Lífið

Stjörnum prýdd mörgæsamynd

Mynd/Getty
Sæta dansandi mörgæsin sem heillaði áhorfendur upp úr skónum í teiknimyndinni Happy Feet snýr aftur á hvíta tjaldið í lok árs.

Í Happy Feet 2 er það enn og aftur leikarinn Elijah Wood sem raddsetur aðalhlutverkið, mörgæsina Mumble sem er orðinn faðir og þarf að takast á við taktlausa son sinn Eric í þetta sinn.

Þær eru margar frægu stjörnurnar sem ljá persónum myndarinnar rödd sína, en þar má heyra Robin Williams, Brad Pitt, Matt Damon, Hank Azaria og Sofíu Vergara úr sjónvarpsþáttunum Modern Family.

Leikkonan sáluga, Brittany Murphy, lék mörgæsastelpuna Gloriu í fyrstu myndinni og átti einnig að taka þátt í þessari. Hún féll frá í desember 2009 og söngkonan Pink talar í hennar stað fyrir Gloriu. Í myndinni er lag til minningar um Murphy.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.