Lífið

Prikið selur óskilamuni á markaði

Mynd/Heiða Helgadóttir
„Fólk kemur nú oftast og leitar að hlutunum sínum en margir eru mjög kærulausir og koma ekkert og leita," segir Gísli Freyr Björgvinsson, rekstrarstjóri Priksins, en skemmtistaðurinn heldur fatamarkað í dag. Um er að ræða fatamarkað með óskilafötum sem hafa orðið eftir á staðnum í gegnum tíðina og ekki ratað í réttar hendur að nýju.

Gísli segir að það séu alls konar flíkur sem hægt verði að finna á fatamarkaðnum. „Þetta eru yfirleitt yfirhafnir en það kemur fyrir að við finnum buxur. Þá fer maður virkilega að hugsa hvernig fólk hefur komið sér héðan út," segir Gísli.

Fatamarkaðurinn byrjar kl. 12 í dag og stendur til kl. 15, en allur ágóði rennur til langveikra barna. „Ég og eigandinn [Guðfinnur Sölvi Karlsson] erum miklir barnamenn og eigum samtals sjö börn. Við teljum okkur afar heppna að eiga börn sem eru heilbrigð og við getum ekki ímyndað okkur hvað það er erfitt að eiga langveik börn," segir Gísli, og hvetur fólk til þess að kíkja við á Prikinu í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.