Lífið

David Beckham hannar nærföt

David Beckham er nýjasti samstarfsmaður Hennes&Mauritz og er því kominn í hóp með hönnuðum á borð við Madonnu, Jimmy Choo, Versace og Soniu Rykiel.
David Beckham er nýjasti samstarfsmaður Hennes&Mauritz og er því kominn í hóp með hönnuðum á borð við Madonnu, Jimmy Choo, Versace og Soniu Rykiel.
Nærfataauglýsing David Beckham hefur áður auglýst nærföt fyrir Armani og vöktu þessi skilti mikla athygli á sínum tíma. Spurning hvort Hennes-&Mauritz leggi í svona auglýsingaherferð? nordicphoto/afp
David Beckham hefur sýnt það gegnum tíðina að honum er margt annað til lista lagt en að koma boltanum í netið. Engan grunaði þó að hann færi að hanna nærfatnað fyrir eina af stærstu verslanakeðjum heims, sænska risann Hennes&Mauritz.

Um er að ræða nær-fatalínu fyrir karlmenn sem Beckham hefur verið að hanna og þróa undanfarið ár. „Ég er bjartsýnn á að nærfötin hitti í mark hjá karlmönnum. Sniðin og efnin eru úthugsuð og með því að fá samning við H&M getum við dreift fatnaðinum á heimsvísu,“ segir Beckham í yfirlýsingu frá verslanakeðjunni en samningurinn hljóðar upp á tvö ár.

Frumsýning á línunni verður í febrúar á næsta ári og má gera ráð fyrir mikilli markaðsherferð, jafnvel með sjálfum hönnuðinum í aðalhlutverki. Ekki er langt síðan Beckham-hjónin voru fáklædd í nærfataauglýsingu fyrir Armani-tískuhúsið og vöktu gríðarlega athygli.

Beckham hefur löngum verið eins konar tískufyrirmynd karlmanna og verið óhræddur við tilraunastarfsemi í fatavali. Með því að gerast hönnuður er Beckham að feta í fótspor eiginkonu sinnar, Victoriu, en hún hannar undir sínu eigin merki og hefur gengið mjög vel. Hver veit nema hún sláist í H&M hópinn innan skamms?

- áp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.