Lífið

Leiðinlegir yfirmenn og ofurhermenn

Tvær kvikmyndir voru frumsýndar hér á landi í gær. Gamanmyndin Horrible Bosses og hasar-myndin Captain America: The First Avenger.

Það er leikkonan Jennifer Aniston sem er fremst í flokki leikarahóps myndarinnar Hrikalegir yfirmenn eða Horrible Bosses. Hún leikur einn af yfirmönnum þeirra Jasons Bateman, Jasons Sudeikis og Charlies Day. Þeir einfaldlega þola hana ekki og byrja að skipuleggja morð á henni og tveimur öðrum leiðinlegum yfirmönnum ásamt glæpamanninum Dean, leiknum af Jamie Foxx.

Myndin Captain America: The First Avenger er hasarmynd byggð á samnefndum teiknimyndasögum og gerist í seinni heimsstyrjöldinni. Ungi hermaðurinn Steve Rogers, leikinn af Chris Evans, býður sig fram til að taka þátt í tilraunaverkefni gamals hermanns. Hann endar á að verða eins konar ofurhermaður, Capt-ain America, og á að ráðast gegn nasistum. Fyrir vikið verður hermaðurinn einnig helsta skotmark nasista. Myndin er sýnd í þrívídd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.