Lífið

Myrknætti á Síldarævintýrinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ragnar Jónasson las upp úr bók sinni, Myrknætti, á Síldarævintýrinu á Siglufirði í gær.
Ragnar Jónasson las upp úr bók sinni, Myrknætti, á Síldarævintýrinu á Siglufirði í gær.
„Myrknætti“ er titill nýrrar skáldsögu eftir Ragnar Jónasson, rithöfund og lögfræðing. Titillinn var afhjúpaður þegar Ragnar las upp úr bókinni í fyrsta sinn í Þjóðlagasetrinu á Síldarævintýrinu á Siglufirði í gær.

„Myrknætti er gamalt og gott íslenskt orð sem táknar dimma nótt, og má meðal annars finna i ljóði Jóns lærða frá 17. öld,“ segir Ragnar Jónasson i samtali við Vísi. „Sagan gerist að miklu leyti a Siglufirði að sumarlagi, en titillinn vísar meðal annars til þess hvernig atburðir og athafnir geta breytt björtum degi i dimma nótt, beint eða óbeint,“ segir Ragnar.

Í upphafi sögunnar finnst lík manns í Skagafirðinum en sagan vindur upp a sig með ófyrirséðum afleiðingum og óhugnanlegir atburðir koma smátt og smátt upp a yfirborðið. Logreglan á Siglufirði rannsakar málið að hluta til, en einnig blandast ung sjónvarpsfréttakona i rannsóknina.

Þetta er þriðja skáldsaga Ragnars Jónassonar og er gert ráð fyrir að hún komi út í október. Hann gaf út skáldsöguna Snjóblinda fyrir síðustu jól og þar áður kom út skáldsagan Fölsk nóta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.