Lífið

Bandarískur svartmálmur

Bandaríska svartmálmshljómsveitin Negative Plane lýkur sínum fyrsta Evróputúr með tónleikum á Café Amsterdam laugardagskvöldið 6. ágúst. Íslensku sveitirnar Abominor, Chao og Svartidauði sjá um upphitun.

Negative Plane spilar mjög dimman og drungalegan svartmálm sem vefur saman svartmálm dagsins í dag og gamla skólans en sækir um leið áhrif jafnt í klassískt þungarokk, gotneskt rokk, kirkjutónlist og hryllingsmyndatónlist. Sveitin er nýbúin að gefa út sína aðra plötu, Stained Glass Revelations, sem hefur hlotið góðar viðtökur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.