Lífið

Fagna tíu ára afmæli plötunnar Is This It

Peter, Bjorn og John heiðra The Strokes á nýrri plötu.
Peter, Bjorn og John heiðra The Strokes á nýrri plötu.
julian casablancas Söngvari The Strokes kom sterkur inn á plötunni Is This It.
Sænska hljómsveitin Peter, Bjorn og John er ein þeirra sem eiga lag á plötu sem gefin hefur verið út stafrænt í tilefni tíu ára afmælis Is This It með The Strokes. Platan nefnist Stroked: A Tribute To Is This It.

Hin áhrifamikla Is This It kom fyrst út í Ástralíu 30. júlí 2001 en í Bretlandi tæpum mánuði síðar. Á meðal annarra flytjenda á plötunni eru Owen Pallett, sem hefur unnið með Arcade Fire, og hljómsveitin Real Estate. „Það sem heillaði mig þegar ég heyrði fyrst í The Strokes var að ég hafði aldrei áður hlustað á rokktónlist komast eins nálægt klassíkinni. Tónlist þeirra er svo ótrúlega skipulögð og yfirveguð,“ sagði Pallett.

Af The Strokes er það að frétta að sveitin fór í hljóðver á dögunum til að taka upp sína fimmtu plötu. Hún mun fylgja eftir Angles, sem kom út fyrr á þessu ári við mjög góðar undirtektir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.