gunnþórsdóttir opnaði sína fyrstu málverkasýningu í ráðhúsi Reykjavíkur þann 15. júlí síðastliðinn og var vel mætt. Hún eyddi áður mestum hluta tíma síns í að vinna fyrir dóttur sína, Ásdísi Rán Gunnarsdóttur, en hefur nú látið listamannsdrauminn rætast.

Gæti verið á leið í Playboy (myndband)

"Ég er að taka þátt í keppni sem snýst um það að koma fram í Playboy og hosta partý á Playboy mansion hjá Hefner," segir Bryndís Gyða fyrirsæta í meðfylgjandi myndskeiði spurð út í umrædda keppni.

Kærir gallabuxnaframleiðanda

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian hefur kært gallabuxnaframleiðandann Old Navy vegna auglýsingar þar sem tvífari hennar sést spóka sig um í gallabuxum frá fyrirtækinu.

Gerir allt í hófi

Sofia Vergara, sem hefur slegið í gegn í gamanþáttunum Modern Family, hefur vermt ýmsa lista yfir fegurstu konur heims. Leikkonan kvartar þó ekki undan því að vera nefnd kyntákn líkt og Jessica Biel og Megan Fox heldur segist njóta þess til hins ýtrasta.

Pink prjónar

Söngkonan Pink er farin að prjóna. Hin nýbakaða móðir þurfti að taka sér frí frá tónlistarferlinum til þess að sinna átta vikna gamalli dóttur sinni, Willow Sage, en hún ákvað að læra að prjóna í fríinu.

Ömurlegur nágranni

Nágrannar Chris Brown eru allt annað en ánægðir með kappann, en þeir seigja að Brown fái heimsóknir allan sólarhringinn og gestirnir séu allt annað en hljóðlátir.

Leo hætti með Blake fyrir mömmu

Leonardo DiCaprio er hættur með Blake Lively ef marka má slúðurmiðla vestanhafs. Ástæða sambandsslitanna ku vera móðir hans, Irmelin DiCaprio, en henni líkaði ekki vel við Gossip Girl-stjörnuna. Leonardo ákvað nýlega að kynna kærustuna fyrir móður sinni, en sagt er að þá hafi allt farið úrskeiðis.

Beyoncé felldi tár

Beyoncé Knowles felldi tár yfir texta lagsins "Runaway", en lagið gerði rapparinn Kanye West. Söngkonan grét þegar hún heyrði lagið, en þar sýnir Kanye á sér viðkvæmu hliðina.

Synir Angelinu Jolie borða skordýr eins og snakk

Synir Angelinu Jolie borða engisprettur eins og Doritos-snakk. Hinn níu ára gamli Maddox og hinn sjö ára Pax borða skordýrin með bestu lyst, en báðir eru þeir ættleiddir synir Jolie.

Ridley Scott sólginn í fisk

Leikstjórinn frægi Ridley Scott ku vera sólginn í fisk og í Reykjavík hefur hann farið tvisvar á veitingastaðinn Fiskmarkaðinn.

James Franco á lausu

James Franco er einhleypur. Leikarinn hefur staðfest að fimm ára sambandi hans og leikkonunnar Ahna O´Reilly sé lokið, án þess þó að segja nákvæmlega hvenær leiðir þeirra skildu. "Sambandið er búið. Það stóð yfir í fjögur eða fimm ár. Við bjuggum saman í Los Angeles og fluttum síðan til New York til að fara í skóla í tvö ár. Svo skráði ég mig í frekara nám í Yale. Það var kornið sem fyllti mælinn hjá henni," sagði James í viðtali við karlatímaritið Playboy.

Uppvakningar kynna land og þjóð

„Ég hef mjög gaman af því að teikna zombía og hef verið mikið zombí-nörd lengi," segir Hugleikur Dagsson, en hann myndskreytti bókina Zombie Iceland eftir Nönnu Árnadóttur og kemur sagan út í dag.

Bryndís Jakobs komst inn í eftirsótt nám í Köben

"Þetta kom mér mjög á óvart og ég bjóst engan veginn við því að komast inn," segir tónlistarkonan Bryndís Jakobsdóttir sem komst á dögunum inn í The Royal Danish Academy of Music í lagasmíði. Milli 150 og 200 sóttu um námið en aðeins fimm komust að.

Nýtt lag frá Chili Peppers

Hljómsveitin Red Hot Chili Peppers hefur sent frá sér fyrsta smáskífulagið af væntanlegri plötu sinni. Lagið nefnist The Adventures of Rain Dance Maggie.

Scott takmarkar aðgengi að Dettifossi

Aðgengi ferðamanna að Dettifossi verður lokað að austanverðu á fimmtudag og föstudag á meðan tökur á stórmyndinni Prómeþeusi fara þar fram. Opið verður fyrir aðgang vestan megin við fossinn.

Norðmenn hrifnir af sönghópi

Sönghópurinn Þrjár raddir & Beatur er alfarið fluttur til Óslóar eftir að hafa starfað í Noregi með hléum síðan í september. Hópurinn leikur og syngur í nýrri auglýsingu fyrir franska bílaframleiðandann Peugeot eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skömmu.

Sjá næstu 50 fréttir