Lífið

Sest aftur í ritstjórastólinn

Bergur Ísleifsson hóf útgáfu á Myndböndum mánaðarins fyrir þrettán árum. Hann tekur nú aftur við ritstjórn blaðsins af Erlingi Grétari Einarssyni, en hann hefur ritstýrt blaðinu í tæp fimm ár.
Bergur Ísleifsson hóf útgáfu á Myndböndum mánaðarins fyrir þrettán árum. Hann tekur nú aftur við ritstjórn blaðsins af Erlingi Grétari Einarssyni, en hann hefur ritstýrt blaðinu í tæp fimm ár.
„Það verður gaman að tækla þetta aftur,“ segir Bergur Ísleifsson, en hann tekur við ritstjórn Mynda mánaðarins af Erlingi Grétari Einarssyni, en sá síðarnefndi tók við blaðinu af Bergi árið 2006. Bergur hóf útgáfu á Myndböndum mánaðarins fyrir þrettán árum, en hætti árið 2006 og fór þá að sinna öðrum verkefnum. Erlingur Grétar tók við blaðinu og sagði í viðtali við Fréttablaðið á mánudag að hann hefði sett mikinn metnað í blaðið. „Ég ætla að reyna að viðhalda sama metnaði. Auðvitað fylgir nýjum mönnum ný vinnubrögð, en ég ætla að gera mitt besta til þess að koma minni þekkingu um kvikmyndir á framfæri,“ segir Bergur.

Blaðið hét áður Myndbönd mánaðarins og fjallaði þá eingöngu um kvikmyndir sem komnar voru út á myndband. Nú fjallar það hins vegar bæði um myndir sem sýndar eru í kvikmyndahúsum og þær sem komnar eru út á myndbönd. Bergur segist ánægður með það og að hann sé að taka við því blaði sem hann ætlaði upphaflega að vera með. „Blaðið átti alltaf að vera bæði um kvikmyndir og myndbönd, en þetta slitnaði frá á sínum tíma. Það er gaman að taka við þessu aftur núna þegar blaðið fjallar um hvort tveggja,“ segir Bergur. Hans fyrsta blað, ef svo má kalla, kemur út í september og segir hann undirbúninginn hefjast eftir verslunarmannahelgina. „Ég fer bara á fullt að ganga frá næsta blaði eftir helgi,“ segir Bergur.

-ka






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.